1.6.2012 | 09:58
Jón Steindór í MBL: Hefur þú efni á krónunni?
Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna Já-Ísland, skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni Hefur þú efni á krónunni? og segir þar til að byrja með:
"Fyrir margt löngu eyddi ég sumarleyfi með fleira fólki á ferðalagi um meginland Evrópu. Ferðin var undirbúin eins og venjan býður. Erfiðast var að tryggja farareyri. Ekki vegna þess að íslenskt skotsilfur vantaði heldur vegna þess að gjaldeyrishöft og gjaldeyrisskömmtun gerðu nánast ómögulegt að ráðast í ferðina. Eina ráðið á þeim tíma var að kaupa gjaldeyri á svörtum markaði. Þar seldu þeir sem voru svo heppnir að komast yfir gjaldeyri vegna samskipta við ferðamenn, viðskipta eða með öðrum hætti sem ég kæri mig ekki um að vita.
Krónan enn og aftur í höftum
Þetta var árið 1980. Enn hefur reynst nauðsynlegt að grípa til sömu ráðstafana. Enn er krónan okkar of viðkvæm til þess að geta lotið eðlilegum viðskiptalögmálum. Sem fyrr vill enginn taka við henni utan landsteinanna. Allar götur frá því að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda árið 1944 hefur efnahagssaga okkar einkennst af miklum sveiflum, uppgangstíma og kreppu á víxl, verðbólgu, verðsveiflum og loks gengissveiflum.
Heimilin þola ekki meira
Í mínum huga er augljóst að verkefni okkar er að búa heimilum og fyrirtækjum efnahagslegan stöðugleika. Það verður að skapa umhverfi sem er heilbrigður grundvöllur fyrir þróttmikið atvinnulíf og gerir heimilishald ekki að hættuspili. Mikill fjármagnskostnaður, verðtrygging og stökkbreytingar skulda eru að sliga marga, ekki síst ungt fólk. Lífskjör þess eru í þessum efnum allt önnur og verri en þekkist í nágrannalöndum okkar.
Samanburður við evruland
Á liðnum árum hefur ýmislegt drifið á daga okkar Íslendinga í efnahagslegu tilliti. Hið sama er uppi á teningnum víða annars staðar í heiminum. Það á við um evruríkin (evruland) innan Evrópusambandsins. Það er fróðlegt að skoða aðeins hver þróun verðlags hefur verið hjá okkur með krónuna frá árinu 2008 og hjá þeim með evruna til og með febrúar á þessu ári. Stuðst er við upplýsingar sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það er alveg sama hvaða gjaldmiðil Ísland er með, ef ekki er skapaður gjaldeyrir með því að framleiða seljanlegar vörur. Það gildir um öll ríki. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd, sama hversu freistandi það er að ætla að sækja allt til evru-sambandsins.
Meðan lögmanna, embættis og stjórnsýslu-liðið á Íslandi virðir ekki lög og reglur í sínu eigin landi, er ekki von um að breyttur gjaldmiðill bæti óréttlátt ástand á Íslandi.
Það hlýtur öllum að vera ljóst, að það þarf siðferðis og hugarfars-breytingu, áður en farið verður í gjaldmiðilsmálin.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2012 kl. 11:32
Versti möguleikinn af öllum mögulegum er að ganga í Evrópusambandið og afsala yfirráðum yfir auðlindum og fullveldi landsins fyrir annan gjaldmiðil!
Örn Ægir Reynisson, 1.6.2012 kl. 12:01
Örn Ægir. Sammála því að ESB er versti kosturinn.
Það er líka verið að afsala landsmönnum lýðræðinu, sem er það alversta af öllu vondu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2012 kl. 12:36
Þorsteinn Briem, 1.6.2012 kl. 12:42
1.6.2012 (í dag):
Kostnaður við 10% niðurfellingu húsnæðislána er 124 milljarðar króna
Þorsteinn Briem, 1.6.2012 kl. 12:46
Örn Ægir Reynisson,
"... afsala yfirráðum yfir auðlindum ..."
Hvernig fer þetta auðlindaafsal fram, segirðu?
Útskýrðu það nú nákvæmlega fyrir okkur, elsku kallinn minn.
Þorsteinn Briem, 1.6.2012 kl. 12:56
1.6.2012 (í dag):
"Ingólfur [Bender, hagfræðingur hjá Íslandsbanka,] segir að í vetur hafi það komið í ljós hversu erfitt það getur verið að viðhalda stöðugleikanum á gjaldeyrismarkaði, þrátt fyrir gjaldeyrishöftin, en þá veiktist krónan talsvert, meðal annars vegna þess svigrúms sem var innan haftanna til fjármagnsflutninga.
Seðlabanki Íslands hafi í mars lokað fyrir þetta svigrúm og þar með var staðfestur ótti margra um að höftin eldist illa, með tímanum fari þau að leka og viðbrögð stjórnvalda séu að herða höftin."
Gengi Bandaríkjadollars komið í 131 krónu í fyrsta skipti í þrjú ár
Þorsteinn Briem, 1.6.2012 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.