Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna Sigurðardóttir: Rangt að breyta ferlinu

Á RÚV segir: "Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir einfaldlega rangt að breyta því ferli sem umsókn Íslands að Evrópusambandinu er í núna. Ljúka eigi viðræðum þrátt fyrir vandamál á evrusvæðinu. Formaður utanríkismálanefndar vill ræða málið á Alþingi.

Evrukrísan hefur áhrif

Um helgina stigu tveir ráðherrar VG fram og sögðu að þær vildu endurmeta aðildarumsókn Íslands að ESB. Forsendur hefðu breyst, evrukrísan hefði áhrif á aðildarferlið og ljóst væri að ekki næðist að klára viðræðurnar fyrir kosningar næsta vor.

VG liðar vilja ýmist fresta umsókninni, hætta við, eða láta þjóðina kjósa um áframhaldið, hugsanlega samhliða kosningu um tillögur stjórnlagaráðs 20 október eða í síðasta lagi með næstu Alþingiskosningum.

Aðeins þingmennirnir Björn Valur Gíslason og Þráinn Bertelsson vilja helst halda áfram að óbreyttu. Steingrímur J Sigfússon er í fríi og vill ekki veita viðtal."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvaða hagsmuni eru SUMIR að verja með því að vilja endilega halda hér þjóðaratkvæðagreiðslu um samning sem ekki er til?!

Hverjir halda slíkar þjóðaratkvæðagreiðslur?!


Þeir ÓTTAST að sjálfsögðu að samningurinn verði samþykktur hér í þjóðaratkvæðagreiðslu en EKKI að hann verði slæmur fyrir okkur Íslendinga, enda yrði hann þá felldur.

Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 13:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu. Þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.

Og hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

15.5.2012:


"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 13:13

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það styttist í Alþingiskosningar.Þá verður kosið um ESB og hvort VG verður til sem alvöru stjórnmálaflokkur.Engu breytir hvað VG gerir núna.ESB umsóknin er fallin um sjálfa sig og verður dregin til baka eða sett í frost eftir Alþingiskosningarnar.Þá mun Breimakötturinn í Vesturbænum, Sörlaskjólinu þagna.Þetta er búið.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 14.8.2012 kl. 21:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og staðan er núna er líklegasta ríkisstjórnin eftir næstu alþingiskosningar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert á móti aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, hvað þá NATO, og ætti ekki að hafa neitt á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Sjálfstæðisflokkurinn á því miklu meiri samleið með Samfylkingunni en Vinstri grænum, þar sem hver höndin er uppi á móti annarri.

Þar að auki er líklegra að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin nái þingmeirihluta en aðrir tveir flokkar.

Ríkisstjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er þó hugsanlegur möguleiki en ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokknum einum.

Auðvelt er að halda því fram að Vinstri grænir séu á móti öllu, til að mynda stóriðju, og harla ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji vera með þeim í ríkisstjórn.

Þorsteinn Briem, 14.8.2012 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband