22.8.2012 | 16:48
Króna eða Evra? Sigríður Ingibjörg í FRBL
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, skrifaði góða grein í FRBL þann 22.8; Króna eða Evra? Greinin birtist hér í heild sinni:
Hrunið 2008 var tvenns konar: hrun fjármálakerfisins og hrun krónunnar. Kreppan í kjölfarið var því af tvennum toga: fjármálakreppa og gjaldmiðilskreppa. Algjöru hruni krónunnar var forðað með gjaldeyrishöftum og lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Þrátt fyrir bein áhrif krónunnar á lífskjör og skuldavanda heimila og fyrirtækja er í landinu hópur áhrifamikils fólks sem telur krónuna bjargvætt þjóðarinnar og lífsakkeri okkar um ókomin ár. Þeir sem nú lofsama krónuna kjósa að gleyma hlut hennar í ofþenslu áranna fyrir hrun. Flest bendir raunar til þess að krónan ýki sveiflur í efnahagslífinu fremur en að draga úr þeim.
Nýr gjaldmiðill?
Evran hefur frá stofnun verið helsti valkosturinn við krónuna, en til að geta tekið hana upp þarf fyrst að ganga í Evrópusambandið. Fyrir hrun gerðu flestir sér grein fyrir vandamálum krónunnar, en hún var eitt vinsælasta umræðuefni áranna 2007 til 2009. Fyrir efasemdarmenn um ESB skipti því miklu að koma með valkost við evruna. Vinstri græn héldu mjög fram norsku krónunni og einstaka menn í Sjálfstæðisflokknum sáu ljósið í svissneska frankanum. Einhliða upptaka bandaríkjadollars, kanadadollars eða evru hefur átt sér sína fylgismenn. Sjálfstæðisflokkurinn vildi fyrir kosningarnar 2009 æstur taka upp evru á grundvelli EES-samningsins og í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Öll þessi umræða ber vott um litla tiltrú á krónunni og á stundum örvæntingafullar tilraunir til að sleppa undan því að ræða um aðild að ESB sem mögulega lausn vandans.
Ágætt dæmi um umræðuna fyrir hrun er að Framsóknarflokkurinn setti upp sérstaka gjaldmiðilsnefnd sem skilaði áliti í september 2008. Skýrsla nefndarinnar er málefnaleg og órafjarri þeirri þjóðrembu sem heltekið hefur Framsóknarflokkinn upp á síðkastið. Vandi krónunnar er orðaður með skýrum hætti: Hagsaga Íslands, frá því tengslin við dönsku krónuna voru slitin og tekin var upp sjálfstæð íslensk króna, hefur einkennst af samspili gengisfellinga og verðbólgu (bls. 12). Krónan er lítill og óstöðugur gjaldmiðill og ekki bætir slæleg hagstjórn vandann. Nefndin var gagnrýnin á hagstjórn áranna fyrir hrun og undantekur þar ekki hlut Framsóknarflokksins. En hvers vegna tókst svona illa til? Væntanlega vegur þyngst íslenska hefðin, þ.e. að ganga fram af krafti á öllum vígstöðum á hverju sem gengur og treysta á aðlögun í formi gengisbreytinga þegar í óefni er komið (bls. 20). Vandinn verður vart orðaður betur en þetta.
Tveir valkostir
Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu að tveir valkostir væru fyrir Íslendinga: upptaka evru eða áframhaldandi króna. Þrátt fyrir að margt hafi breyst eru þetta enn valkostirnir. Um þetta eru flestir sammála. Gjaldmiðilsnefndin hefur þó ýmsa fyrirvara við krónuna, enda ljóst að íslenska hefðin er leið óstöðugleika. Ef helsti kosturinn við krónuna er sveigjanleiki (þ.e. gengisfellingar), þá verður verðtrygging sparifjár og lána skiljanleg viðbrögð. Vilji fólk viðhalda krónunni blasir við að vextir verði hér hærri en í nágrannalöndunum og líklega höft af einhverju tagi til frambúðar.
Því er stundum haldið fram að ekki skipti máli hvort við höfum krónu eða evru. Evran krefjist agaðrar hagstjórnar og séu menn færir um hana þá sé eins hægt að hafa hér krónu. Enn er vert að ítreka að hvorug leiðin er í raun fær öðruvísi en að komið verði á meiri festu í almennri efnahagsstjórn, sögðu framsóknarmenn 2008 (bls. 28). Þetta er rétt að vissu marki en smæð krónunnar skapar mikinn vanda í opnu hagkerfi. Trúverðugleiki stjórnvalda er einnig alvarlegt vandamál. Í ljósi sögunnar er rétt að spyrja: hversu líklegt er að festa náist í efnahagsstjórnun á meðan stjórnmálamenn telja helsta kost krónunnar að falla hressilega með reglulegu millibili?
Einn valkostur?
Evran er í nokkrum ólgusjó og hafa andstæðingar ESB haldið því fram að það sanni fásinnu þess að halda áfram aðildarviðræðum. Reynsla okkar af krónunni er ekki svo glæsileg að skynsamlegt sé að útiloka upptöku evru og halda krónunni sem eina valkosti Íslendinga til frambúðar. Samningaviðræðurnar taka tíma og upptaka evrunnar er skilyrðum háð. Margt getur því breyst áður en endanleg ákvörðun er tekin, líkt og margt hefur breyst frá því að samningaviðræður hófust. Hagsmunir þjóðarinnar eru augljóslega þeir að halda báðum kostum opnum enn um sinn. Samningaviðræður skaða engan og skuldbinda engan, en þær gætu skapað möguleika til betri hagstjórnar og lífskjara til framtíðar.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Ingibjörg eða Enginbjörg.Samfylkingin telur að Ísland þurfi björgunar við og bjargvætturinn sé ESB.Varð ESB bjargvættur Grikklands.Enginbjörg svarar því ekki í grein sinni.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 22.8.2012 kl. 17:23
22.8.2012 (í dag):
Einungis 2,7% halli á ríkissjóði Hollands á næsta ári
Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 17:25
22.8.2012 (í dag):
"Ferðamannaiðnaðurinn blómstrar á Spáni en aldrei hafa jafn margir ferðamenn sótt landið heim og í síðasta mánuði.
Mesta aukningin er meðal þýskra ferðamanna.
Ferðamannaheimsóknum fjölgar um 4,4% milli ára en alls komu 7,7 milljónir ferðamanna til Spánar í júlí.
Ferðamannaiðnaðurinn er ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu en 10% af vergri landsframleiðslu koma frá greininni."
Ferðamannaþjónustan á Spáni í blóma
Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 17:27
22.8.2012 (í dag):
Finnar eru í sóknarhug
Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 17:37
Hræðileg grein og lýsir skilningsleysi á málinu.
Bragi, 22.8.2012 kl. 19:35
Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 20-27:
"Upptaka evru felur meðal annars í sér að enginn kostnaður fylgir því að skipta úr einum gjaldmiðli í annan og þar með yrðu viðskipti við evrulöndin ódýrari en viðskipti við önnur lönd, auk þess sem verðsamanburður yrði auðveldari.
Þá minnkar gengisáhætta sem getur leitt til meiri fjármagnsflutninga landa á milli og aukinn stöðugleiki fæst í gengismál. Afleiðingar þess gætu birst í formi lægra verðlags og hærri kaupmáttar.
Þá yrði Seðlabanki Evrópu bakhjarl þess gjaldmiðils sem Íslendingar notuðu og þar með spöruðust háar fjárhæðir, sem ella færu í að halda úti nauðsynlegum gjaldeyrisforða."
"Íslenska krónan er veruleg viðskiptahindrun í því opna viðskiptaumhverfi sem íslenskt atvinnulíf vinnur nú í."
"Gengissveiflur umfram það sem okkar viðskiptalönd búa við munu alltaf reynast íslenskum útflutningi fjötur um fót."
"Hér á landi má segja að séu notaðir 3-4 gjaldmiðlar, íslensk króna, verðtryggð og gengistryggð króna, evra og Bandaríkjadalur. Þetta hefur mikil áhrif á peningamálastjórnunina."
"Upptaka Bandaríkjadals hefði mun meiri stöðugleika í för með sér en honum yrði þó betur náð með upptöku evru, þar sem innflutningur og útflutningur til evrusvæðisins er hlutfallslega mestur þegar horft er til einstakra gjaldmiðilssvæða.
Að auki hefur bandaríski seðlabankinn ekki gefið kost á að vera lánveitandi til þrautavara, sem er mikilvægt upp á fjármálastöðugleika að gera, á meðan Seðlabanki Evrópu gerir það gagnvart aðildarþjóðum Efnahags- og myntbandalags Evrópu."
Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 20:10
Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn né Vinstri grænir hafa lagt til að við ættum að taka hér upp Bandaríkjadollar eða Kanadadollar, hvorki nú í ár eða á næstu árum.
Allir þessir flokkar hafa hins vegar sýnt áhuga á að við Íslendingar tækjum hér upp nýjan gjaldmiðil, þar sem íslenska krónan er hvorki fugl né fiskur, enda þótt hún sé með mynd af fiski.
Og fljótlega getum við tekið hér upp íslenska evrumynt með vangamynd af Davíð Oddssyni. En hann er að vísu ekki fiskur og reyndar hvorki fugl né fiskur.
Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 20:22
22.8.2012 (í dag):
"Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, segir að Grikkir muni endurgreiða það fé sem þeir hafi fengið til að halda efnahag landsins á floti.
Samaras segir í viðtali sem þýska blaðið Süddeutsche Zeitung birtir á morgun að margt hafi farið úrskeiðis í Grikklandi en Grikkir séu staðráðnir í að bæta fyrir það. Þeir muni standa við skuldbindingar sínar og Þjóðverjar sem aðrir fái allt sitt fé til baka."
"Grikkir þurfi hins vegar lengri tíma til að ná þeim markmiðum sem stefnt sé að í samkomulagi við lánardrottna."
Grikkir munu greiða skuldir sínar
Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 20:58
Grikkir vilja ekki segja "bless" við evruna, en verða kannski að gera það.
Þeir vita að þá verður þjóðin aftur 3 flokks (ekki auðmennirnir)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.8.2012 kl. 04:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.