Leita í fréttum mbl.is

Kaupmáttarrýrnun staðfest

KrónurÁ RÚV segir: "Kaupmáttur launa hefur rýrnað um tæp 6 prósent á fimm árum og ráðstöfunartekjurnar hafa rýrnað ennþá meira. Hagfræðingur Alþýðusambandsins segir að brýnt að bæta úr þeim þungu búsifjum sem heimilin hafi orðið fyrir.

Alþýðusambandið hefur reiknað út fyrir fréttastofu breytinguna sem orðið hefur á kaupmætti dagvinnu launa frá því í desember 2007. Laun hafa hækkað um tæp 33 prósent á tímabilinu. Verðbólgan hefur hins vegar verið meiri eða 41 prósent. Niðurstaðan er sú að kaupmátturinn hefur rýrnað um nærri 6 prósent.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir að fólk finni fyrir þessari kaupmáttarrýrnun. Kaupmáttarhrunið sem orðið hafi í kjölfar bankahrunsins sé að vísu að einhverju leyti að ganga til baka, en það muni um 6 prósentum."

Hvað olli þessu? Var það ekki HRUN krónunnar? Hún hrundi, en var ekki felld, eins og margir aðdáendur hennar vilja halda fram!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband