Leita í fréttum mbl.is

Sema Erla um ESB-moldrokið

Sema Erla Serdar, verkefnastjóri hjá Já-Ísland, skrifaði á DV-bloggið þann 13.ágúst, hugleiðingu vegna moldroksins sem verið er að þyrla upp vegna ESB-málsins. Hún segir:

"Mikið hefur farið fyrir umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu í fjölmiðlum síðustu daga og fara menn mikinn og segja umsóknina vera í „vonlausri stöðu" og „fresta ætti aðildarviðræðunum, nái ekki að klara þær fyrir kosningar". Er þetta komið til vegna ummæla tveggja ráðherra Vinstri Grænna um „endurskoðun á ESB-ferlinu" vegna „stöðunnar" í Evrópu. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, tók síðar undir með ráðherrunum.

Því verður ekki neitað að Evrópa stendur nú frammi fyrir mestu erfiðleikum sem upp hafa komið í álfunni síðustu áratugi og óvissan er nokkur. Ísland hefur ekki verið nein undantekning á því. En gleymum því hins vegar ekki að samstarfið innan Evrópusambandsins er einmitt tilkomið vegna hamfaranna sem riðu yfir álfuna með tveimur heimsstyrjöldum.

Evrópusambandið var stofnað til þess að takast á við krísur og á því leikur enginn vafi að Evrópusambandið og Evrópa muni jafna sig á þessum erfiðleikum, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem sambandið stendur frammi fyrir erfiðleikum, og eflaust ekki það síðasta. Óvissan er því einungis um hvernig. Framtíð Evrópu hefur alltaf verið óljós, framtíð Íslands er óljós, enda veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Það er þó engin ástæða til þess að fara að slíta viðræðum við Evrópusambandið, enda er framtíð okkar og annarra ríkja í Evrópu samtvinnuð."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband