15.8.2012 | 17:20
Finnland: Evru og ESB-aðild hefur gagnast landinu vel!
Sumir þeir sem eru mótfallnir aðild Íslands að ESB nota stundum það sem kalla mætti "fjarlægðarrökin" í máli sínu.
Að Ísland sé t.d. "langt" frá Evrópu, að landið sé "langt" úti í Atlantshafi og að það þurfi t.d. að fara alla leið til Finnlands, til að finna Evruland!
En í heimi alþjóðlega og hátæknivæddra viðskipta hljómar þetta svolítið skringilega, að ekki sé talað um þá staðreynd að Evrópa er mikilvægasti markaður Íslendinga, rétt eins og Finna!
Í BBC-þættinum Business Daily var á dagskrá mjög athyglisvert innslag um Finnland og Evruna, þann 14.8. síðastliðinn.
Niðurstaða þess var í raun sú að aðild að ESB og Evrunni hefðu gert Finnlandi gríðarlegt gagn og að enginn alvöru umræða væri í gangi um að Finnar færu út úr Evru-samstarfinu. Nema hjá talsmanni flokksins "Sannra Finna" sem sagði að Finnar hefðu bara aldrei átt að fara inn í ESB eða Evruna. Býsna léttvæg rök og í raun það eina sem hann hafði fram að færa!
Það var hinsvegar mun athyglisverðara að hlusta á hagfræðing samtaka finnska atvinnulífsins, sem sagði aðild að ESB og upptöku Evrunnar hafa gert gríðarlega mikið fyrir Finnland. Þeir þættir sem hann nefndi helsta voru:
Lágir vextir
Lág verðbólga
Stöðugleiki í gjaldmiðilsmálum
Hljómar þetta kunnuglega í eyrum Íslendinga? Ó, nei, raunveruleikinn hér á landi er í raun þveröfugur við þetta! Þar að auki býr íslenskt atvinnulíf við gjaldeyrishöft!
Talsmaðurinn sagði það einnig hafa hjálpað til að Finnar hefðu verið búnir að "taka vel til" eftir bankakrísuna sem þeir lentu í um og eftir 1990. Því væri finnska bankakerfið vel statt og í góðu horfi um þessar mundir.
Hann tók það einnig mjög skýrt fram að Evran skaðaði ekki samkeppnishæfni Finnlands, þar sem þeir væru sjálfir búnir að gera það sem gera þyrfti, til þess að halda samkeppnishæfninni. Hér á það kannski við "hver veldur er á heldur" ?
Við gætum sennilega lært margt af Finnum og greinilegt að þeir hafa tekið mjög skynsamlega á málum - og af yfirvegun.
Ps. Samkvæmt "fjarlægðarrökunum" ætti t.d. Kýpur alls ekki að vera í ESB, þar sem fjarlægðin til Brussel til Nikósíu eru heilir 2907 km! Það er þó ekki nema 2134 km frá Reykjavík til Brussel!
Kýpur fer með formennsku í ESB um þessar mundir.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.