18.8.2012 | 11:23
Guðmundur Gunnarsson með pistil á www.JáÍsland
Guðmundur Gunnarsson, fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins, skrifaði fyrir skömmu góðan pistil um efnahags og gjaldmiðilsmál á vef Já Ísland. Pistillinn hefst svona:
"Þegar erlendir menn eru að skoða Ísland í dag og hið íslenska efnahagsundur virðast þeir ekki gera sér grein fyrir ákveðnum séríslenskum einkennum. Þar ber vitanlega hæst liðónýtur gjaldmiðill, sem er varinn með gjaldeyrishöftum og útflutningsfyrirtækjum bjargað með því að færa rekstrarvandann yfir á launamenn í gegnum reglubundnar gengisfellingar krónunnar og þá um lækkun launa.
Þetta veldur því að verðbólga hér er helmingi hærri en þekkist í nágrannalöndum okkar og vextir eru þar afleiðandi tvöfalt hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. 80% þjóðarinnar býr við það ástand að vera gert að þola skert laun í gegnum endurteknar gengisfellingar krónunnar. Launamönnum eru með því gert að greiða aukaskatt vegna Hrunsins og fjármagna uppgönguna, á meðan litli hluti þjóðarinnar kemur sér undan því að vera þátttakandi í þeirri skattlagningu.
Við höfum í dag endurheimt um helming af falli kaupmáttarins frá toppi bóluhagkerfisins árið 2007. En það segir ekki allt um lífskjaraskerðinguna, kjörin versnuðu meira vegna skemmri vinnutíma, meira atvinnuleysis og aukinnar skuldabyrði heimilanna. Lífskjaraskerðingin kom til vegna gengisfalls krónunnar, sem íslenska valdastéttin dásamar og vill alls ekki vera án. Lífskjörin á árunum 2001 til 2007 voru að umtalsverðu leyti byggð á froðu og of háu skráðu gengi krónunnar."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Guðmundur hefur greinilega ekki komið til Grikklands eða Spánar nýlega.íslenska krónan fellur vegna ónógs inn streymis gjaldeyrir, sem stafar af ónógum útflutningi, eða sölu á þjónustu sem greidd er í gjaldeyri.Guðmundur hefur ekki farið dult með sínar skoðanir gegn sjálflfbærum virkjunum.Hann vill þær ekki.Kaup á íslandi hækkar ekki við það eytt að taka upp annan gjaldmiðil.Guðmundur er á villigötum og hefur ekkert lært á sinni áratuga göngu í málefnum verkalýðsin, og nú neitar hann bágum kjörum og 20-25% atvinnuleysi í sumum evru löndu.Hann vill að Ísland verði nýtt Grikkland.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 18.8.2012 kl. 11:47
Meðallaun í 72 löndum - Ellefu Evrópusambandsríki fyrir ofan Ísland, þar á meðal Kýpur og Ítalía, en Spánn og Grikkland í næstu sætum
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 12:14
Ísland og Noregur eiga LANGMEST viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og eru 70% í Evrópusambandinu.
Er allt á niðurleið hér á Íslandi og í Noregi?!
Er allt á niðurleið í Svíþjóð og Sviss, sem eiga MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu?!
Er allt á niðurleið í Austurríki, Hollandi og Þýskalandi?!
Evran er galdmiðill þeirra allra.
Í Austurríki er MINNA atvinnuleysi en hér á Íslandi og nú í sumar var JAFN MIKIÐ atvinnuleysi í Þýskalandi og hérlendis.
Í Þýskalandi, fjölmennasta RÍKI Evrópusambandsins, búa 82 milljónir manna en 320 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.
Í sumum fylkjum Bandaríkjanna hefur verið mikið atvinnuleysi en í öðrum lítið.
Samt er Bandaríkjadollar gjaldmiðill þeirra allra.
Stýrivextir eru nú 5% LÆGRI á evrusvæðinu en hér á Íslandi og hafa verið MUN LÆGRI en hérlendis.
Og MUN ÓDÝRARA er að taka húsnæðislán í til að mynda Frakklandi en hérlendis.
Á evrusvæðinu eru nú 17 ríki og Eistland bættist í hóp þeirra Í FYRRA.
EKKERT þeirra ætlar að hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.
Og EKKERT ríki ætlar að segja upp aðild að Evrópusambandinu.
Og hvorki Noregur né Ísland ætla að segja upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 12:15
Gengi íslensku krónunnar HRUNDI þegar íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands urðu GJALDÞROTA haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.
Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 12:17
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnhagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 12:19
ÍTREKUN NR. 98:
Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 12:20
Að sjálfsögðu getur ESB látið reyna á það með undirrskriftasöfnun hversu margir íslendingar vilja ganga í ESB og fengið aftaníossa sína og breimaketti til að fara af stað með slíka undirskriftasöfnun, þannig að ESB ætti að geta treyst úrslitunum.En ESB þorir ekki slíku og reynir með öllu tiltæku að koma í veg fyrir það að íslendingar fái að kjósa um það hvort þeir vilji að Ísland sé í ESB.Vopn ESB er að reyna að ljúga því að íslendingum að eitthvað gott sé í "pakkanum" sem þeir eru með.Það er að sjálfsögðu ekkert í þessum pakka nema lygin ein,enda fá íslendingar ekki að skoða í pakkann fyrr en ESB sínist.Nei við lygum og áróðri ESB.
Sigurgeir Jónsson, 18.8.2012 kl. 15:17
Guðmundur Gunnarsson ætti að kynna sér þær byrðar sem Írar urðu að taka á sig vegna Evrópusambandsíveru sinnar, eftir að bankakreppan skall á. Hann ætti líka að upplýsa um það, hve margar boðsferðir hann hefur þegið til Brussel og Strassborgar.
Jón Valur Jensson, 18.8.2012 kl. 15:29
Vegna stjórnarhátta í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi gætu þessi ríki ekki fengið aðild að Evrópusambandinu núna og ekki er úlit fyrir að þeir breytist á næstunni.
"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."
"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.
During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."
Ukraine–European Union relations
Króatía fær aðild að Evrópusambandinu 1. júlí á næsta ári og Serbía sótti um aðild að sambandinu 22. desember 2009.
Accession of Croatia to the European Union
Accession of Serbia to the European Union
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 16:11
Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu er landið NÚ ÞEGAR 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.
Það er nú allt fullveldið!
Þeir sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu ættu því að leggja áherslu á, til dæmis með undirskriftum, að landið segi nú þegar upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Það gera þeir hins vegar ekki og hvernig stendur á því?!
Það er algjörlega MARKLAUST tal að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, þar sem landið tæki þátt í að semja lög sambandsins, en berjast EKKI með undirskriftum gegn aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 16:13
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Jón Valur Jensson er hins vegar á móti hvorutveggja og telur því væntanlega Davíð Oddsson vera föðurlandssvikara.
"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.
Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."
"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.
Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."
Evrópska efnahagssvæðið
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 16:20
Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum 19. desember 1996 þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.
Rúmlega 80% af íbúum Norðurlandanna eru nú í Evrópusambandinu.
Og aðild að Schengen-samstarfinu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss.
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 16:22
Hér á Íslandi er mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.
Og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu. Þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.
Og hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.
15.5.2012:
"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.
Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.
Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 16:29
18.8.2012 (í dag):
""Fyrir nokkrum vikum samþykktu ráðherrar VG, þar sem þeir sátu við ríkisstjórnarborðið í Stjórnarráðshúsinu, samningsmarkmið Íslands í peningamálum fyrir viðræðurnar við Evrópusambandið," segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fulltrúi í samninganefnd Íslands vegna umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið, í föstum pistli sínum í Fréttablaðinu í dag.
Eins og fram kemur í pistli Þorsteins er því lýst yfir í umræddri samningsafstöðu í efnahags- og peningamálum að Ísland stefni að því að tala upp evru sem gjaldmiðil í stað íslensku krónunnar eins fljótt og mögulegt er.
Morgunblaðið greindi frá efni samningsafstöðunnar 11. ágúst síðastliðinn en hún hefur ekki enn verið gerð opinber.
Eins og fram kom í frétt blaðsins er ekki farið fram á neinar undanþágur í afstöðunni aðrar en þá að fá venjubundið svigrúm til þess að uppfylla efnahagsleg skilyrði þess að taka upp evruna.
Í samningsafstöðunni segir meðal annars orðrétt:
"Ísland fellst á regluverkið sem varðar 17. kafla um efnahags- og peningamál eins og það stóð 1. janúar 2012."
Og ennfremur að Ísland verði þátttakandi í Efnahags- og myntbandalaginu og hyggist "uppfylla allar viðmiðanir varðandi samleitni og taka upp evruna eins skjótt og aðstæður leyfa."
Þorsteinn segir ennfremur að um málið hafi verið "fyrirvaralaus eining í ríkisstjórn".
Þá bendir hann á að samkvæmt þingræðisreglunni beri "allir þingmenn stjórnarflokkanna pólitíska ábyrgð á þessari ákvörðun."
Hann segir þessa samþykkt í ríkisstjórn hins vegar koma illa heim og saman við yfirlýsingar nokkurra ráðherra Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs undanfarið um að taka þurfi umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið til endurskoðunar."
Evran samþykkt fyrirvaralaust í ríkisstjórninni
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 17:00
Þær fullyrðingar um að ESB hafi látið Írland taka á sig skuldir banka þar í landi eru rangar.
Það var ríkisstjórn Írlands á þessum tíma sem ákvað að tryggja skuldir írskra banka á vafasaömum upplýsingum. Niðurstaðan af þessari ákvörðun er sú staða sem Írland er núna í dag.
Ég tel víst að ástæða þess að farin var þessi leið er sú hvernig gjaldþrot Lehman bankans fór með hagkerfi heimsins.
Jón Frímann Jónsson, 18.8.2012 kl. 20:51
Vinstrihreyfingin Grænt framboð tekur um helgina ákvörðun um örlög flokksins.Ákvörðun um hvort stefnu flokksins varðandi ESB aðild skuli fylgt eða ekki.Akvörðun um hvort Ísland á að verða nýtt Grikkland.Ákvörðun um hvort íslendingar skuli ráða landi sínu sjálfir, eða varða hjálenda gamalla nýlenduvelda.Sú ákvörðun sem VG verður að taka, verður ekki endurtekin.Hún varða örlög flokksins og trúverðugleika.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 18.8.2012 kl. 22:12
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði níu þingmönnum í síðustu alþingiskosningum.
Og Framsóknarflokkurinn hefur nú einungis níu þingmenn.
Einn þeirra er Ásmundur Einar Daðason, sem bauð sig fram í kosningunum fyrir Vinstri græna en ekki Framsóknarflokkinn.
Ásmundur Einar væri hins vegar ekki þingmaður nú ef landið hefði þá verið eitt kjördæmi en hann datt inn sem níundi þingmaður Norðvesturkjördæmis.
Og Ásmundur Einar telur sig nú greinilega eiga heima í stjórnmálaflokki sem er fylgjandi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO).
Kosningar til Alþingis 25.4.2009
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 22:33
Hægri flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, misstu samtals 13 þingmenn í síðustu alþingiskosningum, 21% allra þingmanna á Alþingi.
Alþingiskosningar 2009
Og fylgi Sjálfstæðisflokksins nú verður að skoða meðal annars í ljósi þess að Frjálslyndi flokkurinn er nær dauða en lífi og Hægri grænir hafa sáralítið fylgi.
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 22:35
Eins og staðan er núna er LÍKLEGAST að mynduð verði ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eftir næstu alþingiskosningar.
En ríkisstjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks er einnig möguleiki.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ENGAN áhuga á að vera í ríkisstjórn með Vinstri grænum, enda eru þessir flokkar MJÖG ÓLÍKIR og auðvelt að halda því fram að að Vinstri grænir séu á móti öllu, þar á meðal stóriðju.
Þar að auki er MJÖG ÓLÍKLEGT að Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokknum einum eftir næstu alþingiskosningar.
Því er LANGLÍKLEGAST Samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn og hún mun að sjálfsögðu gera það að skilyrði fyrir myndun stjórnarinnar að hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla um AÐILDARSAMNING Íslands að Evrópusambandinu þegar hann liggur fyrir á næsta kjörtímabili.
Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 23:18
Bla bla bla, það kemur bara augljóslega ekki til greina.
Það væri hrein svívirða við landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Jón Valur Jensson, 19.8.2012 kl. 00:15
Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki vera í næstu ríkisstjórn er það í góðu lagi mín vegna.
Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.