Leita í fréttum mbl.is

Hroki bændaforystunnar - höfðingjanna í Bændahöllinni!

bændablaðið

Hið ríkisstyrkta málgagn Bændasamtakanna, fríblaðið Bændablaðið, skrifar oft um ESB og í yfirgnæfandi tilfella er það með neikvæðum formerkjum. 

Blaðið liggur frammi á hinum ýmsu stöðum og fýkur á víð og dreif úr sjoppum landsins, en þar rakst ritari einmitt á nýjasta eintakið.

Þar í leiðara er verið að fjalla um íslenskan landbúnað og skal ekki farið út í þá sálma hér.

En það sem er athyglisvert eru orð leiðarahöfunar um aðalsamningamann Íslands gagnvart ESB, Stefán Hauk Jóhannesson sem blaðið kallar "svokallaðan aðalsamningamann."

Orðfærið lýsir yfirlætislegum hroka frá samtökum sem gera í raun allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stimpla samningaferlið með neikvæðum hætti. Hjá samninganefnd sem hefur einsett sér að ná sem hagstæðustum samningi fyrir Ísland - og þar með talið íslenska bændur!

Svo segir leiðarahöfundur í sama leiðara að Bændasamtökin hafi einvörðungu ,,ástundað faglega vinnu og öfluga fræðslu." Vel má vera að faglega sé unnið og fræðslan sé öflug, en hún er nánast alfarið á neikvæðu nótunum.

Bændablaðið er best í því að uppfræða sína lesendur um neikvæðar hliðar ESB-aðildar, en lætur það nánast alfarið eiga sig að reyna að sjá möguleika í aðild fyrir íslenska bændur og landbúnað.

Sennilega vill forystan halda óbreyttu ástandi, halda áfram að þiggja milljarðana tíu árlega  og dreifa þeim eftir eigin höfði.

Halda áfram að vera ríki í ríkinu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Þið megið ekki fara í fýlu eins og lítil börn þótt þjóðin sé ekki sammála ykkur:

Feilskot Evrópu­samtakanna á Bænda­samtök Íslands

Örn Ægir Reynisson, 16.7.2012 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband