Leita í fréttum mbl.is

Þráinn Bertelsson um útúrsnúninga og fleira

Eyjan skrifar: "„Mér finnst þetta sjónarmið einhver kjánaskapur og útúrsnúningur,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna um það sjónarmið sem flokksbróðir hans, Ögmundur Jónasson, hefur haldið fram að ESB-málið sé að kljúfa þjóðina í herðar niður.

Eins og svo oft áður fjallar Morgunblaðið í dag um afstöðu VG til aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en nokkrir þingmenn flokksins vilja að aðildarviðræðum verði ekki fram haldið á næsta kjörtímabili. Þráinn er ósammála því og vill gefa ferlinu þann tíma sem þarf."

Góður Þráinn! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þráinn hefur að sjálfsögðu rétt fyrir sér.Það er algjör misskilningur hjá Ögmundi að ESB sá að kljúfa þjóðina í herðar niður.Þjóðin er einhuga og samhuga í því að hafna inngöngu í ESB samkvæmt skoðanakönnunum.Það eina sem ESB er að kljúfa í herðar niður er VG.Og draumur Þráins um að verða Evrópuþingmaður verður aldrei að veruleika.Þráinn hefur sagt að 95 % íslensku þjóðarinnar séu fávitar og byggir sjálfsagt Evrópudraum sinn á því.Þar hefur Þráinn rangt fyrir sér.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 10.10.2012 kl. 20:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:

"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í  þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.

Utanríkisráðherra mun leggja fram á  Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.

Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.

Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.

FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma."

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 10.10.2012 kl. 21:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2012:

"Á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal var meðal annars samþykkt ályktun um að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar hafi skilað miklum og ótvíræðum árangri.

"En betur má ef duga skal og þessum árangri þarf að fylgja eftir með áframhaldandi samstarfi vinstri manna í íslenskum stjórnmálum á næsta kjörtímabili," segir í ályktuninni."

Vinstri grænir vilja áframhaldandi samstarf vinstri manna á næsta kjörtímabili

Þorsteinn Briem, 10.10.2012 kl. 21:20

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þar kom að því að við Sigurgeir frá Skálafelli urðum sammála og það talsvert mikið sammála.

Þetta var gott innlegg hjá þér Sigurgeir og alveg rétt greining á stöðu þessa máls hjá þjóðinni.

Og svo er það athyglisvert hversu hratt ESB varpar grímunni og sýnir áfergjuna/ásóknina í aðild Íslands.

Skyldi einhvern undra?

Ertu nokkuð að bila í afstöðunni Steini Briem?

Árni Gunnarsson, 11.10.2012 kl. 12:25

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og staðan er núna er líklegast að eftir næstu alþingiskosningar verði mynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.

Sjálfstæðisflokkurinn gæti fengið 33% atkvæða í kosningunum og mjög ólíklegt er að aðrir flokkar en Samfylkingin fái þau 20% atkvæða, eða fleiri, sem þyrfti til að geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum einum.

Á Alþingi eru 63 þingmenn, helst þurfa því að minnsta kosti 33 þingmenn að styðja ríkisstjórnina og tæplega 1,6% atkvæða eru á bakvið hvern þingmann.

Þar að auki hefur Sjálfstæðisflokkurinn lítinn áhuga á að vera í ríkisstjórn með Vinstri grænum, enda eru þessir flokkar mjög ólíkir og auðvelt að halda því fram að Vinstri grænir séu á móti öllu, þar á meðal stóriðju.

Því er langlíklegast að Samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn og hún mun að sjálfsögðu gera það að skilyrði fyrir myndun stjórnarinnar að hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla um AÐILDARSAMNING Íslands að Evrópusambandinu þegar hann liggur fyrir á næsta kjörtímabili.

Þorsteinn Briem, 11.10.2012 kl. 14:19

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.10.2012 (í dag):

"Efri deild franska þingsins samþykkti í dag fjármálasáttmála Evrópusambandsins (ESB), sem ætlað er að leika lykilhlutverk í að leysa úr efnahagserfiðleikum evrusvæðisins.

Sáttmálinn var samþykktur með atkvæðum 306 senatora en 32 voru á móti."

"Með niðurstöðunni í efri deildinni hafa Frakkar staðfest sáttmálann en áður höfðu níu ESB-ríki lokið því."

Frakkar staðfesta fjármálasáttmála Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 11.10.2012 kl. 17:24

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þau ríki Evrópusambandsins, sem skuldbinda sig til að fara eftir Maastricht-sáttmálanum, verða EKKI sambandsríki.

10.8.2012:


"Stjórnlagadómstóll Frakklands hefur úrskurðað að fyrirhugaður sáttmáli um fjármálastöðugleika sem ríki Evrópusambandsins hafa komið sér saman um, að undanskildum Bretlandi og Tékklandi, stangist ekki á við frönsku stjórnarskrána."

"Þar með er einni hindrun rutt úr vegi endanlegrar samþykktar sáttmálans sem þarf samþykki a.m.k. 12 evruríkja fyrir 1. janúar 2013 til þess að taka formlega gildi."

Þorsteinn Briem, 11.10.2012 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband