15.8.2012 | 11:07
Ólafur Stephensen í FRBL: Plan B?
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri FRBL, skrifar góðan leiðara þann 15.8 um ESB-málið og upphlaupið innan VG. Hann segir í byrjun:
"Nú er hafið enn eitt upphlaupið í kringum umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Að þessu sinni á það upptök sín í þingflokki Vinstri grænna, sem telur sig þurfa að friða ESB-andstæðinga í flokknum, og stjórnarandstaðan stekkur að sjálfsögðu á vagninn.
Þeir sem vilja slíta viðræðunum við ESB, eða endurmeta stöðuna" eins og það er orðað, vísa gjarnan til umróts og óvissu í efnahagsmálum aðildarríkjanna. Það er hins vegar ekki ástæða til að hætta viðræðunum. Saga Evrópusamstarfsins er að mörgu leyti saga umróts og óvissu. Evrópusambandið og forverar þess hafa þurft að takast á við margs konar efnahagskrísur og iðulega hefur samstarfinu verið spáð bráðu andláti. Það hefur ekki gengið eftir, heldur hefur samstarfið þvert á móti orðið nánara.
Aðildarríki ESB hafa flest áttað sig á því að í glímunni við efnahagskreppur eru þau sterkari í samstarfi en ef hvert ríki reyndi að leysa vandann upp á eigin spýtur.
Núverandi kreppa evrusvæðisins er ekki gjaldmiðilskreppa, þótt það sé stundum látið í veðri vaka. Hún er öðrum þræði skulda- og ríkisfjármálakreppa einstakra aðildarríkja, sprottin af ábyrgðarleysi stjórnmálamanna (sem er Íslendingum ekki ókunnugt), og hins vegar bankakreppa, ekki ósvipuð okkar eigin, eins og til dæmis á Spáni.
Ef Evrópusambandið kemur harðari aga á ríkisfjármál aðildarríkjanna og setur á skilvirkara eftirlit með fjármálageiranum verður það eftirsóknarverðara fyrir Ísland að verða aðildarríki. Af hverju ættum við að fleygja þeim möguleika frá okkur núna?"
Síðan segir Ólafur:
"Aðildarviðræðurnar ganga vel. Það sem af er hefur gangurinn í þeim sýnt að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið og hefur í gegnum EES-samninginn lagað löggjöf sína að stórum hluta regluverks sambandsins. Erfiðustu kaflarnir, ekki sízt um landbúnað og sjávarútveg, eru eftir. Það skiptir efnislega engu máli fyrir möguleika Íslands á að ná góðum aðildarsamningi hvort þeir verða opnaðir fyrir eða eftir þingkosningar á Íslandi. Það skiptir eingöngu máli í því fjarstæðuleikhúsi sem íslenzk pólitík er þessa dagana."
Hann telur upptöku Evrunnar raunhæfasta kost Íslands í gjaldmiðilsmálum og telur rétt að bíða eftir skýrslu Seðlabankans um þau mál áður en einhverjum dyrum er lokað.
"Þeir, sem vilja hætta aðildarviðræðunum, bjóða ekki upp á annan raunhæfan kost. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hittir naglann á höfuðið þegar hann segir í Morgunblaðinu í gær að það sé skrýtið að þeir sem ekki hafi plan B keppist nú við að skemma plan A. Væri ekki að minnsta kosti ráð að bíða eftir margboðaðri skýrslu Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum áður en menn ákveða að loka þessum dyrum?"
Og lokaorð Ólafs eru þessi:
"Þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á að ekki sé meirihluti á Alþingi fyrir aðildarumsókninni, vekur hann í raun athygli á þeirri staðreynd að meirihluti Alþingis er ekki með neitt raunhæft plan um það hvernig eigi að tryggja framtíð íslenzks gjaldmiðils og efnahagslífs og sess Íslands í samfélagi ríkja. Það er heldur dapurleg staðreynd."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.