18.9.2012 | 10:45
Ippon og rothögg
DV.is skrifar: "Höfundar fara auðvitað með löndum og draga ekki dul á að það væri óráð að taka upp evruna núna, enda er það bæði ómögulegt og stendur ekki til. Þeir leggja áherslu á rétta tímasetningu, og að henni uppfylltri þá er ekki hægt að lesa annað úr skýrslunni en að fyrir Íslendinga sé evran langbesti kosturinn. Hún sé miklu betri en krónan sem skýrslan segir að sé beinlínis skaðleg því hún bæði valdi sveiflum og magni þær upp í efnahagslífinu án þess að sannað sé að hún hafi gagnast til að létta kreppuna einsog haldið hefur verið fram. Að þessu leyti er skýrslan rothögg fyrir krónusinna, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um skýrslu Seðlabankans varðandi þá kosti sem Íslendingar eiga í gjaldeyrismálum.
Það þarf að tímasetja upptöku evrunnar rétt út frá stöðunni á evrusvæðinu. Það á að verða auðvelt gegnum þátttöku í forsamstarfi, svokölluðu ERM II myntsamstarfi, sem fyrsta kastið mun halda krónunni innan ákveðinna vikmarka og stuðla þannig strax að jafnvægi krónunnar með virkri þátttöku Evrópska Seðlabankans. Þegar evran verður svo tekin upp, eftir að hún hefur komist í gegnum núverandi erfiðleika, þá mun hún í senn stuðla að mjög lágri, og jafnri verðbólgu, lágum vöxtum, afnámi verðtryggingar, og þar með miklum stöðugleika. Þá eru ótaldar auknar fjárfestingar frá evruríkjunum sem aðrar rannsóknir hafa sýnt að geta fast að tvöfaldast í smáum inngönguríkjum, segir ráðherra.
Össur segir athyglisvert að skýrslan dragi vel fram hversu vel evran hefur haldið verðgildi sínu, sem í ágúst hafi verið ríflega sex prósent yfir dollar, og 4 prósent að meðaltali frá því hún varð til sem mynt. Þeir benda sérstaklega á hversu vel evran hafi dugað til að halda niðri verðbólgu og vöxtum, og þannig að skapa stöðugleika fyrir fyrirtækin og heimilin sem hennar njóta.
Síðar segir í fréttinni:"Auk þess eru færð rök að því að upptaka evru leiði til aukningar á útflutningi á evrusvæðið í þeim mæli að landsframleiðsla muni aukast varanlega um 20 milljarða hið minnsta en 160 milljarðar hið mesta. Ef við leyfum okkur þann munað að nota meðaltalið má segja að þátttaka íslenska myntsvæðisins í evrunni geti aukið landframleiðslu um 90 milljarða. Þess utan mun evran draga úr viðskiptakostnaði sem svarar til annarra 5-15 milljarða á ári. Þá þarf engan gjaldeyrisvarasjóð og við það sparast margir milljarðar í viðbót á ári hverju. Þetta eru geysilega háar tölur sem hægt er að lesa úr skýrslu Seðlabankans að verði hreinn ávinningur Íslands ef þess er gætt að inngangan í myntbandalagið verði við réttar aðstæður.
Össur bendir svo á að skýrslan slái endanlega út af borðinu þá vitlausu hugmynd forvígismanna bæði úr Framsókn og Sjálfstæðisflokki að skipta út ónýtri krónu fyrir kanadískan dollar.
Höfundarnir segja hreinlega að einhliða upptaka einsog Framsóknarflokkurinn hélt heila ráðstefnu um sé beinlínis hættuleg. Engin dæmi finnist heldur um að nokkur þjóð hafi farið þá leið sem hagfræðiséní Sjálfstæðisflokksins, Illugi Gunnarsson, hljóp upp með í Alþingi, þegar hann heimtaði að ég færi til Kanada og semdi við þá um tvíhliða samstarf við upptöku á Kanadadollar. Það er einfaldlega sagt í skýrslunni að sú aðferð sé arfavitlaus því hún leiði til miklu meira valdaframsals en ef við gengjum í ESB og tækjum upp evruna.
Össur segist túlka skýrsluna sem ippon fyrir aðildarsinna.
Hún sannar það sem Illugi og Bjarni Ben sögðu áður en Davíð beygði þá, að evran væri álitlegur kostur sem þjóðin ætti að fá að kjósa um.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
ESB-Össur heldur áfram að ljúga.Hann veit vel að Ísland á ekki kost á evru næstu 10-20 árin en reynir samt að ljúga því upp að hægt sé að taka upp evru strax í dag.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 18.9.2012 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.