Leita í fréttum mbl.is

Spá umtalsverðri veikingu krónunnar

EyjanEyjan skrifar:"Gengi íslensku krónunnar mun lækka um 5 prósent á ári út árið 2014, samkvæmt nýrri hagspá greiningardeildar Arionbanka. Veikingin stafar fyrst og fremst af því að afborganir af erlendum lánum „éta upp“ viðskiptajöfnuð.

Davíð Stefánsson, sérfræðingur í greiningardeild Arionbanka, hélt erindi um gengisþróun krónunnar á morgunfundi bankans þar sem meginniðurstöður hagspánnar voru kynntar.

Í erindinu kom fram að viðskiptaafgangur hefur verið langtum minni en áður var gert ráð fyrir. Til að mynda munaði 500 milljörðum króna á spá Seðlabankans árið 2011 og í uppfærðri spá frá því fyrr í ár.
Það sem skiptir mestu máli varðandi þróun gengisins er að erlendar skuldir þjóðarbúsins eru mun hærri en erlendar eignir. Þar af leiðandi erum við að borga mun hærri vexti af þessum skuldum heldur en við erum að fá til baka og munar þar mestu um kostnað við gjaldeyrisvaraforðann sem í ár er 30 milljarðar. Sagði Davíð að þessi kostnaður væri að „éta upp“ viðskiptaafganginn."

Krónan er til vandræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það hlakkar í ykkur við að tala krónuna niður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.5.2012 kl. 20:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikil eru völd Evrópusamtakanna ef þau geta talað upp og niður gengi gjaldmiðla, til að mynda íslensku krónunnar og evrunnar.

Þorsteinn Briem, 9.5.2012 kl. 22:19

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

SB: Við fílum það í botn! Allir helstu markaðir heims dansa líka eftir okkar höfði :)

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 9.5.2012 kl. 22:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

OK!

Þorsteinn Briem, 9.5.2012 kl. 22:29

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hér er krónan að standa sig vel enda fellur hún til að mynda afgang af viðskiptajöfnuði sem er notaður til að greiða niður erlend lán og auka samkeppnishæfni landsins.

Ef Ísland tekur upp aðra mynt þá þurfa stjórnvöld að nota önnur hagstjórnartæki til að fá sömu niðurstöðu. 

Það væri áhugavert ef Evrópusamtökin myndu skoða hvort hagsmunasamtök launþega og vinnuveitenda ásamt stjórnvöldum séu tilbúin til þess að skipta úr krónuhagstjórn í evruhagstjórn. Opin fundur eða lítil ráðstefna um þetta væri örugglega af hinu góða.

Lúðvík Júlíusson, 10.5.2012 kl. 08:53

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur verið hátt erlendis undanfarin ár og verður það áfram vegna mikillar eftirspurnar.

Íslenskur sjávarútvegur hefur því enga þörf fyrir gengisfellingu íslensku krónunnar, sem hækkar hér verð á aðföngum, til að mynda skipum, varahlutum, olíu, veiðarfærum og kosti.

Og sömu sögu er að segja af öðrum útflutningsgreinum hér, til að mynda iðnaði og ferðaþjónustu, þar sem lækkun á gengi íslensku krónunnar þýðir til dæmis verðhækkun á bifreiðum, tækjum, varahlutum, olíu og bensíni.

Og í landbúnaði hækkar gengisfelling íslensku krónunnar verð á til að mynda dráttarvélum, olíu, varahlutum, tilbúnum áburði og kjarnfóðri.

Þar af leiðandi hækkar hér verð á sjávarafurðum, iðnaðar- og landbúnaðarvörum, svo og innfluttum byggingavörum, verðbólgan eykst því og öll verðtryggð lán hækka.

Sjómenn jafnt sem forstjórar þurfa þar af leiðandi að greiða hér hærra verð en áður fyrir til dæmis matvörur, bifreiðar, bensín, varahluti og íbúðarhúsnæði.

Allir launamenn krefjast því launahækkunar til að vega upp á móti gengisfellingunni.

Og að sjálfsögðu eru Hádegismórarnir og aðrir "Sannir Íslendingar" hrifnir af því.

Þeim finnst gott að pissa í skóinn sinn.

Það er hlýtt og notalegt.

Þorsteinn Briem, 10.5.2012 kl. 10:02

7 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Í framhaldi af því sem ég sagði hér að ofan að þá virkar evran, fyrir evrusvæðið, eins og krónan gerir fyrir Ísland.  Hún veikist og styrkist til að viðhalda jöfnuði á viðskiptum við ríki utan myntsvæðisins.  Evran kemur ekki á jöfnuði á viðskipti innan evruríkjanna og þar þurfa stjórnvöld að beita ýmsum aðgerðum til að koma á jöfnuði og verja samkeppnisforskot.

Evran er fljótandi mynt eins og krónan þannig að áhrif gengisbreytinga, til hækkunar og lækkunar verðlags hafa sömu eða svipuð áhrif. Þjóðverjar fóru þá leið að hækka ekki laun til að viðhalda samkeppnisstöðu sinni á meðan aðrar þjóðir fóru aðrar leiðir.

Ég tel ávinninginn af ESB aðild Íslands meiri en ef Ísland stendur fyrir utan. En um breytt viðfangsefni hagstjórnar verður að ræða og þann gríðarlega aga sem stjórnvöld verða að sýna til að verja stöðugleikann, bæði innan eigin ríkja, milli evruríkja og á milli myntsvæða.

Lúðvík Júlíusson, 10.5.2012 kl. 10:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐAN HÉR Á ÍSLANDI VEGNA ÍSLENSKU KRÓNUNNAR:

MESTA
verðbólga í Evrópu,

MIKLU
hærri stýrivextir en á evrusvæðinu,

MIKIÐ
atvinnuleysi,

gjaldeyrisHÖFT,

GRÍÐARLEGAR
erlendar skuldir.

Þorsteinn Briem, 10.5.2012 kl. 10:50

9 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hér eru góð dæmi um það hvernig hagstjórnin mun breytast við upptöku evrunnar.  Die Griechenland Luge

Upptaka annarrar myntar leiðir ekki sjálfkrafa til betri skilyrða.  Upptaka evru breytir þeim verkfærum sem stjórnmálamenn hafa til hagstjórnar og þeim viðfangsefnum sem þeir þurfa að takast á við.

Lúðvík Júlíusson, 10.5.2012 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband