Leita í fréttum mbl.is

Jón Sigurðsson um Framsókn - stöðu og horfur - á Pressan.is

Jón SigurðssonJón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, vakti nýverið athygli fyrir pistil á www.pressan.is um Framsóknarflokkinn og stöðu hans nú. Hér fer maður með afburðaþekkingu á málefnum flokksins og kemur víða við.

Þar fjallar hann um Evrópumál innan flokksins, en eins og kunnugt er hefur flokkurinn kúvent í afstöðu sinni eftir að skipulagsfræðingurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók við stýrinu.

Jón segir forystu flokksins "hamslausa" gagnvart þeim sem eru jákvæðir gagnvart ESB og vilja t.d. klára samningaviðræðurnar:

"Það er ekkert nýtt að meirihluti Framsóknarmanna sé andvígur aðild. En málflutningur forystumanna flokksins nú er undarlega hamslaus og Evrópusinnum er ekki sýndur félagsandi innan flokksins. Þeim er vísað á dyr, svo sem dæmi um einn fyrrverandi þingmann flokksins sýnir."

Þetta eru nokkuð þung orð og gefa til kynna að umburðarlyndi sé ekki eitt af aðalsmerkjum flokksins um þesar mundir - það sé ein lína sem ráði ferðinni - og hún skuli ráða ferðinni. Enda hafa margir Evrópusinnaðir einstaklingar sagt sig úr flokknum. Umræðan um Evrópu er fyrirferðamikil í öðrum miðflokkum á Norðurlöndum, en ritara er ekki kunnugt um að þar hafi menn sagt sig úr flokkum af sömu ástæðum og Jón ræðir.

Óneitanlega gerir þetta Framsóknarflokkinn einsleitari og jafnframt ólýðræðislegri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Sigmundur er á réttri leið ef Framsóknarflokkurinn ætlar að lifa verður hann að losa sig við gamla spillingararminn sem Jón tilheyrir í flokknum sem ásamt afdönkuðum sósíalistum og krötum í öllum flokkum nýtti aðstöðu sína og liðkaði fyrir og græddi á þeirri bólu og Evrópsku efnahagsárás sem hér var gerð.

Örn Ægir Reynisson, 9.8.2012 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband