29.3.2012 | 22:40
Ný könnun SI kynnt - á sama tíma og krónan tekur dýfu!
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að mjög skiptar skoðanir eru um hvort draga eigi umsókn um aðild að Evrópusambandinu tilbaka en u.þ.b. jafn margir eru fylgjandi og andvígir. Mun fleiri eru hlynntir því að ljúka aðildarviðræðum (44%) en eru hlynntir aðild að Evrópusambandinu (27%).
Tæplega 59% félagsmanna eru andvígir Evrópusambandsaðild og hefur þeim fjölgað um rúm 19 prósentustig frá árinu 2007. Tæp 69% félagsmanna myndu kjósa á móti ef Evrópusambandsaðild væri borin undir þjóðaratkvæði í dag. Viðhorf félagsmanna til upptöku Evru hefur ekki áður mælst jafn neikvætt og nú; um 36% hlynnt og 45% andvíg."
Þessi könnun kemur á sama tíma og fréttir berast þess efnis að krónan sé sá gjaldmiðill sem fallið hefur hvað mest gagnvart dollar, AF ÖLLUM GJALDMIÐLUM HEIMSINS. Með tilheyrandi hækkunum á verðbólgu, verðtryggðum lánum og svo framvegis.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hvorki þeir sem eru fylgjandi eða andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu geta eignað sér þá sem ekki svara í skoðanakönnunum, í þessu tilfelli um 37%, sem er mjög hátt hlutfall.
Það er ekkert annað en FÖLSUN að halda því fram að þeir sem ekki svara í þessari skoðanakönnun myndu svara könnuninni eins á þeir sem svöruðu henni.
Þorsteinn Briem, 29.3.2012 kl. 23:00
Það var enginn að halda þessu fram, sem eru hér þínar ær og kýr að hugsa um, af því að þún átt svo erfitt með að kyngja þessu, sem þarna kom fram um það sem VITAÐ ER um afstöðu allra hinna!
Jón Valur Jensson, 30.3.2012 kl. 03:14
Jón Valur Jensson,
Niðurstöður skoðanakannana eiga að endurspegla heildina.
"Fósturdeyðingar" eru þitt líf og yndi í grænum dal.
Þú hringir í 800 konur og spyrð hvort þær væru tilbúnar að fara í "fósturdeyðingu" en 300 þeirra vilja ekki svara spurningunni, sem er mjög hátt hlutfall, 37,5%.
Þú hefur engan rétt til að halda því fram að þessar 300 konur myndu svara spurningunni eins og þær 500 sem svöruðu henni og að þær síðarnefndu endurspegli heildina.
Þorsteinn Briem, 30.3.2012 kl. 11:22
Vertu ekki að þessu rugli, Steini Briem.
Jón Valur Jensson, 31.3.2012 kl. 06:46
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur bent til dæmis á þetta atriði þegar niðurstöður skoðanakannana eru túlkaðar.
Og það þarf nú ekki mikinn speking til að sjá að mjög miklu máli skiptir hversu stór hluti svarar ekki í skoðanakönnunum.
Því er ekki hægt að fullyrða nokkurn skapaðan hlut um heildina í þessari skoðanakönnun.
Hvað þá að þeir hafi skipt um skoðun sem ekki svöruðu könnuninni.
Þorsteinn Briem, 31.3.2012 kl. 08:38
Það vill svo til, að Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, er ekki fósturverndar-andstæðingur eins og þú, Steini.
(Skrýtið að þurfa að ræða það mál hér, en Steini átti frumkvæðið, og mætti halda, að hann telji sig á einhvern hátt upphafinn vegna þeirrar göfugmennsku sinnar að vilja deyðingu hátt í 1000 ófæddra hér árlega! En vissulega er hann þar í samhljóman við ráðandi strauma í hinu ólánsama Evrópusambandi----en tekur ekki eftir hinu, að afleiðingin er sú, að aldurskúrfan er að snúast þar við með svo háskalegum hætti, að þar er fyrirséð, að skattaálag á vinnandi fólk til að halda uppi hjúkrunar- og vistþjónustu fyrir aldraðra hafi, þegar komið er fram undir miðja öldina, meira en tvöfaldazt miðað við það sem var um aldamótin.)
Jón Valur Jensson, 31.3.2012 kl. 11:28
Nenni ekki að lesa meira af þessu eilífa rugli þínu, Jón Valur Jensson.
Allt sem máli skiptir kom fram í athugasemdum mínum hér að ofan og er stutt af sérfræðingum í skoðanakönnunum.
En þú vilt að sjálfsögðu 100 athugasemdir um hvert einasta mál.
Þorsteinn Briem, 31.3.2012 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.