Leita í fréttum mbl.is

Já-Ísland: Nauðsynlegt að halda samningaviðræðum áfram

Á vef Já-Íslands segir:

"Í gær, þriðjudaginn 25. september, fór fram fjölmennur aðalfundur Sterkara Ísland/Já Ísland. Sérstakur gestur fundarins var Þorsteinn Pálsson, fv. ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins en hann á sæti í samninganefnd Íslands í viðræðunum við ESB. Þorsteinn fjallaði um aðildarumsóknina í ljósi pólitískra aðstæðna, hagsmuna og hugsjóna.

Aðalfundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun:

Nauðsynlegt er að áfram verði haldið samningaviðræðum við Evrópusambandið um fulla aðild Íslands að sambandinu. Þjóðin á skilið að fyrir liggi fullbúinn samningur sem hún getur greitt atkvæði um. Á umbrotatímum er nauðsynlegt að ekki sé lokað leiðum sem geta styrkt stöðu Íslands í framtíðinni.

Jafnframt er nauðsynlegt að fyrir þingkosningar verði settar í forgang þær breytingar á stjórnarskrá Íslands sem heimila frekara samstarf Íslands við bandalagsþjóðir sínar innan Evrópusambandsins.

Á aðalfundinum var ný stjórn samtakanna kosin, sem og nýtt framkvæmdaráð. Ný stjórn samtakanna fyrir árið 2012 – 2013 er sem hér segir:

Jón Steindór Valdimarsson formaður

Arndís Kristjánsdóttir, meðstjórnandi

Valdimar Birgisson, meðstjórnandi

Ásdís J. Rafnar, varamaður

Daði Rafnsson, varamaður

Fulltrúar félaganna sem þau velja sjálf:

Sjálfstæðir Evrópumenn - Benedikt Jóhannesson -

Evrópusamtökin - Andrés Pétursson -

Evrópuvakt Samfylkingarinnar - Anna Margrét Guðjónsdóttir -

Ungir Evrópusinnar - Dagbjört Hákonardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fyrirlesari á aðalfundinum var Þorsteinn Pálsson sem situr í samninganefnd Íslands í aðlögunarviðræðunum við ESB.Ályktunin sem samþykkt var á aðalfundinum var ekki í samræmi við skoðanir Þorsteins eins og hann flutti þær á aðalfundinum.Ekki var sjáanlegt að Þorsteinn greiddi ályktuninni atkvæði sitt.þótt það geti hugsanlega verið.Ályktunin var ekki samþykkt samhljóða.Einhver eða einhverjir voru á móti.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.9.2012 kl. 21:55

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þorsteinn ræddi líka tillögur hins svokallaða "stjórnlagaráðs". Hann hafnaði tillögunum og þeim kosningum sem eiga að fara fram 20.okt. og taldi þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á stjórnarskránni glapræði.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.9.2012 kl. 21:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!

HVAÐA
íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu?!

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa engan áhuga á að taka þátt í starfi sambandsins.

Þeir vilja eingöngu taka við meirihlutanum af lögum Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkur áhrif á lagasetninguna.

Í Evrópusambandinu eru mörg smá ríki og þau hefðu að sjálfsögðu ekki viljað fá aðild að sambandinu ef þau hefðu þar engin áhrif.

Og íslenska ríkið tekur nú þegar upp meirihlutann af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif.

Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 22:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."

Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 22:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 22:14

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

EU SOURCE OF LESS THAN 30% OF IRISH LAWS.

25.5.2009:


"The European Union is the source of less than 30 per cent of Irish laws and regulation – not the 80 per cent figure claimed by Lisbon Treaty opponents, Fine Gael has said.

Since 1992, 588 Acts have been passed by the Houses of the Oireachtas [írska þjóðþinginu], along with 11,725 statutory instruments.

Just one in five of the Acts made any reference to European legislation, while approximately one-third of the statutory instruments did so.

The percentage of Irish laws influenced by the EU since 1992 is 29.92 per cent
- "far off the mythical 80 per cent", the party’s European Parliament manifesto noted."

EU source of less than 30% of Irish laws

Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 22:14

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2012:

"Aðildarviðræður við ESB ganga vel

Í síðustu viku afgreiddi utanríkismálanefnd Alþingis samningsafstöðu í þremur köflum og hafa þar með 28 af 33 samningsköflum verið afgreiddir frá nefndinni.

Í þetta sinn voru það kaflar um umhverfismál, skattamál og byggðaþróun.

Nefndin ræddi einnig í síðustu viku stöðu viðræðnanna og skoðaði sérstaklega stöðuna í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Einnig var sérstök umfjöllun um gjaldmiðlamálin sem voru afgreidd frá utanríkismálanefnd og síðan ríkisstjórn í sumar.


Nú eru opnir 18 kaflar í viðræðum við ESB en í árslok er stefnt að því að allt að 30 samningskaflar verði opnir af þeim 33 sem samið verður um."

Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 22:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og staðan er núna er líklegast að eftir næstu alþingiskosningar verði mynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.

Sjálfstæðisflokkurinn gæti fengið 33% atkvæða í kosningunum og mjög ólíklegt er að aðrir flokkar en Samfylkingin fái þau 20% atkvæða, eða fleiri, sem þyrfti til að geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum einum.

Á Alþingi eru 63 þingmenn, helst þurfa því að minnsta kosti 33 þingmenn að styðja ríkisstjórnina og tæplega 1,6% atkvæða eru á bakvið hvern þingmann.

Þar að auki hefur Sjálfstæðisflokkurinn lítinn áhuga á að vera í ríkisstjórn með Vinstri grænum, enda eru þessir flokkar mjög ólíkir og auðvelt að halda því fram að Vinstri grænir séu á móti öllu, þar á meðal stóriðju.

Því er langlíklegast að Samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn og hún mun að sjálfsögðu gera það að skilyrði fyrir myndun stjórnarinnar að hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla um AÐILDARSAMNING Íslands að Evrópusambandinu þegar hann liggur fyrir á næsta kjörtímabili.

Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 22:24

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2012:

"Á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal var meðal annars samþykkt ályktun um að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar hafi skilað miklum og ótvíræðum árangri.

"En betur má ef duga skal og þessum árangri þarf að fylgja eftir með áframhaldandi samstarfi vinstri manna í íslenskum stjórnmálum á næsta kjörtímabili," segir í ályktuninni."

Vinstri grænir vilja áframhaldandi samstarf vinstri manna á næsta kjörtímabili

Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 22:25

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Breim.

Sigurgeir Jónsson, 26.9.2012 kl. 22:28

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rað-breim frá Brussel-Steina Briem!

En þessi samtök, sem kalla sig öfugmælinu Já Ísland! ganga í ályktun sinni fram hjá því, að umsókn Össurar- og Jóhönnuliðsins var ÓLÖGLEG og er því að engu hafandi, rétt eins og stjórnlagaráðið ólöglega (og þó verðum við að mæta á kjörstað, til að gjalda tillögum þess mótatkvæði, einkum vegna þess nýmælis sem þar er lagt til að verði í stjórnarskrá: lúsléttu ákvæði um framsal fullveldis til "alþjóðastofnunar", les: Evrópusambandsins, sem fengi hér þar með æðsta löggjafarvald).

Og NEI við Esb.!

Jón Valur Jensson, 26.9.2012 kl. 22:46

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosningar til Alþingis 25.4. 2009:

Samfylkingin fékk 29,8% atkvæða,

Vinstrihreyfingin - grænt framboð 21,7%,

Sjálfstæðisflokkurinn 23,7%,

Framsóknarflokkurinn 14,8%,

Borgarahreyfingin 7,2%

og Frjálslyndi flokkurinn 2,2%.

Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 22:55

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn fær Í MESTA LAGI 33% atkvæða í alþingiskosningunum í vor og Framsóknarflokkurinn 15%.

Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 22:59

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland hefur verið fullvalda og sjálfstætt ríki frá 1. desember 1918 og fékk nýja stjórnarskrá samkvæmt því árið 1920.

Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands


Og hér á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904.

Stjórnarskrá Íslands frá árinu 1944 hefur verið breytt, til dæmis með mannréttindaákvæðum árið 1995.

"Öll mannréttinda- og neytendavernd hefur komið frá Evrópu; [...] allt frá mannvirðingarákvæðum í stjórnarskránni frá 1874 og að þessum nýjustu mannréttindadómum."

En enn eru ákvæði í stjórnarskránni sem ekki eru í samræmi við veruleikann og því ætti ekki að þurfa mikið þras á Alþingi um að breyta þeim.

Alþingismenn ráða því svo sjálfir hversu mikið tillit þeir taka til vinnu Stjórnlagaráðs og Alþingi hefur verið kosið af íslensku þjóðinni.

Frumvarp Stjórnlagaráðs


"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 23:03

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jóhanna braut stjórnarskrána strax á fyrstu vikum sínum í embætti, er hún skipaði norskan ríkisborgara seðlabankastjóra. ÞVERT GEGN ÞVÍ segir í 20. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands: "Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt."

Þessi stöðuveiting var því ófyrirleitið stjórnarskrárbrot. Sjáið nú hér, hvers lags stjórnvöld landið býr við!

16. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: "Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði." Þetta var EKKI gert um þingsályktun um UMSÓKN evrókrata og viðhengja þeirra á Alþingi um INNTÖKU ÍSLANDS Í STÓRVELDI!

19. gr. stjórnarskrárinnar segir svo: "Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum."

Umsóknin er því ÓGILD OG ÓLÖGMÆT, brot á stjórnarskránni að ganga þarna fram hjá forsetanum, og þar að auki er hún brot gegn 86. gr. landráðabálks almennra hegningarlaga, þar sem segir: "Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með [...] nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt." Um þetta nýnefnda FORRÆÐI ríkisins í sínum mikilvægustu málum er kveðið á í stjórnarskránni, m.a. að löggjafarvaldið sé í höndum Alþingis og forsetans (og þjóðarinnar í sérstökum tilvikum, sjá t.d. 2., 16. og 26. gr. stjórnarskrárinnar). ÞVERT GEGN ÞESSU stefndi umsókn Össurar- og Jóhönnuliðsins að algerri undirgefni Íslands, þ.m.t. sjálfs Alþingis, undir æðsta löggjafarvald Evrópusambandsins og stjórnvald þess líka, t.d. í sjávarútvegsmálum!

Hér er því um svæsin stjórnarskrárbrot að ræða

Jón Valur Jensson, 26.9.2012 kl. 23:32

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar 30. apríl 1991 - 23. apríl 1995

12.1.1993:


Evrópskt efnahagssvæði - Frumvarpið samþykkt: 33 sögðu já en 23 nei og 7 greiddu ekki atkvæði.


Af þeim 33 sem samþykktu frumvarpið um Evrópska efnahagssvæðið voru 23 sjálfstæðismenn, eða 70% þeirra sem samþykktu frumvarpið.


Já sögðu:


Árni R. Árnason
, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Egill Jónsson, Eiður Guðnason, Einar K. Guðfinnsson, Geir H. Haarde, Guðjón Guðmundsson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Hermann Níelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Karl Steinar Guðnason, Lára Margrét Ragnarsdóttir, María E. Ingvadóttir, Pálmi Jónsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Salome Þorkelsdóttir, Sigbjörn Gunnarsson, Sighvatur Björgvinsson, Sigríður A. Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Svanhildur Árnadóttir, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Egilsson, Þorsteinn Pálsson, Þuríður Pálsdóttir og Össur Skarphéðinsson.

Og Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu, ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum, 19. desember 1996, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.


Schengen
-samstarfið


Annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar 23. apríl 1995 - 28. maí 1999

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 00:08

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þingsályktun

um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar

Þingmenn í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, ítem Þráinn Bertelsson, greiddu atkvæði með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.


Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009
: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.


Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 00:10

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki ver ég gerðir Sjálfstæðisflokksins árið 1993 og vil að við segjum okkur úr Schengen og EES, eða hvar eru tölulegar sannanir fyrir hreinum hagnaði okkar (fremur en tapi) af því síðarnefnda, fyrir utan margvíslegt annað óhagræði?

Og Brussel-Steini hefur ekki komið með nein gagnrök gegn rökum mínum í innlegginu kl. 23:32 um stjórnarskrárbrot sem framin hafi verið af núverandi stjórnvöldum með þeirra ólögmætu umsókn árið 2009.

Jón Valur Jensson, 27.9.2012 kl. 00:26

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 00:28

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 00:51

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:

"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í  þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.

Utanríkisráðherra mun leggja fram á  Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.

Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.

Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.

FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma."

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 00:55

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini hefur nóg að gera í alla nótt við að cópera sín eigin fyrri innlegg og raða þeim hér upp, t.d. eins og einum 25 stykkjum fyrir morgungrautinn (sbr. Lísu í Undralandi), eins og hann gerði hér eina nóttina, en svarar þó aldrei framkomnum rökum mínum um ólögmætið og freklegt stjórnarskrárbrotið.

Og samstarfsyfirlýsingar geðþóttafullra ríkisstjórnarflokka eru vitaskuld ekki rétthærri en STJÓRNARSKRÁIN !

Jón Valur Jensson, 27.9.2012 kl. 01:45

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þingsályktun

um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM væntanlegan AÐILDARSAMNING. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar


Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009
: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.


Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 02:24

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var enginn að efast um, að þetta hefði átt sér stað, Steini. Til hvers ertu þá að tilfæra þetta hér? Ekki verður þetta löglegt við það, að 33 þingmenn láti hafa sig út í þetta -- þeir hafa gert fleira ljótt af sér, t.d. með annarri þingsályktun (samþ. af 30 þingmönnum), sem LÍKA var þvert gegn lögum, þ.e. skipan "stjórnlagaráðsins", ÞVERT GEGN ÞÁGILDANDI LÖGUM UM STJÓRNLAGARÁÐ OG KOSNINGALÖGUNUM. Og þingsályktanir eru ekki af sama calíber og LÖG, þingsályktanir eru léttvægari (en eiga samt, ef þær innihalda "mikilvægar stjórnarráðstafanir", að fara fyrir forsetann, ut supra, kl. 23:32), og sérstaklega eru þær vitaskuld miklu léttvægari en sjálf stjórnarskráin og þau hegningarlög líka, sem fjalla um landráð og brot gegn stjórnskipulaginu.

Copy-paste þitt hér staðfestir bara ósigur þinn í þessari umræðu.

Jón Valur Jensson, 27.9.2012 kl. 03:15

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÚR KOSNINGASTEFNUSKRÁ FRAMSÓKNARFLOKKSINS fyrir síðustu alþingiskosningar:

"Við viljum að ÍSLAND HEFJI AÐILDARVIÐRÆÐUR við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings SKAL ÍSLENSKA ÞJÓÐIN TAKA AFSTÖÐU TIL AÐILDARSAMNINGS Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU í kjölfar upplýstrar umræðu."

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 03:44

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:

"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í  þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM."

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 03:49

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Evrópuherinn" kemur og flengir ykkur vesalingana á Austurvelli, svo undan svíður!

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 04:13

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hefur HÆKKAÐ um 8,39% frá 7. ágúst síðastliðnum en breska sterlingspundsins um 8,35%, norsku krónunnar 8,14%, sænsku krónunnar 6,36%, svissneska frankans 7,78%, Bandaríkjadollars 4,68%, Kanadadollars 6,52% og japansks jens 5,69%.

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 04:25

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.9.2012 (í gær):

"Lífland hefur tekið ákvörðun um að hækka verð á kjarnfóðri.

Hækkunin er á bilinu 4-9%
, mismunandi eftir tegundum.

Í tilkynningunni segir að á síðustu mánuðum hafi verð á helstu AÐFÖNGUM til fóðurgerðar hækkað verulega.

Mest hefur hækkunin orðið á sojamjöli og korni vegna uppskerubrests.

GENGISSIG ÍSLENSKU KRÓNUNNAR UNDANFARIÐ hefur heldur ekki bætt úr.
"

Lífland hækkar fóðurverð um 4-9%

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 04:41

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svar við innleggi Steina um evruna: Krónan er sveigjanleg og evran líka, en síðarnefndi gjaldmiðillinn er það fyrst og fremst í hag Þýzkalands, Frakklands, Hollands og þvílíkra ríkja, ekki S- eða A-Evrópuríkja í Esb. og myndi sízt henta okkar þörfum. Evran er þar að auki í djúpu vandamáli núna.

Svo eru þessi innlegg hans um kosningastefnuskrár flokka EKKERT SVAR við rökum mínum fyrir hreinu og kláru stjórnarskrárbroti ríkisstjórnarinnar og þingmannanna 33 sem sóttu um inntöku Íslands í Esb. Fjas Fjórflokksins á stefnuskrám sínum og samkomulag Sf og Vg eru EKKI OFAR STJÓRNARSKRÁ OKKAR OG VÖRNUM HENNAR FYRIR LANDSRÉTTINDI, þ.m.t. fullveldi lýðveldisins og sjávarlögsöguna!

Jón Valur Jensson, 27.9.2012 kl. 12:00

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 43% og gagnvart breska sterlingspundinu um 28%.

Og verð á olíu er skráð í Bandaríkjadollurum.

Frá ársbyrjun 2006
hefur gengi evrunnar
gagnvart íslensku krónunni hækkað um 115%.

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 13:09

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sauðfjárbændur hafa tekið á sig verulegar aðfangahækkanir undanfarin ár.

Áburðarverð hefur þrefaldast, olía rÍflega tvöfaldast og rekstrarkostnaður í heild hækkað um rúm 170% frá 2005
."

16.7.2011: Sauðfjárbændur svara Gylfa Arnbjörnssyni

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 13:13

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.11.2011:

"Verðbólgan hér á Íslandi er 5,3 prósent um þessar mundir, sem er nokkuð umfram 2,5 prósent markmið Seðlabanka Íslands.

Ekkert land sem notar evruna er með meiri verðbólgu
en evrulandið sem glímir við mesta verðbólgu er Belgía með 3,6 prósent. Á evrusvæðinu í heild nemur hún 3 prósentum.

Tvö Evrópuríki sem ekki notast við evruna eru hins vegar með verri verðbólgutölur en það eru Rússland og Tyrkland, sem eru með 7 til 8 prósent verðbólgu.

Verðbólgan hér á Íslandi er mikil á heimsmælikvarða

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 13:18

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 16:00

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2012 (í dag):

"Fóðurblandan hf. mun frá mánudeginum 1. október hækka allt tilbúið fóður um 2 til 9%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en ástæðan er sögð verðhækkun á erlendum hráefnamörkuðum og VEIKING ÍSLENSKU KRÓNUNNAR.

Þetta er fjórða hækkun ársins
en áður hafði verðið hækkað í apríl, maí og júní."

Verð á fóðri hækkar áfram

Þorsteinn Briem, 27.9.2012 kl. 20:20

36 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég trúi því að engir stjórnmálaflokks-eigendur vilji segja upp EES-samningnum ólýðræðislega.

En ég trúi því að allur hugsandi almenningur í EES og ESB-löndum vilja segja upp hótunar-"friðarbandalaginu", sem eitt sinn var kallað kolabandalag.

Tímarnir og áherslurnar breytast. Það verða heimsbúar að horfast í augu við.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.9.2012 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband