Leita í fréttum mbl.is

"Hleypt út á endanum" - "...bara spurning um hvernig og hvenær" !

Í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag er þessi fyrirsögn: "Íslenskum krónum verður hleypt út á endanum."

Það er eins og það sé verið að tala um eitthvað hræðilegt!

En það er verið að tala um krónur sem greiða á til erlendra kröfuhafa og um þetta segir seðlabankastjóri:

"Þessu verður öllu hleypt út á einhverjum tímapunkti. Þetta er bara spurning um hvernig og hvenær."

Sýnir ágætlega hverskonar ófremdarástand er í gjaldmiðilsmálum Íslands.

Það eru fleiri spurningar en svör í sambandi við krónuna!

Ps. Í þessari grein The Economist er svo gert góðlátlegt grín að gjaldmiðilspælingum Íslendinga, en DV segir einnig frá þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekki er hægt að trúa því að sðlebankastjórinn sé svo grænn að halda það að einhver önnur lögmál gildi um þær krónur sem útlendingar eiga en íslendingar sjálfir.Um leið og gjaldeyrishöftum verður aflétt munu íslendingar streyma í bankana og taka út sitt fé í bönkunum og breyta þeim um leið úr íslenskum krónum í annan gjaldmiðil.Bankarnir munu að sjálfsögðu falla, sem og landið sjálft.Það fólk sem á sparifé eða aðrar peningalegar eignir í íslenskum krónum veit vel að krónan mun falla um tugi prósenta um leið og gjaldeyrishöftunum verður aflétt.Neikvæður viðskiptajöfnuður á næstu árum mun gera það að verkum, eins og hefur verið reynslan alls staðar meðan gjaldmiðill er hafður á floti.Því þarf að taka ákvörðun strax um hvort íslensk króna verður höfð næstu tíu árin meðan verið er að vinna sig út úr gjaldeyrisskortinum eða kanna möguleika á að taka upp Kanadadollar með samvinnu við Kanadamenn.Fyrir liggur að ekki verður hægt að taka upp evru fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu ár og ESB hefur ekki gefið upp neitt sem gefur til kynna annað.Lygiáróður um annað,sem íslenskir útsendarar ESB hafa verið að gefa í skyn er ekkert annað en til skaða fyrir Ísland. Málflutningur þeirra er þeim að sjálfsögðu til jafnmikilsskaða meðan þeir búa hér og hinum sem vilja ekki leggja sjálfstæði Íslands í hendur gömlum nýlenduveldum sem Ísland á enga samleið með.Nei við lævíslegum lygiáráðri ESB. Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 21.3.2012 kl. 09:20

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gjaldeyrishöftin mun skaða lífskjör á Íslandi til langstíma.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2012 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband