Leita í fréttum mbl.is

Finnland ekki á leið úr Evrunni - ekki möguleiki segir forsætisráðherrann

Forsætisráðherra Finnlands, segi það ekki möguleika ("not an option") fyrir Finnland (og ESB) að hverfa frá Evrunni. Hann hvetur til varfærni.

Þetta er í mikilli mótsögn við yfirlýsingar utanríkisráðherra landsins, sem fyrir skömmu sagði að Finnar væru með áætlun í smíðum sem miðaði við að Finnland færi úr Evrunni og sundrun Evrunnar.

Finnar er því ekki á leið út úr Evrunni, sem hefur gagnast þeim vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir eru greinilega ekki sammála, finnsku ráðherrarnir. "Finnar verða að vera því viðbúnir að evran líði undir lok sem gjaldmiðill," segir utanríkisráðherra Finnlands, Erkki Tuomioja!

Jón Valur Jensson, 21.8.2012 kl. 18:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Grikkir hafa ENGAN áhuga á að hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.

Og það á EINNIG við um ÖLL önnur ríki sem eru með evruna.

ÖLL
evruríkin munu því stefna að því að fara eftir Maastricht-skilyrðunum í framtíðinni, enda hafa þau lært sína lexíu af því hafa ekki gert það undanfarin ár.

Og Ísland stefnir EINNIG að því að fylgja Maastricht-skilyrðunum.

5.6.2012:


Landsframleiðsla Grikklands myndi falla um 25-50%
árið eftir að landið yfirgæfi evrusvæðið og tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem unnin var af franska bankanum Société Générale.

Og kaupmáttur Grikkja með nýjan gjaldmiðil yrði 50% minni en hann er nú með evruna sem gjaldmiðil.

Kaupmáttur Grikkja yrði helmingi minni með nýjan gjaldmiðil

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 20:28

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2012 (í gær):

"Grikkland verður að vera áfram á evrusvæðinu til að lifa af efnahagserfiðleikana sem landið gengur í gegnum, að sögn fjármálaráðherra landsins, Yannis Stournaras.

Hann segir að Grikkir verði að koma á þeim niðurskurði sem önnur evruríki krefðust af þeim vegna þess að aðild Grikklands að evrusvæðinu væri gríðarlega mikilvæg.

"Við verðum að halda okkur á lífi og vera áfram undir regnhlíf evrunnar vegna þess að það er eini valmöguleikinn sem getur bjargað okkur frá fátækt sem við höfum ekki þekkt,"
er ennfremur haft eftir Stournaras á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Hann bendir á ef Grikkir komi ekki þeim aðhaldsaðgerðum í gang sem krafist er, sé veru þeirra á evrusvæðinu ógnað.

"
Við búum við dýrasta velferðarkerfið á evrusvæðinu og getum ekki haldið því lengur úti með lánuðum fjármunum.""

Segir Grikki verða að vera áfram á evrusvæðinu

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 20:29

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB viðurkennir að auðveldara sé að komast í ESB en að komast frá því.Bragð er að þá barnið finnur.Og ESB á að sjá sóma sinn í því aðhvetja íslensk stjórnvöld til þess að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi um hvort íslendingar vilji ganga í ESB, í stað þess að berjast á móti því.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 21.8.2012 kl. 21:29

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er ekki mikið mark takandi á nútíma ráðherrum í Evrópu.  Þó verður að segjast að sennilega eru Íslenskir ráðherrar nú um mundir mestu falsspá menn sem uppi hafa verið nú síðustu áratugina. 

En þeir sem grunsvölluðu Evrópusambandið til þess sem það nú er og bættu Evrunni við eru þeir al vitlausustu. 

Hvergi eru eins mörg og ólík samfélög innan einnar heimsálfu og í Evrópu og hvar eru rökin fyrir einn gjaldmiðill  henti þeim öllum?   

Hrólfur Þ Hraundal, 21.8.2012 kl. 21:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samningsafstaða liggur fyrir í gjaldmiðilsmálum

Samningsafstaða Íslands í gjaldmiðilsmálum var send til Evrópusambandsins í byrjun mánaðarins eftir hefðbundið samráðsferli í samningahópi og aðalsamninganefnd, ráðherranefnd um Evrópumál, utanríkismálanefnd Alþingis og ríkisstjórn.

Í afstöðunni leggur Ísland áherslu á að við aðild að ESB taki það þátt í störfum Efnahags- og myntbandalagsins gegnum ERM2 og taki upp evruna eins skjótt og aðstæður leyfa.

Stefnt verði að því að uppfylla Maastricht-skilyrðin um fjármál hins opinbera, verðbólgu og langtímavexti.

Eins þurfi að gera lagabreytingar til að styrkja sjálfstæði Seðlabanka Íslands.

Þá hefur verið settur saman sérstakur hópur í samvinnu íslenskra stjórnvalda, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópska seðlabankans, ásamt sérfræðingum, með það fyrir augum að leita leiða út úr gjaldeyrishöftunum og hópurinn fundar í næsta mánuði.
"

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 21:48

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir með Hrólfi: Það er ekki mikið mark takandi á nútíma-ráðherrum í Esb., og þrátt fyrir allar heitstrengingar þeirra og Esb-áhangenda hér á Íslandi kann svo að fara, að jafnvel þótt Finnland sé "ekki á leið út úr evrunni", þá sé það evran sjálf sem sé á leið út úr heiminum!

PS. Ísland hefur aldrei uppfyllt Maastricht-skilyrðin, aldrei öll í einu, og það eru engar horfur á því; jafnvel lönd eins og Holland gera það ekki -- sennilega gerir minnihluti Esb-landanna það nú (jafnvel evrulandanna 17).

Steini hlýtur að geta copy-peistað eitthvað um það; en ég er NB ekki að biðja um tölur frá 2006, þótt hann haldi mikið upp á það ártal.

Jón Valur Jensson, 21.8.2012 kl. 22:45

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu hér um aðildarsamninginn tekur fólk afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

"Undir lok síðasta árs unnu hagfræðingarnir Daði Már Kristófersson, dósent við Háskóla Íslands, og Erna Bjarnadóttir, hjá Bændasamtökunum, skýrslu fyrir samningahóp Íslands um landbúnað.

Í þessari skýrslu kemur fram svart á hvítu að með afnámi þessara tolla má reikna með að verð á kjúklingum, eggjum og svínakjöti lækki um allt að 40-50%."

Árið 2010
komu 67%, TVEIR ÞRIÐJU, af mat- og drykkjarvörum frá Evrópska efnahagssvæðinu og 88,3% af eldsneyti og smurolíum.

Vöruviðskipti við útlönd árið 2010

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 23:15

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu. Þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.

Og hér á Íslandi hafa verið gjaldeyrishöft frá því gengi íslensku krónunnar HRUNDI haustið 2008.

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Fjórfrelsið nær hingað til Íslands
, þrátt fyrir tímabundin gjaldeyrishöft hér, og
við Íslendingar tökum nú upp megnið af lögum Evrópusambandsins, án þess að taka nokkurn þátt í að semja þau.

Og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ENGAN áhuga á að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, frekar en Norðmenn.

Norska krónan er hins vegar sterkur gjaldmiðill og Norðmenn, ásamt mörgum Evrópusambandsríkjum, lánuðu okkur Íslendingum stórfé þegar gengi íslensku krónunnar HRUNDI haustið 2008.


Og fjórum árum síðar eru hér enn GJALDEYRISHÖFT.

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 23:16

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 23:17

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þykistu vera farinn að fúngera sem hagfræðingur, Steini?

Ég nenni ekki að þrátt við þig, jafnvel ekki að lesa þetta copy-paste.

Jón Valur Jensson, 22.8.2012 kl. 01:11

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

... þrátta!

Jón Valur Jensson, 22.8.2012 kl. 01:11

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðildarviðræður við ESB ganga vel

Í síðustu viku afgreiddi utanríkismálanefnd Alþingis samningsafstöðu í þremur köflum og hafa þar með 28 af 33 samningsköflum verið afgreiddir frá nefndinni.

Í þetta sinn voru það kaflar um umhverfismál, skattamál og byggðaþróun.

Nefndin ræddi einnig í síðustu viku stöðu viðræðnanna og skoðaði sérstaklega stöðuna í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Einnig var sérstök umfjöllun um gjaldmiðlamálin sem voru afgreidd frá utanríkismálanefnd og síðan ríkisstjórn í sumar.


Nú eru opnir 18 kaflar í viðræðum við ESB en í árslok er stefnt að því að allt að 30 samningskaflar verði opnir af þeim 33 sem samið verður um.

Enginn bilbugur er á samningaliði Íslands í því að ná sem bestum samningi fyrir Ísland sem borinn verði undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu
.

Áhersla lögð á að opna sjávarútvegskaflann hið fyrsta

Utanríkisráðherra og samningamenn Íslands hafa lagt á það mikla áherslu við ESB að kaflinn um sjávarútvegsmál verði opnaður hið fyrsta en það hefur ekki gengið eftir hingað til.

Stefan Füle stækkunarstjóri ESB
skýrði frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að mynd yrði komin á sjávarútvegsmálin fyrir alþingiskosningarnar næsta vor."

Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 01:31

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.8.2012 (í dag):

Finnar eru í sóknarhug

Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 19:20

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það verður eflaust reynt að plata Íslendinga fyrir alþingiskosningarnar, m.a. með því að láta í veðri vaka, að "góðir samningar" séu "í pípunum" eða jafnvel "í höfn"!!! --- rétt eins og Íslendingar yrðu undanþegnir frá almennum lögum Esb. við inngöngu í það valdfreka bákn sjálfsþægra, eiginhagsmunaleitandi aflóga stórvelda eins og Spánar, Frakklands, Bretlands og Þýzkalands og annarra uppgjafa-nýlenduvelda!

Jón Valur Jensson, 22.8.2012 kl. 20:11

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn né Vinstri grænir hafa lagt til að við ættum að taka hér upp Bandaríkjadollar eða Kanadadollar, hvorki nú í ár eða á næstu árum.

Allir þessir flokkar hafa hins vegar sýnt áhuga á að við Íslendingar tækjum hér upp nýjan gjaldmiðil, þar sem íslenska krónan er hvorki fugl né fiskur, enda þótt hún sé með mynd af fiski.

Og fljótlega getum við tekið hér upp íslenska evrumynt með vangamynd af Davíð Oddssyni. En hann er að vísu ekki fiskur og reyndar hvorki fugl né fiskur.

Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband