Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll og staða aðildarumsóknar

Fréttatilkynning:

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, heldur stutt erindi og svarar spurningum um stöðu ESB aðildarumsóknarinnar í íslenskum stjórnmálum í dag.

Fundurinn, sem er opinn öllum félagsmönnum Já Ísland, verður haldinn í Skipholti 50a og hefst klukkan 12.00. Boðið verður upp á súpu.

Áhugamenn um Evrópumál hvattir til að mæta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Árni Páll er kanski að átta sig á því að íslendingar vilja ekki ganga í ESB..Nei við ESB.Vonandi er hann líka að átta sig á því að kosið verður um það í Alþingiskosningunum.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 22.8.2012 kl. 17:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn né Vinstri grænir hafa lagt til að við ættum að taka hér upp Bandaríkjadollar eða Kanadadollar, hvorki nú í ár eða á næstu árum.

Allir þessir flokkar hafa hins vegar sýnt áhuga á að við Íslendingar tækjum hér upp nýjan gjaldmiðil, þar sem íslenska krónan er hvorki fugl né fiskur, enda þótt hún sé með mynd af fiski.

Og fljótlega getum við tekið hér upp íslenska evrumynt með vangamynd af Davíð Oddssyni. En hann er að vísu ekki fiskur og reyndar hvorki fugl né fiskur.

Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 20:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og staðan er núna er LÍKLEGAST að mynduð verði ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eftir næstu alþingiskosningar.

En ríkisstjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks er einnig möguleiki.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ENGAN áhuga á að vera í ríkisstjórn með Vinstri grænum, enda eru þessir flokkar MJÖG ÓLÍKIR og auðvelt að halda því fram að að Vinstri grænir séu á móti öllu, þar á meðal stóriðju.

Þar að auki er MJÖG ÓLÍKLEGT að Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokknum einum eftir næstu alþingiskosningar.

Því er LANGLÍKLEGAST Samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn og hún mun að sjálfsögðu gera það að skilyrði fyrir myndun stjórnarinnar að hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla um AÐILDARSAMNING Íslands að Evrópusambandinu þegar hann liggur fyrir á næsta kjörtímabili.

Þorsteinn Briem, 22.8.2012 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband