Leita í fréttum mbl.is

Jón Steindór í MBL: Hefur þú efni á krónunni?

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna Já-Ísland, skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni Hefur þú efni á krónunni? og segir þar til að byrja með:

"Fyrir margt löngu eyddi ég sumarleyfi með fleira fólki á ferðalagi um meginland Evrópu. Ferðin var undirbúin eins og venjan býður. Erfiðast var að tryggja farareyri. Ekki vegna þess að íslenskt skotsilfur vantaði heldur vegna þess að gjaldeyrishöft og gjaldeyrisskömmtun gerðu nánast ómögulegt að ráðast í ferðina. Eina ráðið á þeim tíma var að kaupa gjaldeyri á svörtum markaði. Þar seldu þeir sem voru svo heppnir að komast yfir gjaldeyri vegna samskipta við ferðamenn, viðskipta eða með öðrum hætti sem ég kæri mig ekki um að vita.

Krónan enn og aftur í höftum

Þetta var árið 1980. Enn hefur reynst nauðsynlegt að grípa til sömu ráðstafana. Enn er krónan okkar of viðkvæm til þess að geta lotið eðlilegum viðskiptalögmálum. Sem fyrr vill enginn taka við henni utan landsteinanna. Allar götur frá því að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda árið 1944 hefur efnahagssaga okkar einkennst af miklum sveiflum, uppgangstíma og kreppu á víxl, verðbólgu, verðsveiflum og loks gengissveiflum.

Heimilin þola ekki meira

Í mínum huga er augljóst að verkefni okkar er að búa heimilum og fyrirtækjum efnahagslegan stöðugleika. Það verður að skapa umhverfi sem er heilbrigður grundvöllur fyrir þróttmikið atvinnulíf og gerir heimilishald ekki að hættuspili. Mikill fjármagnskostnaður, verðtrygging og stökkbreytingar skulda eru að sliga marga, ekki síst ungt fólk. Lífskjör þess eru í þessum efnum allt önnur og verri en þekkist í nágrannalöndum okkar.

Samanburður við evruland

Á liðnum árum hefur ýmislegt drifið á daga okkar Íslendinga í efnahagslegu tilliti. Hið sama er uppi á teningnum víða annars staðar í heiminum. Það á við um evruríkin (evruland) innan Evrópusambandsins. Það er fróðlegt að skoða aðeins hver þróun verðlags hefur verið hjá okkur með krónuna frá árinu 2008 og hjá þeim með evruna til og með febrúar á þessu ári. Stuðst er við upplýsingar sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er alveg sama hvaða gjaldmiðil Ísland er með, ef ekki er skapaður gjaldeyrir með því að framleiða seljanlegar vörur. Það gildir um öll ríki. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd, sama hversu freistandi það er að ætla að sækja allt til evru-sambandsins.

Meðan lögmanna, embættis og stjórnsýslu-liðið á Íslandi virðir ekki lög og reglur í sínu eigin landi, er ekki von um að breyttur gjaldmiðill bæti óréttlátt ástand á Íslandi.

Það hlýtur öllum að vera ljóst, að það þarf siðferðis og hugarfars-breytingu, áður en farið verður í gjaldmiðilsmálin.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2012 kl. 11:32

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Versti möguleikinn af öllum mögulegum er að ganga í Evrópusambandið og afsala yfirráðum yfir auðlindum og fullveldi landsins fyrir annan gjaldmiðil!

Örn Ægir Reynisson, 1.6.2012 kl. 12:01

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Örn Ægir. Sammála því að ESB er versti kosturinn.

Það er líka verið að afsala landsmönnum lýðræðinu, sem er það alversta af öllu vondu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2012 kl. 12:36

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 1.6.2012 kl. 12:42

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

"... afsala yfirráðum yfir auðlindum ..."

Hvernig fer þetta auðlindaafsal fram, segirðu?

Útskýrðu það nú nákvæmlega fyrir okkur, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 1.6.2012 kl. 12:56

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.6.2012 (í dag):

"Ingólfur [Bender, hagfræðingur hjá Íslandsbanka,] segir að í vetur hafi það komið í ljós hversu erfitt það getur verið að viðhalda stöðugleikanum á gjaldeyrismarkaði, þrátt fyrir gjaldeyrishöftin, en þá veiktist krónan talsvert, meðal annars vegna þess svigrúms sem var innan haftanna til fjármagnsflutninga.

Seðlabanki Íslands hafi í mars lokað fyrir þetta svigrúm og þar með var staðfestur ótti margra um að höftin eldist illa, með tímanum fari þau að leka og viðbrögð stjórnvalda séu að herða höftin.
"

Gengi Bandaríkjadollars komið í 131 krónu í fyrsta skipti í þrjú ár

Þorsteinn Briem, 1.6.2012 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband