Leita í fréttum mbl.is

10 stig - öll ósköpin!

Nú er hið íslenska túrhestasumar að ná hámarki og víða margt um (ferða)manninn. Í vor voru menn að spá því að krónan myndi nú styrkjast verulega með auknu innfæði erlends gjaleyris. En hefur það gerst? 

Svarið er nei, styking krónunnar hlýtur að vera lang undir væntingum manna í þeim efnum, eins og skjámynd af vefnum www.m5.is sýnir:

krona-styrking-juli2012

 

 

 

 

 

 

 

Er þetta eitthvað til að hrópa húrra fyrir? Þann 18.apríl var gengisvísitalan í 228, í dag var hún aðeins 10 stigum lægri, eða 218 stig. Það eru nú öll ósköpin.

Höftin verða að fara. Ísland verður að verða þátttakandi í alþjóðlegum viðskiptum með eðlilegum hætti að nýju. Og fá nothæfan gjaldmiðil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hækkað um EINUNGIS 1% og LÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjadollar um 4,58%, þrátt fyrir að mun fleiri erlendir ferðamenn komi nú hingað til Íslands en áður.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Þorsteinn Briem, 16.7.2012 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband