Leita í fréttum mbl.is

ESB og stjórnendur: Könnun Viðskiptablaðsins

Í könnun sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið segir:

"Meirihluti stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er mótfallin aðild að Evrópusambandinu (ESB), samkvæmt niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar MMR sem unnin er í samstarfi við Viðskiptablaðið.

Niðurstöður könnunarinnar eru þær að 63,9% stjórnenda í atvinnulífinu eru mótfallnir aðild að ESB en 36,1% hlynntir af þeim sem tóku afstöðu til málsins.  

Stjórnendur fyrirtækja á landsbyggðinni eru líklegri til að vera mótfallnir aðild að ESB en þeir á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru 65,1% karla andvígir aðildinni en 57,4% kvenna. Fram kemur í könnuninni að tæp 80% stjórnenda útgerðarfyrirtækja eru andsnúnir aðild að ESB og er andstaðan þar mest."

Vilja þeir s.s. áfram búa við háa vexti (tvöfalt hærri en í Evrópu), mjög háa verbólgu (eigum Evrópumetið!), óstöðugan og síflöktandi gjaldmiðil (sem hvergi er gjaldgengur í alþjóðlegum viðskiptum, plús að vera í höftum), sem og almennar sveiflur í efnahagslífinu?

Ps. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins gera upp ársreikninga sína í öðrum gjaldmiðli en ISK, flest í Evrum og Dollurum.

Frétt VB: http://www.vb.is/frettir/72074/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Stjórnendur eru á móti ESB en meirihlutinn segir að krónana er handónýt og ekki okkar framtíðargjaldmiðill.

En það kemur ekkert efti á óvart að kvótagreifarnir og óðlasbændur á landbyggðinni vilja ekki breyta neinu heldur fitna á fjósbitanum..... á kostnað almennings.

Svo eru stærstu útflutningsfyrirtækin (Samherji) að græða milljarða með því að fara í kringum gjaldeyrishöftin...... á kostnað almennings að sjálfsögðu.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.5.2012 kl. 13:59

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið ættuð að slá þessu upp með áberandi fyrirsögn:

Að hugsa sér! 63,9% stjórnenda eru mótfallin ESB-aðild!

Jón Valur Jensson, 10.5.2012 kl. 17:08

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eða:

80% fyrirtækja á vegum LÍÚ eru á móti ESB.

En vilja samt ekki snerta krónuna og gera upp í Evrum.... og hagnast á gengisfalli.

Það væri fín fyrirsögn.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.5.2012 kl. 17:41

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo eru þessir sömu stjórnendur á móti krónunni

Þannig að þversögnin í þessari könnun er æpandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.5.2012 kl. 17:43

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sérðu Hvellur eða Sleggja. þú vælir alltaf ef einhvað er sagt sem getur storkað aðild að ESB Þú ert master Nöldrari. Niður með ESB hér á landi Lifi þeir í friði á meginlandi Evrópu sem Bretar segjast ekki tilheyra. Sleggja reyndu að hemja Hvell. ´Þið hljómið eins þið séu haldnir geðklofa og það er ekkert grín.

Valdimar Samúelsson, 10.5.2012 kl. 18:02

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

SI eru líka orðin á móti innlimunarstefnunni.

Fullyrðum ekkert um geðklofa, en andstaðan er a.m.k. heilbrigð.

Jón Valur Jensson, 10.5.2012 kl. 18:27

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Stórnendur eru á móti ESB... og krónunni.

Hvað segir það ykkur?

Sleggjan og Hvellurinn, 10.5.2012 kl. 18:53

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bla bla bla, Sleggjuhvellur.

Krónan hefur hjálpað okkur eftir bankahrunið.

Jón Valur Jensson, 10.5.2012 kl. 19:37

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur verið hátt erlendis undanfarin ár og verður það áfram vegna mikillar eftirspurnar.

Íslenskur sjávarútvegur hefur því enga þörf fyrir gengisfellingu íslensku krónunnar, sem hækkar hér verð á aðföngum, til að mynda skipum, varahlutum, olíu, veiðarfærum og kosti.

Og sömu sögu er að segja af öðrum útflutningsgreinum hér, til að mynda iðnaði og ferðaþjónustu, þar sem lækkun á gengi íslensku krónunnar þýðir til dæmis verðhækkun á bifreiðum, tækjum, varahlutum, olíu og bensíni.

Og í landbúnaði hækkar gengisfelling íslensku krónunnar verð á til að mynda dráttarvélum, olíu, varahlutum, tilbúnum áburði og kjarnfóðri.

Þar af leiðandi hækkar hér verð á sjávarafurðum, iðnaðar- og landbúnaðarvörum, svo og innfluttum byggingavörum, verðbólgan eykst því og öll verðtryggð lán hækka.

Sjómenn jafnt sem forstjórar þurfa þar af leiðandi að greiða hér hærra verð en áður fyrir til dæmis matvörur, bifreiðar, bensín, varahluti og íbúðarhúsnæði.

Allir launamenn krefjast því launahækkunar til að vega upp á móti gengisfellingunni.

Og að sjálfsögðu eru Hádegismórarnir og aðrir "Sannir Íslendingar" hrifnir af því.

Þeim finnst gott að pissa í skóinn sinn.

Það er hlýtt og notalegt.

Þorsteinn Briem, 10.5.2012 kl. 20:06

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Krónan hefur hjálpað "okkur" eftir bankahrunið.

Reyndu að sannfæra heimilin í landinu sem eru að kafna undan verðtryggðu lánunum sínum um þessa staðreynd. Að blessuð krónan er að hjálpa þeim.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.5.2012 kl. 21:04

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef ykkur er engin hjálp í ykkar krónum, Sleggja, Steini og Hvellur, þá er ykkur velkomið að leggja hana inn á mína bankabók, ég get vel notað krónur og meira af þeim fremur en minna, þótt þið gangið með € í augum.

Jón Valur Jensson, 10.5.2012 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband