Leita í fréttum mbl.is

Góð hugleiðing Baldurs K. á Eyjunni

Baldur KristjánssonBaldur Kristjánsson skrifaði góða hugleiðingu á Eyjuna þann 12.júní. Við birtum hana hér:

"Í öllum aðildarríkjum ESB hafa sérhagsmunir hopað fyrir almannahagsmunum enda er almenningur í nær öllum ef ekki öllum ríkjum ánægður með þátttöku lands síns.   Óhætt er að segja að mest öll sú löggjöf sem hefur styrkt almannahagsmuni í Evrópu hefur átt rætur sínar í fjölþjóðlegu starfi.  Þetta gildir líka um Ísland þar sem allar umbætur í vinnurétti og neytendarétti hafa komið í gegnum Evrópusamstarf Íslendinga.  Miklar umbætur í mannréttindum og menntamálum höfum við sótt til Evrópuráðsins. Nú síðast eru sérhagsmunir brotnir á bak aftur og íslensk farsímafyrirtæki skylduð til að lækka farsímagjöld um helming þegar talað er milli landa.  Allt ber að sama brunni.  Íslendingum hefur alltaf vegnað best í sem mestu samstarfi og samvinnu við nágranna sína.  Er þetta ekki óumdeilt?  Hvers vegna ala sumir á ótta við Evrópusamstarf með þvílíkum ofsa að engu lagi er líkt?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Engan þarf að undra þótt menn bregðist við þegar Evrópusambandið sem með ólýðræðislegum og lymskulegum efnahagslegum aðgerðum ásamt spillingu og áróðri reynir að knýja fram samruna Evrópu og innlima smáríkið Ísland í leiðinni með sömu aðferðum. Þýskir bankar lánuðu efnahagsböðlum fleiri þúsund milljarða sem átti að gera þjóðina ábyrga fyrir og sem þeir notuðu meðal annars til að kaupa hér allt upp ræna innanfrá og afhenta síðan kröfuhöfum og koma um leið fjölda manns á spenan hjá  við áróðursstarfsemi  allir muna eftir ESB áróðrinum hjá útrásarkrötunum og fjölmiðlum undir þeirra stjórn. Evrópusambandið gerði efnahagsárás á Ísland með víðtækum afleiðingum fyrir almenning  sem ekki sér fyrir endan á og kom sér upp hreinræktaðri leppstjórn hér á landi með aðstoð spilltra krata og kommúnista sem höfðu verið í minnihluta árum saman.

Hvert landið á fætur öðru er að glata sjálfstæði sínu til teknókrata í Brussel sem ekki eru fulltrúar fólksins og kosnir lýðræðislega. Evran er vopnið sem er notað til að knýja fram samrunan.

Íslendingar vilja vera sjálfstæð þjóð í eigin landi sem getur átt viðskipti við hvern sem er án leyfis frá Brussel þannig hefur þeim vegnað best þeir eiga nóg af auðlindum til að allir geti haft það gott eina sam þarf að gerast til að svo geti orðið er að losna við hina ömulegu og spilltu ríkistjórn gamalla úreltra kommúnista og krata leppstjórn Evrópusambndsins.

http://www.youtube.com/watch?v=2gm9q8uabTs

Teknókratarnir eru búnir að viðurkenna að alltaf hafi verið vitað um galla evrunnar hana hafi átt að nota til að knýja fram samruna Evrópu!

http://www.youtube.com/watch?v=_EdngnDdjCo

Örn Ægir Reynisson, 12.6.2012 kl. 15:36

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Íslendingar börðust ekki undan erlendu konungsvaldi til þess að innlimast í stórveldisdrauma gamalla Kommúnista  og krata  í Evrópu sem lifa í alsnægtum á ofurlaunum ESB og líta á fólkið í löndunum sem evran er búin að setja á hausinn fyrir samrunan og er að tapa vinnuni og eignum sínum sem maura sem þurfa bara að fá að éta til að halda á lífi allt fyrir samrunan . Evrópusambandið  beytti vopnum  fjármagnsins á Ísland með aðstoð efnahagsböðla fjölmiðla og stjórnmálamanna reyndi að gera Ísland ábyrgt fyrir fleiri þúsund milljörðum sem fóru í gegnum hendurnar á þeirra efnahagsböðlum ef allt hefði gengið eftir hjá þessum skepnum værum við í sömu sporum eða verri en Grikkir núna!

Örn Ægir Reynisson, 12.6.2012 kl. 16:08

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

ÖÆR: Veistu, að þetta innlimunarblaður þitt er orðið alveg ofboðslega þreytt. Mælum með frísku lofti!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 12.6.2012 kl. 18:10

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Innlimunarblaðrið ykkar og blöðrunar Össurar er orðið miklu þreyttara enda búið að dynja á þjóðinni árum saman. Þjóðin horfir á brennandi hús og þið hrópið: Það logar ekki! Það logar ekki!

Örn Ægir Reynisson, 12.6.2012 kl. 18:26

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þegar  Baldur K segir að allar góðar reglur komi frá ESB. Ertu ekki að skilja það er stjórn okkar sem sækir þessar reglur til þeirra þar sem við höfum ekki kost á öðru vegna EES samnings. Við hefðu alveg eins geta tekið upp lögin í Noregi eða norður Ameríku jafnvel Kanada of fundið góðar reglur án þess að missa fullveldi okkar sem felst í að gangast undir lög ESB Hugsaðu málið upp á nýtt.  

Valdimar Samúelsson, 12.6.2012 kl. 21:29

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar 30. apríl 1991 - 23. apríl 1995

12.1.1993:


Evrópskt efnahagssvæði - Frumvarpið samþykkt: 33 sögðu já en 23 nei og 7 greiddu ekki atkvæði.


Af þeim 33 sem samþykktu frumvarpið um Evrópska efnahagssvæðið voru 23 sjálfstæðismenn, eða 70% þeirra sem samþykktu frumvarpið.


Já sögðu:


Árni R. Árnason
, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Egill Jónsson, Eiður Guðnason, Einar K. Guðfinnsson, Geir H. Haarde, Guðjón Guðmundsson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Hermann Níelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Karl Steinar Guðnason, Lára Margrét Ragnarsdóttir, María E. Ingvadóttir, Pálmi Jónsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Salome Þorkelsdóttir, Sigbjörn Gunnarsson, Sighvatur Björgvinsson, Sigríður A. Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Svanhildur Árnadóttir, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Egilsson, Þorsteinn Pálsson, Þuríður Pálsdóttir og Össur Skarphéðinsson.

Og Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu, ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum, 19. desember 1996, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.


Schengen
-samstarfið


Annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar 23. apríl 1995 - 28. maí 1999

Þorsteinn Briem, 12.6.2012 kl. 23:04

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvílíkt alhæfingarrugl í honum Baldri um hrifningu Esb-þjóða af batteríinu, "sem Gordon Brown lýsti svo vel sem hinu nýja ráðandi heimsveldi jarðar á fundi Evrópuþingsins vorið 2009" (svo að vitnað sé í orð Gústafs Adolfs Skúlasonar á Fullv eldisvaktinni), enda er ég farinn að taka eftir ýmsum skrifum Baldurs í seinni tíð sem bera því ekki vitni, að hann hafi verið vel undirbúinn til skrifanna, sé vel áttaður eða upplýstur.

"... enda er almenningur í nær öllum ef ekki öllum ríkjum ánægður með þátttöku lands síns ..." Þarna kemur hann upp um sig, veit í þessu minna en ekki neitt! Svo kallar hann það "Evrópusamstarf" að við leggjumst hundflöt fyrir öllum lögum Evrópusambandsins og gerum þau hér að forgangs- og ráðandi lögum, en að okkar eigin löggjöf, nýleg, gömul og framtíðarlöggjöf, verði gerð að hornreku og svínbeygð undir Brusselvaldið. Það mætti halda, að síra Baldur vilji "evrópusambandsvæða" auðlindir okkar, en kannski er hann bara svona saklaus og illa áttaður ...

Jón Valur Jensson, 13.6.2012 kl. 02:03

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Teljið nú upp fyrir mig þá íslensku stjórnmálaflokka sem vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Ísland er 70% í Evrópusambandinu án þess að hafa þar nokkur áhrif!!!

Þorsteinn Briem, 13.6.2012 kl. 08:50

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom EKKERT fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er EKKI viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna þar sem innri markaðslöggjöfin tekur EKKI á eignarhaldi.

Því er EKKI um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna.
"

"Meirihlutinn leggur áherslu á að náttúruvernd og sjálfbær nýting náttúruauðlinda landsins eigi áfram að vera meðal grundvallarhagsmuna Íslendinga."

"Grundvallaratriði er að EKKI ER HRÓFLAÐ VIÐ FULLVELDISRÉTTI ríkja. Það gildir einnig um ákvæði Lissabon-sáttmálans og annarra sáttmála Evrópusambandsins.

Jafnframt minnir meirihlutinn á að við gerð AÐILDARSAMNINGS Norðmanna á sínum tíma var sett inn BÓKUN um að þeir héldu yfirráðum yfir ÖLLUM sínum auðlindum."

Þorsteinn Briem, 13.6.2012 kl. 08:58

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

Þorsteinn Briem, 13.6.2012 kl. 09:07

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26:

"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."

Þorsteinn Briem, 13.6.2012 kl. 09:09

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 13.6.2012 kl. 14:13

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 13.6.2012 kl. 14:20

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.

OG HÉR Á ÍSLANDI ERU GJALDEYRISHÖFT.

Þorsteinn Briem, 13.6.2012 kl. 14:25

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár."

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum

Þorsteinn Briem, 13.6.2012 kl. 16:26

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég tek undir orð Valdimars Samúelssonar hér að ofan.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.6.2012 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband