Leita í fréttum mbl.is

Benedikt Jóhannesson: Krónan dýpkaði kreppuna

Á vefsíðu Spegilsins á RÚV var skrifað þann 3.apríl: "Félagið Sjálfstæðir Evrópumenn héldu í gær opinn fund í Háskóla Íslands um kosti Íslendinga í gjaldmiðlamálum.Frummælendur á fundinum voru þeir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, og Ragnar Árnason, einnig prófessor í hagfræði við þann skóla. Gylfi á sæti í peningastjórn Seðlabankans sem meðal annars ákvarðar stýrivexti bankans með jöfnu millibili. Ræður þeirra prófessora í gær voru ítarlegar og í kjölfarið fylgdu spurningar."

Í þættinum var svo rætt við Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðing um gjaldmiðlsmálin, en hann telur að krónan hafi dýpkað kreppuna til muna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er MESTA VERÐBÓLGA Í EVRÓPU, HÆSTA MATVÆLAVERÐ Í EVRÓPU, miklu HÆRRI VEXTIR en á evrusvæðinu og MIKIÐ ATVINNULEYSI.

Ísland býr við mestu verðbólgu í Evrópu


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5%.


Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna


Til hamingju, Ísland! Fjórtán ár tekur að eignast ekkert í íbúðinni þinni!


"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA 19 MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA
en það franska."

Þorsteinn Briem, 4.4.2012 kl. 16:52

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

án ees og án schengen værum við bíflugur í einkabúi!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.4.2012 kl. 02:54

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Tenging Íslands við ESB í gegnum EES samninginn hefur gert Ísland að einni skuldsettustu þjóð heimsins.Vegna þessarar stöðu ætlast ESB til þess að íslendingar komi skríðandi til gömlu nýlenduvaldanna í ESB og afhendi þeim landið til  ævarandi eignar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2012 kl. 03:05

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hagfræðingar ESB, þar með taldir íslenskir, eru orsakavaldar hás verðlags á íslandi.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2012 kl. 03:09

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og hver skyldi vera ástæða þess að ESB hefur ekki sent einn einasta fulltrúa þess ríkis sem mest ástæða ætti að vera að senda til Íslands til að kynna íslendingum ESB dýrðina,Það er Grikklands, til íslands.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2012 kl. 03:14

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Tryggingafræðingurinn var fremstur í því að hrósa íslenska fjármálakerfinu fyrir hrun.Það reyndist lítil trygging í hans málflutningi og ráðleggingum.

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2012 kl. 03:17

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og soðanir "spegilsins" á RUV eru skoðanir Steingríms J. ESB sinna, sem enn reynir að ljúga því að kjósendum sínum að hann sé trúr kjósendum sínum.Lygin er hans fylgikona.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2012 kl. 03:24

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er náttúrulega rétt hjá honum.

það er líka sko, með gjaldmiðil og viðhorf innbyggjara, að þá hafa íslendingar sjaldan litið á peninga sem tæki til að geyma verðmæti per se. Sú hugsun er eiginlega framandi mörgum innbyggjurum.

Gjaldmiðillinn hefur aldrei verið hugsaður hérna fyrir einstaklinga heldur fyrst og fremst til að fixa og manipúlera stöðu stórfyrirtækja og ríkis eftir atvikum.

það er í raun framandi hugmynd fyrir marga innbyggjara hérna að gjaldmiðill geti verið tæki til að geyma verðmæti.

Jafnframt er sérstakt að innbyggjarar skuli hafa sætt sig við allan þennan tíma að hafa se gjalmiðil eitthvað viðmið við alvöru gjaldmiðla sem hægt er að hringla með út og suður. það er sérstakt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2012 kl. 08:55

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurgeir. Það er okkar eigin óstjórn í peningamálum sem hefur gert okkur að skutlsettri þjóð. Við værum nær örugglega í mun betri málum ef við hefðum verið aðilar að ESB og með Evru. Eins og Benedikt benti réttilega á þá hefði þennslan sem var orsakavaldur af því hversu djúp kreppann varð aldrei orðið eins mikil ef við hefðum ekki haft sérstkan gjaldmiðil.

Sigurður M Grétarsson, 5.4.2012 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband