Leita í fréttum mbl.is

ESB styður starfsmenntun um 100 milljónir króna

Í tilkynningu frá Leonardo, menntaáætlun ESB, segir:

"Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Capacent h.f. og Náttúrustofa Vestfjarða skrifuðu í gær undir samning við Menntáætlun Evrópusambandsins um verkefni á sviði starfsmenntunar. Samtals eru þetta um 100 miljónir íslenskra króna sem þessir aðilar fá til að standa straum af þessum verkefnum. Verkefnin eru í flokki svokallaðra Leonardo yfirfærsluverkefna."

Þetta er afar ánægjuleg frétt en aukin starfsmenntun og fjölbreytni er einmitt það sem íslenskt atvinnulíf þarf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Grikkirnir borga.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 28.9.2012 kl. 23:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

Byggðamál:


"Er einboðið að sveitarfélögin gegni lykilhlutverki í viðræðum um byggðamál, enda verða hagsmunir sveitarfélaga og byggða ekki aðgreindir. Að mati meiri hlutans þarf að tryggja byggða-, umhverfis-, atvinnu-, og nýsköpunarstuðning til dreifðra byggða.

Allt frá því að stækkunarferli Evrópusambandsins hófst í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar hefur sambandið haft í forgrunni efnahagslega uppbyggingu á þeim svæðum aðildarríkjanna sem lakast standa efnahagslega.

Nú er gert ráð fyrir að á tímabilinu 2007 til 2013 verði varið alls 350 milljörðum evra til málaflokksins.


Stærsti hluti þess fjár rennur til nýrra ríkja Evrópusambandsins í Austur-Evrópu sem lakast standa efnahagslega, auk Spánar, Portúgals, Grikklands og Möltu.

Auk þess eru verulegir fjármunir til ráðstöfunar í öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins á tilteknum forsendum
sem meðal annars mundu ná til Íslands að óbreyttum reglum.

Meiri hlutinn bendir á að Ísland hefur lagt sitt af mörkum í þessu efni allt frá gildistöku EES-samningsins með fjárframlögum í þróunarsjóð EFTA sem veitt hefur fjármagn til þessara sömu ríkja og svæða innan Evrópusambandsins.

Hins vegar hafa svæði á Íslandi í sambærilegri stöðu ekki notið aðgangs að slíku fjármagni með sama hætti.
"

Þorsteinn Briem, 29.9.2012 kl. 01:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:

"Meiri hlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna."

"Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna. Vegna gengisbreytinga telur meiri hlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 29.9.2012 kl. 01:04

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það eru sem sagt "LANDRÁÐ" í viðkomandi Evrópuríkjum að þiggja ÁRLEGA 2,5 milljarða króna frá íslenskum skattgreiðendum!!!

Þorsteinn Briem, 29.9.2012 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband