Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Ţ. Stephensen um alţjóđlegan aga

Í leiđara FRBL ţann 24.9, sem er eftir Ólaf Ţ. Stephensen, segir eftifarandi:

"Tilhneiging stjórnmálamanna til ađ lofa auknum útgjöldum upp í ermina á sér og taka bćtt lífskjör ađ láni hjá framtíđarkynslóđum er alţjóđlegt vandamál. Sem slíkt kallar ţađ á alţjóđlegar lausnir. Ţau drög ađ ríkisfjármálasambandi Evrópusambandsins, međ reglum sem eiga ađ koma í veg fyrir hallarekstur og skuldasöfnun ađildarríkjanna, eru raunveruleg viđleitni til ađ finna slíka lausn.

Áhćttusćkni banka, illa ígrundađar lánveitingar og bólumyndun eru sömuleiđis alţjóđlegt vandamál sem leiddi til alţjóđlegrar bankakreppu. Ekki ţarf ađ útskýra í löngu máli fyrir Íslendingum ađ óábyrg starfsemi banka í einu landi getur haft afdrifarík áhrif í öđru. Icesave-máliđ er eitt bezta dćmiđ. Á vettvangi Evrópusambandsins liggja sömuleiđis fyrir drög ađ bankabandalagi, sem er tilraun til ađ hindra slíka kollsteypu í framtíđinni, međ sameiginlegu fjármálaeftirliti, alţjóđlegu innstćđutryggingakerfi og sameiginlegum lánveitanda til ţrautavara.
Einhverra hluta vegna er algengt í Evrópuumrćđunni hér á landi ađ menn bendi á áform ESB um ríkisfjármálasamband og bankasamband og segi sem svo: Hér stefnir Evrópusambandiđ enn ađ ţví ađ dýpka samstarf sitt og auka vald yfirţjóđlegra stofnana. Fyrir vikiđ er ţađ óađgengilegra fyrir Ísland, viđ skulum draga ţessa ađildarumsókn til baka og svo framvegis.

Ţessu er hins vegar ţveröfugt fariđ. Ţeir sem tala svona hljóta ađ halda ađ í áranna rás hafi bćđi ríkisfjármálastjórn og rekstur bankakerfis á Íslandi boriđ af ţví sem gerđist hjá öđrum Evrópuţjóđum – eđa hvađ? Getur ekki veriđ ađ viđ myndum grćđa á ţeim aga, sem alţjóđlegt samstarf um ţessi efni myndi stuđla ađ?

Ísland á fullt erindi í ţetta nýja og dýpkađa samstarf Evrópusambandsins, bćđi af ţví ađ hér ţarf ađ taka ríkisfjármál föstum tökum og vegna ţess ađ viđ ţurfum ađ efla öryggi og traust bankakerfisins eftir hrun."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband