18.6.2012 | 06:59
Þjóðhátíðarkveðja: Framkvæmdastjóri Nei-sinna kallar Steingrím J. vanvita og lygara!
Nei-sinnar þessa lands lúta framkvæmdastjórn manns sem er með þeim orðljótari á blogginu.
Ósjálfrátt leiðist hugurinn að orðinu "jafnvægi."
Í færslu á þjóðhátíðardaginn, sjálfan 17.júní, segir framkvæmdastjórinn:
"Fyrir nokkrum dögum gerði Steingrímur J. sig að valkvæðum vanvita sem veit ekkert um starfsemi Evrópustofu. Í dag þykist hann tala fyrir endurmati á ESB-umsókninni undir formerkjum ábyrgðar.
Síljúgandi Steingrímur J. er ásamt Jóhnnu Sig. helsta auglýsingin fyrir siðlausa stjórnmálamenn."
Þá má lesa á opinberu bloggi Nei-samtakanna:
"Vinstrihreyfingin grænt framboð sveik kjósendur sína og studdi þingsálylktun Össurar Skarphéðinssonar 16. júlí 2009 um að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. Fremstur í flokki svikaranna er Steingrímur J. Sigfússon formaður VG."
Kannski ekki nema von að málflutningur og rökræðuhefð Nei-sinna sé jafn slæm og raun ber vitni!
(Leturbreyting: ES-bloggið)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þið INNLIMUNARSINNAR eigið bágt..................
Jóhann Elíasson, 18.6.2012 kl. 15:32
Sá, sem svíkur eigin stefnumál og eigin flokksmenn og þá kjósendur, sem kusu flokk hans vegna stefnumálanna, er hann EKKI svikari í ykkar augum?
Og það er alveg rétt hjá framkvæmdastjóranum (sem er ekki frkvstj. allra fullveldissinna), að Steingrímur þóttist ekki vita neitt af óeðlilegri og ólöglegri starfsemi "Evrópustofu" (Evrópusambands-áróðursstofu), og hafa margir um þann fláttskap hans fjallað, hvernig hann svaraði fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar um málið GERSAMLEGA ÚT Í HÖTT.
En þetta hugnast Össuri og Jóhönnu -- og ykkur vitaskuld.
Greinilega sést þó af samhengi texta framkvæmdastjórans, að hann notaði ekki orðið "vanviti" í venjulegri merkingu, enda með forskeytið "valkvæður" á undan = að viljandi þykist hann ekki vita neitt; því að enginn frýr refnum vitsmuna.
Ekki sást orðið "lygari" í orðum framkvæmdastjórans hér ofar nema í fyrirsögn ykkar. En hver var það, sem laug því að þingi og þjóð úr ræðustól Alþingis, að Icesave-samningur væri ekkert að verða til og að hann myndi að sjáfsögðu fara þá fyrst í gegnum utanríkismálanefnd?! Steingrímur sjálfur, sem stóð ekki við orð sín, heldur skellti undirrituðum saningi á borið innan tveggja sólarhringa og ætlaðist til að þingmenn samþykktu hann jafnvel ólesinn og án þess að utanríkismálanefnd fengi neitt að dæma um hann áður!
Enn verri eru svo stjórnarskrárbrotin (dæmi verða tilfærð, ef þess verður óskað!).
Jón Valur Jensson, 18.6.2012 kl. 19:34
... skellti undirrituðum samningi á borðið ...
Jón Valur Jensson, 18.6.2012 kl. 19:36
Jón Valur Jensson,
"... þóttist ekki vita neitt af óeðlilegri og ólöglegri starfsemi "Evrópustofu ..."
Hvað sagði sýslumaður um kröfu ykkar fáráðlinganna um lögbann á starfsemi Evrópustofunnar FYRIR MARGT LÖNGU?!
Þorsteinn Briem, 18.6.2012 kl. 20:17
Jóhann Elíasson,
"Þið INNLIMUNARSINNAR ..."
Danmörk, sem er í Evrópusambandinu, er sjálfstætt og fullvalda ríki og öll ríki sambandsins líta á sig sem sjálfstæð og fullvalda.
Færeyjar og Grænland eru hins vegar EKKI sjálfstæð og fullvalda ríki og heldur EKKI í Evrópusambandinu.
Danmörk tekur þátt í að semja lög og reglur Evrópusambandsins og getur hvenær sem er sagt sig úr sambandinu.
Íslenska ríkið tekur hins vegar upp megnið af lögum Evrópusambandsins, án þess að taka nokkurn þátt í að semja þau.
Þorsteinn Briem, 18.6.2012 kl. 20:24
Jón Valur Jensson,
"Sá, sem svíkur eigin stefnumál og eigin flokksmenn og þá kjósendur, sem kusu flokk hans vegna stefnumálanna ..."
Það er ennþá stefna Vinstri grænna sem stjórnmálaflokks að Ísland eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.
Hins vegar samþykktu Vinstri grænir einnig sem stjórnmálaflokkur að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu og þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin hér um aðildarsamninginn.
Þar að auki vilja margir vinstri grænir að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu, svo og fólk í öllum öðrum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi.
Þorsteinn Briem, 18.6.2012 kl. 20:42
Ísland er ekki í ESB og ekkert bendir til að það verði það nokkurntíma.Þessu "samningsrugli" við ESB lýkur sjálfkrafa innan árs þar sem þrír stjórnmálaflokkar með 80% þjóðarinnar innan sinna raða hafna aðild og kosningar til Alþingis eru á næsta leiti.Nei við ESB. Sjaldan lýgur almannarómur.Það á við um Jóhönnu,Steingrím og ESB.Það sem sagt er um þau, er síst of sagt.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 18.6.2012 kl. 21:42
Sigurgeir Jónsson,
Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að hafa þar nokkur áhrif!!!
HVAÐA íslenskir stjórnmálaflokkar vilja að Ísland segi upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu?!
NEFNDU NÚ ÞÁ STJÓRNMÁLAFLOKKA!!!
Og ÁRUM SAMAN spáir þú hinu og þessu en EKKERT af því rætist!!!
Þorsteinn Briem, 18.6.2012 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.