Leita í fréttum mbl.is

Balkanskaginn og samskiptin við ESB - föstudagsfundur

Háskóli ÍslandsÍ tilkynningu hjá Alþjóðamálastofnun H.Í. segir:

"Á næsta fundi í fundaröð Alþjóðamálastofnunar um Evrópumál heldur Julie Herschend Christoffersen, fyrrverandi fræðimaður við Alþjóðamálastofnun Danmerkur, erindi um samskipti ríkja Vestur-Balkansskaga (Króatíu, Serbíu, Svartfjallalands, Bosníu og Hersegóvínu, Makedóníu, Albaníu og Kósóvó) við Evrópusambandið. Christoffersen metur stöðuna í dag og ræðir meðal annars þau málefni sem skapa hvað mesta erfiðleika í samskiptum fyrrnefndra ríkja við ESB.

Fundurinn er haldinn í Lögbergi stofu 101, föstudaginn 30. mars kl. 12. Allir velkomnir."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir þarna í hinu horni Evrópu hafa ekkert að færa að okkur af hvatningarefnum til að draga okkur í Evrópusambandið, svo gerólíkar eru aðstæður á Balkanskaga og hér norður við Dumbshaf. Það mætti næstum því orða það svo róttækt, að við höfum öllu að tapa og ekkert að vinna með því að láta innlimast í Evrópusambandið, því að allt æðsta löggjafarvald færi þá úr landinu, og þar að auki fengju Esb-þjóðir jafnan aðgang að fiskimiðum okkar milli 12 og 200 mílna markanna, en þið hafið kannski ekki frétt af því?

Og nú vill meirihluti fyrirtækja í Samtökum iðnaðarins hvorki sjá né heyra Evrópusambandið né evruna!

Jón Valur Jensson, 29.3.2012 kl. 13:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Úrtakið var 593. 374 svöruðu og var svarhlutfall því 63,1%."

Þorsteinn Briem, 29.3.2012 kl. 13:42

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mogginn er orðinn eins og Pravda (Sannleikurinn) var í Sovétríkjunum.

Þorsteinn Briem, 29.3.2012 kl. 13:48

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mogginn sagði af könnuninni, m.a. svarhlutfallinu, og ég skil ekki Prövdu-samlíkinguna. En Steini greyið vill auðvitað eigna sér og sínum þá, sem EKKI tóku þátt! Við verðum að sýna honum samúðarfullan skilning, hann er vitaskuld í sjokki að horfa upp á þessa sterku andstöðu innan SI gegn Evrópusambandinu, jafnvel evru-skurðgoðinu!

Jón Valur Jensson, 29.3.2012 kl. 14:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Skoðanakannanir
ákveða EKKI hvort Ísland fær aðild að Evrópusambandinu, heldur ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA um aðildarsamninginn, eins og hér hefur komið fram, nokkrum sinnum.

Fyrirtæki taka þar að auki ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni, heldur EINSTAKLINGAR með kosningarétt.

Og hvorki þeir sem eru fylgjandi eða andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu geta eignað sér þá sem ekki svara í skoðanakönnunum, í þessu tilfelli um 37%, sem er mjög hátt hlutfall.

Það er ekkert annað en FÖLSUN að halda því fram að þeir sem ekki svara í þessari skoðanakönnun myndu svara könnuninni eins á þeir sem svöruðu henni.

Þorsteinn Briem, 29.3.2012 kl. 15:13

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var enginn að halda því fram (þessu síðastnefnda), en samt einna helzt þú að gefa það þveröfuga í skyn!

Svo eru lesendur engir asnar, það þarf ekki að tyggja hér ofan í þá einhverjar selvfölgeligheder (eins og 1. og 2. klausu þína í þessu svari). En þetta er vitaskuld órjúfanlegur partur af sérstæðum stíl þínum á þessum síðum.

Jón Valur Jensson, 29.3.2012 kl. 15:32

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Ef einhver er sérstakur hér ert það þú, elsku kallinn minn.

Þú með þínar "fósturdeyðingar" og annan barnaskap.

Og taktu svo út þessa mynd af skötusel.

Flestir þeirra sem eftir eru hér á Moggablogginu eru aftaníossar og tossar Davíðs Oddssonar, sem nú er á jötu sægreifanna og kominn út í Móa.

Þessi fyrirsögn Moggans, Iðnaðurinn á móti aðild að ESB, er beinlínis LYGI, eins og ég benti á hér að ofan.

ENGINN
getur fullyrt það með réttu út frá þessari skoðanakönnun.

Þorsteinn Briem, 29.3.2012 kl. 16:43

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini minn, gleðifrétt fyrir þig:

Mikill meirihluti Dana hafnar evrunni.

Reyndu svo, með gráu hárunum og örlítið meiri vizku, að taka afstöðu MEÐ lífinu, ekki á móti því, eins og sést á háði þínu hér um vörn hinna ófæddu.

Jón Valur Jensson, 29.3.2012 kl. 20:27

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Ef ég myndi svara öllu ruglinu í þér myndi það hæglega fara í 100 athugasemdir um ekki neitt.

Það sem máli skiptir kemur fram hér að ofan.

Þorsteinn Briem, 29.3.2012 kl. 21:08

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

 Uppalningar Þýskaland hafa löngum sínt þjóðum Balkanskagans fyrirlitningu og hroka.Og viljað drottna yfir þeim.En svo furðulegt sem það er þá er eins og þessar þjóðir á Balkanskaganum treysti Der Fuhrer endalaust.Og eitt er víst ,íslendingar eiga enga samleið með þessum þjóðum,þótt ekki væri nemavegna þrælslundar þeirra gagnvart ESB og misjöfn túarbrögð og heiðarleiki. st.br. talar um rugl en er oftast með slíkan málflutning sjálfur að það er næsta furðulegt að ESB skuli ekki vera búið að troða upp í kjaftinn á honumfyrir löngu, svo að hann verði ekki ESB meira til skammar.En vissulega er málflutningue hans ísamræmi við eðli og áróður ESB. Nei við ESB

Sigurgeir Jónsson, 29.3.2012 kl. 21:42

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og ESB sendir dana til að útskýra fyrir íslendigum að ESB hafi öll tögl og haldir á Balkan.Áróður og mannfyrirlitning ESB á sér engin takmörk.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 29.3.2012 kl. 21:47

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kvótakallinn með Þýskaland á heilanum. Enter-laust að vanda.

Þorsteinn Briem, 29.3.2012 kl. 21:59

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sandgerði er náttúrlega í Ameríku og þar búa milljónir manna af þýskum ættum.

Þorsteinn Briem, 29.3.2012 kl. 22:05

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB auðnuleysinginn sem biður fólk um að leggja peninga inn á reikning sinn og hefir birt reikningsnúmerið á netinu, er með Sandgerði á heilanum af einhverjum orsökum. Auðnuleysingjanum til fróðleiks þá hefur undirritaður búið skemmstan hluta ævi sinnar í Sandgerði, ef honum skyldi líða betur að fá þær upplýsingar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 29.3.2012 kl. 22:50

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Undirritaður skilur heldur ekki af hverju einhver þarf að taka það til sín þegar talað er um uppalninga Þýskalands.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 29.3.2012 kl. 22:52

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nenni ekki að lesa þessa steypu frá Sandgerði.

Þorsteinn Briem, 29.3.2012 kl. 22:56

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sandgerði er fín, Schengen er það ekki.

Jón Valur Jensson, 30.3.2012 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband