Leita í fréttum mbl.is

Riddarar í bloggheimum

BloggriddararEins og fram kom í fréttum í gær koma hópur fólks saman í gær til að kalla eftir betri stjórnmálum hér á landi. Í yfirlýsingu frá hópnum segir: "„Mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnmála er að tryggja sambærileg lífskjör og í grannlöndum. Við ungu fólki á Íslandi blasir hins vegar framtíð með lægri launum, dýrara lánsfé, minna athafnafrelsi og veikara velferðarkerfi. Þessari framtíðarsýn þarf að breyta.

Fyrirsjáanlegt er að Ísland muni búa við takmarkanir á viðskiptafrelsi um langa framtíð verði ekkert að gert.

Þær hugmyndir sem uppi eru um nýtt form gjaldeyrishafta sýna – svo að ekki verður um villst – að óbreytt staða er óhugsandi og endurskoðun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er óhjákvæmileg.

Stöðu Íslands á innri markaðnum verður að styrkja og jafna samkeppnisstöðu við nágrannalönd. Því er nauðsynlegt að ná breiðri samstöðu um þessi brýnustu markmið:

  • Agaða hagstjórn sem samræmi stefnuna í ríkisfjármálum og málefnum atvinnuveganna markmiðinu um fjármálastöðugleika og upptöku nothæfs gjaldmiðils.
  • Traustan pólitískan stuðning við efnahagsmarkmiðin og aðildarviðræður við Evrópusambandið. Einungis þannig næst fram eins hagstæður samningur og mögulegt er, sem þjóðin tekur síðar afstöðu til.
  • Nýja raunhæfa áætlun um aðildarviðræðurnar með hliðsjón af aðstæðum hér heima og í Evrópu, sem gefur rýmri tíma til að ná samstöðu sem tryggi hagsmuni þjóðarinnar.
  • Sú breyting á stjórnarskránni taki gildi sem tryggir að þjóðin geti tekið þessar brýnu ákvarðanir um stöðu Íslands í Evrópu á næsta kjörtímabili.


Ekki er rökrétt að veikja stöðu Íslands með því að loka á einstaka kosti meðan ekki er vitað að aðrir séu færir. Við skorum því á fólkið í landinu að taka höndum saman um öfgalaus viðhorf, að beita áhrifum sínum til að þrýsta á stjórnmálaflokkana og treysta samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar.“

Ekki leið hinsvegar á löngu þar til sjálfskipaðir riddarar bloggheima riðu fram á völlinn til þess að gera lítið úr þessu framtaki. Sjálfsagt er það fólk sem hefur lausnir á öllum vandamálum Íslands og hefur ekkert betra að gera en að gera lítið út frumkvæði annarra! Það er kannski einmitt gegn niðurrifsöflum sem þessum, sem framtakinu er beint, hver veit?

Bloggriddarar

(Skjáskot af www.blog.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Á skjáskoti má sjá sýnishorn af mestu rugludöllum moggabloggs.

það er náttúrulega engin tilviljun að sjallaflokkur rústaði landinu hérna. Fylgismenn þess flokks verða seint taldir meðal mestu mannvitsbrekka.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2012 kl. 12:56

2 identicon

Sælir; Andrésar (Péturssonar) liðar !

Það gerði ekki stórt til; þó hoggið væri nærri ykkur, And- íslenzkum, hér á Mbl. vefnum, í tilefni safnaðar samkundu ykkar, gærdegis.

Það var ágætt; að þið funduð til skeinunnar - fannst ykkur ekki, taka nógu langan tíma, að komast undan Noregs- og Danakonungum,, hér fyrr meir ?

Sýnist ykkur eftirsóknarvert; að Ísland komist í undirmálsraðirnar, með : Portúgal - Spáni - Ítalíu og  Grikklandi; hvar; Þjóðverjar - og þeirra helztu leppar í norðri, fyrirlíta Suðrænar þjóðir, þó þeir láti annað í veðri vaka, á tyllidögum ? 

Að endingu; vil ég leiðrétta fleipur Ómars Bjarka Kristjánssonar, að setja = merkið á milli okkar allra, andstæðinga Brussel - Berlínar öxulsins, ég hefi aldrei kosið Sjálfsgræðgisflokkinn (undir felunafninu Sjálfstæðisflokkurinn), svo fram komi einnig, aðeins; fylgt þeim Guðjóni Arnari Kristjánssyni - og hans fræknu þungavigtar sveit Frjálslynda flokksins, meðan hann var og hét, ESB hjalarar góðir.

Læt; hér við sitja - nenni ekki að koma hér svo oftlega við, þar sem Steini Briem er óþreytandi í kúnstum sínum - með allar þær kópíueringar og pastanir, sem leiðigjarnt er að elta ólar við, aldeilis.

Og þess utan; fremur andlaus síða ykkar - enda hefir hún vondan málstað og þanka, að verja. 

Með; fremur þurrum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 14:04

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvers á Finnur Ingólfsson að gjalda.Af hverju fékk hann ekki að vera með í hópnum.Nú eða Hannes Smárason.Og Jón Ásgeir sem á þó það blað, eða konan hans, Jón Ásgeir er titlaður ráðgjafi þar á launaskrá, sem Þorsteinn Pálsson var ritstjóri að.Nú eða Björgólfur og Thór sonur hans.Nú eða bankastjórarnir sem störfuðu á föllnu bönkunum.Allt þetta fólk vill ekki síður ábyrga efnahagstjórn og bætt siðferði, það hefur allavega ekki gefið annað út, en það fólk sem sínt er obinberlega sem stuðningsfólk þess að ganga í ESB, svo sem Valgerður Sverrisdóttir og Jón Kristjánsson.Þar að auki þekkir Valgerður þetta fólk sem vill ótt ganga í ESB, sem ekki má sjást, síðan hún var bankamálaráðherra.Og þetta fólk allt telur nauðsynlegt að setja í stjórnarskrá að ríkistjórn og Alþingi megi framselja fullveldi Íslands til annars ríkis, samanber grein 111 í tillögum stjórnalagaráðs.Það vill svo að meirihluti Alþingis meti það  hvort um fullveldisframsal er að ræða,rétt eins og  gert var 1992-3, þegar Alþingi samþykkti EES samninginn.Nei við tillögum stjórnlagaráðs að Alþingi megi framselja fullveldi íslands. Nei við fyrrverandi viðskipta, efnahags og viðskiptaráðherra Valgerði Sverrisdóttur og siðferði hennar Hún á að skammast sín.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.10.2012 kl. 15:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!

HVAÐA
íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu?!

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa engan áhuga á að taka þátt í starfi sambandsins.

Þeir vilja eingöngu taka við meirihlutanum af lögum Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkur áhrif á lagasetninguna.

Í Evrópusambandinu eru mörg smá ríki og þau hefðu að sjálfsögðu ekki viljað fá aðild að sambandinu ef þau hefðu þar engin áhrif.

Og íslenska ríkið tekur nú þegar upp meirihlutann af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif.

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 16:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 16:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

EU SOURCE OF LESS THAN 30% OF IRISH LAWS.

25.5.2009:


"The European Union is the source of less than 30 per cent of Irish laws and regulation – not the 80 per cent figure claimed by Lisbon Treaty opponents, Fine Gael has said.

Since 1992, 588 Acts have been passed by the Houses of the Oireachtas [írska þjóðþinginu], along with 11,725 statutory instruments.

Just one in five of the Acts made any reference to European legislation, while approximately one-third of the statutory instruments did so.

The percentage of Irish laws influenced by the EU since 1992 is 29.92 per cent
- "far off the mythical 80 per cent", the party’s European Parliament manifesto noted."

EU source of less than 30% of Irish laws

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 16:33

7 identicon

Sælir; á ný !

Mér láðist; að geta þess í dag að enn ein nauðsyn, mögulegrar endurreisnar hérlendis, er SKILYRÐISLAUS úrsögn landsins, úr : NATÓ - EFTA og EES, auk Schengen kjaptæðisins.

Norður- Ameríkuríkið Ísland; á öngva samleið með Evrópskum snobb- og skrifræðis klúbbum, fremur en hryðjuverka bandalaginu NATÓ, sem telur sér helzt til ágætis, nú um stundir, að drepa konur og börn austur í Afghanistan og Pakistan, með ómönnuðum loftförum - með fullri þátttöku Evrópu sambandsins, sem annarra leppríkja Bandaríkjanna, allvíða.

Nýjasta afrek ESB; er svo þátttakan í ''frelsun'' Sýrlands, til þess að auðvelda Ísraelsmönnum aðgengið að Íran - svo þeir geti samsamað sig flota Bandaríkjamanna, á Indlandshafi - og við Hormuz sund.

Lítt geðfelldur félagsskapur; fyrir óvopnað þjóðarbrot (Íslendinga), sem ná vart 300 Þúsundum manna, að fjölda.

Sömu kveðjur; - sem seinustu /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 16:48

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 17:21

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 17:23

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 17:25

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Breim.

Sigurgeir Jónsson, 3.10.2012 kl. 17:30

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svarta gallsins Sigurgeir,
sauður er hann, kall úr leir,
úr hausnum tóku heilann þeir,
hrafnar krunka þar nú tveir.

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 18:15

13 Smámynd: Ívar Pálsson

Steini Briem: EES er ekki ESB. Annað er milliríkjasamningur en hitt er bandalag stefnir í bandaríki. Í ágætri doktorsvörn sem ég sá í HÍ, þá var útskýrt hvernig Ísland hefur valið það úr EES- samningunum sem það hefur viljað, enda gera allar þjóðirnar það. Samninga má hundsa, rifta þeim eða hvað sem er, en ESB- aðild verður ekki aftur tekin.

Varðandi prósentin, þá veit ég ekki hve oft ég hef heyrt þessa setningu í samningum sem hafa klikkað: þetta er 99% komið! Auðvitað er ásteytingarsteinninn eftir, erfiðasti hjallinn. Hjá okkur er það sjálfstæðið.

Ívar Pálsson, 3.10.2012 kl. 20:08

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er HÆSTA MATVÆLAVERÐ í Evrópu og MIKLU HÆRRI VEXTIR en á evrusvæðinu.

Og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu. Þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

15.5.2012:


"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 21:17

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 21:24

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA 19 MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA
en það franska."

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 21:29

17 identicon

Sælir; enn !

Vildi bara koma því að; að víðast í samálfu okkar, í : Suður og Mið- Ameríku, sem og í Norður- Ameríku, er matvælaverð umtalsvert lægra, en í ESB hluta Evrópu - þekki ekki til Rússlands hluta álfunnar, né Kákasuslanda hluta hennar.

Jafnframt; segja mér fróðir menn - að þrítugfalt / fertugfalt er ódýara, að verzla í matarkörfurnar, austur í Thailandi, til dæmis.

Þannig að; ESB trúar hirðirinn Steini Briem, getur alveg sparað sér lofrulluna um Þýzk- Franska bandalagið, sem einhvers konar Paradís, á jörðu hér, umfram aðra Heimshluta, svo sem.

Sömu kveðjur; sem aðrar - og fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 21:30

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 21:54

19 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Breim, Breim.

Sigurgeir Jónsson, 3.10.2012 kl. 23:10

20 identicon

Sælir; sem fyrr !

Hégilja ein; blandin minnimáttarkennd gagnvart útlöndum, sé það hald ESB léttadrengja hérlendra, að ekki sé gerlegt að afnema verðtrygginguna, á innlendum forsendum.

Þið hefðuð gott af; ESB liðar allir, að setjast við fótskör Vilhjálms Birgissonar, Verkalýðsfrömuð og hugsuð á Skipaskaga (Akranesi),einhvern hinn göfugasta dreng, meðal núlifandi Íslendinga, og hlusta á hans orðræðu um, hvernig þessi tilbúni óskapnaður (verðtryggingin), frá síðari hluta 20. aldar, hefir leikið vinnandi stéttir - en á sama tíma hlaðið undir Banka Mafíuna og aðra specúlanta, eins og ódrenginn Gylfa Arnbjörnsson, ASÍ einka eigandann, til dæmis, sem og aðra Lífeyrissjóða sukkara.

Það þarf ekkert; að leita út fyrir landssteinana, til þess að afmá þessa hörmung, sem gróðalýðurinn nærist á, eins og púkar á fjósbitum. Svo; ekki sé nú minnst á óheft vaxta okrið, einnig.

Hinar sömu kveðjur; - sem aðrar, áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 23:19

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að hafa þar nokkur áhrif, og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Við Íslendingar tökum nú upp megnið af lögum Evrópusambandsins, án þess að taka nokkurn þátt í að semja þau.

Það er nú allt fullveldið!

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 23:47

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 23:49

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.6.2012:

Landsframleiðsla Grikklands myndi falla um 25-50%
árið eftir að landið yfirgæfi evrusvæðið og tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem unnin var af franska bankanum Société Générale.

Og kaupmáttur Grikkja með nýjan gjaldmiðil yrði 50% minni en hann er nú með evruna sem gjaldmiðil.

Kaupmáttur Grikkja yrði helmingi minni með nýjan gjaldmiðil

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 23:50

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2012:

"Aðildarviðræður við ESB ganga vel

Í síðustu viku afgreiddi utanríkismálanefnd Alþingis samningsafstöðu í þremur köflum og hafa þar með 28 af 33 samningsköflum verið afgreiddir frá nefndinni.

Í þetta sinn voru það kaflar um umhverfismál, skattamál og byggðaþróun.

Nefndin ræddi einnig í síðustu viku stöðu viðræðnanna og skoðaði sérstaklega stöðuna í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Einnig var sérstök umfjöllun um gjaldmiðlamálin sem voru afgreidd frá utanríkismálanefnd og síðan ríkisstjórn í sumar.


Nú eru opnir 18 kaflar í viðræðum við ESB en í árslok er stefnt að því að allt að 30 samningskaflar verði opnir af þeim 33 sem samið verður um."

Þorsteinn Briem, 3.10.2012 kl. 23:54

26 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Breim,Breim,Breim.

Sigurgeir Jónsson, 4.10.2012 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband