11.11.2012 | 11:37
Viðskiptaráð ályktar: Brýnt að klára aðildarviðræður við ESB
Í álýktun frá Viðskiptaráði Íslands segir:
"Stjórn Viðskiptaráðs Íslands telur brýnt að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið verði til lykta leiddar og að kapp verði lagt á að ná sem allra bestum samningi, sem síðan yrði lagður í dóm þjóðarinnar. Þetta er lykilinn að því að halda opnum möguleika landsins í gjaldmiðilsmálum til tvíhliða upptöku evru. Í þessari skoðun VÍ er bent á mikilvægi þess að halda öllum kostum opnum á núverandi óvissutímum.
Ennfremur er nauðsynlegt að efnhagsstefna landins miði að því að uppfylla almenn skilyrði heilbrigðs efnahagslífs um stöðugleika gengis og verðlags, hóflega vexti, afkomu hins opinbera og skuldir þess, en þessi skilyrði falla saman við svonefnd Maastricht skilyrði ESB. Með því móti verða aðrir valkostir á borð við áframhaldandi rekstur sjálfstæðrar peningastefnu og einhliða upptöku annars gjaldmiðils samhliða gerðir raunhæfari.
Forsenda fyrir hagfelldum aðildarsamningi er að stutt sé af einurð við bakið á samninganefnd Íslands. Verði fallið frá umsókninni nú eða samningarnir unnir með hálfum hug mun umræða um mögulega aðild áfram hefta stjórnmálaumræðu og stefnumörkun landsins um árabil, sem er Íslendingum ekki til framdráttar, hvort sem þeir teljast til stuðningsmanna eða andstæðinga aðildar. "
Síðan segir í ályktuninni:
" Í skoðuninni er m.a. farið yfir eftirfarandi:
- Óvissa er um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum.
- Króna og sjálfstæð peningastefna hafa ekki gagnast sem skyldi.
- Einhliða upptaka er einföld í framkvæmd en ófær leið við núverandi aðstæður.
- Mikilvægt er að sem flestum valkostum um framtíðargjaldmiðil Íslands sé haldið opnum.
- Það verður best gert með því að ljúka viðræðum við ESB með sem hagfelldustum aðildarsamningi.
- Með þeim hætti er Íslendingum gert kleift að taka síðar upplýsta ákvörðun um gjaldmiðilsmál.
- Uppfylling Maastricht skilyrða gerir alla okkar valkosti fýsilegri, sama hvaða leið verður valin
Íslandálag er þjóðinni dýrkeypt
Í skoðuninni er kostnaður heimila, fyrirtækja og hins opinbera af Íslandsálagi sem stafar að mestum hluta af íslensku krónunni metinn á um 150 ma.kr. á hverju ári."
Talið er að kostnaður Íslands við aðildarumsóknina verði á bilinu 800-1000 milljónir, sem eru jú ekki miklir peningar í samanburði við kotnaðinn af krónunni, sem hér er ræddur og er árlegur! Kostnaðurinn af krónunni nemur einu stykki heilbrigðiskerfi, segir í frétt og ályktun Viðskiptaráðs.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Varla er annað hægt en að hlæja að Viðskiptaráði.Það tala um óvissu sem verði að eyða.Samt vill það ekki hætta viðræðunum við ESB um aðild Íslands að ESB.Það vill halda áfram viðræðunum, þótt það blasi við að ESB heldur viðræðunum í frosti.Ekkert er framundan hvenær þessum viðræðum lýkur og ESB þóknast að leyfa enhverjum" samningi" að fara á borðið, sem íslendingar fá að fella.Stefna ESB er augljóslega að enginn samningur fari á borðið sem íslendingar felli.Von ESB er að allt hrynji hér og ESB verði afhent landið.Viðskiptaráð er með óráði.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 11.11.2012 kl. 12:22
Viðskiptaráð lýgur með þögninni.Ísland fær ekki inngöngu í ESB nema hafa óheft flæði fjármagns úr landi og afnema gjaldeyrishöftin.Það þýðir algjört hrun heimila,Ríkissjóðs og alls atvinnulífs á Íslandi.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur reyndar ýjað að því.Nei við Viðskiptaóráði.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 11.11.2012 kl. 12:27
Sjálfstæðisflokkurinn fær Í MESTA LAGI 33% atkvæða í næstu alþingiskosningum og Framsóknarflokkurinn Í MESTA LAGI 15%, eða samtals 48%.
Og Björt framtíð Guðmundar Steingrímssonar fær að öllum líkindum nokkra þingmenn.
Þorsteinn Briem, 11.11.2012 kl. 13:55
25.8.2012:
"Á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal var meðal annars samþykkt ályktun um að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar hafi skilað miklum og ótvíræðum árangri.
"En betur má ef duga skal og þessum árangri þarf að fylgja eftir með áframhaldandi samstarfi vinstri manna í íslenskum stjórnmálum á næsta kjörtímabili," segir í ályktuninni."
Vinstri grænir vilja áframhaldandi samstarf vinstri manna á næsta kjörtímabili
Þorsteinn Briem, 11.11.2012 kl. 13:59
Ísland og Noregur eiga LANGMEST viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og eru 70% í Evrópusambandinu.
Er allt á niðurleið hér á Íslandi og í Noregi?!
Er allt á niðurleið í Sviss, sem á MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu?!
Er allt á niðurleið í Austurríki, Hollandi og Þýskalandi?!
Evran er galdmiðill þeirra allra.
Í Austurríki er MINNA atvinnuleysi en hér á Íslandi og nú í sumar var JAFN MIKIÐ atvinnuleysi í Þýskalandi og hérlendis.
Í Þýskalandi, fjölmennasta RÍKI Evrópusambandsins, búa 82 milljónir manna en 320 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.
Í sumum fylkjum Bandaríkjanna hefur verið mikið atvinnuleysi en í öðrum lítið.
Samt er Bandaríkjadollar gjaldmiðill þeirra allra.
Stýrivextir eru nú 5% LÆGRI á evrusvæðinu en hér á Íslandi og hafa verið MUN LÆGRI en hérlendis.
Og MUN ÓDÝRARA er að taka húsnæðislán í til að mynda Frakklandi en hérlendis.
Á evrusvæðinu eru nú 17 ríki og Eistland bættist í hóp þeirra Í FYRRA.
EKKERT þeirra ætlar að hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.
Og EKKERT ríki ætlar að segja upp aðild að Evrópusambandinu.
Og hvorki Noregur né Ísland ætla að segja upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 11.11.2012 kl. 16:37
Slóvenía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.
Þorsteinn Briem, 11.11.2012 kl. 16:43
Gengi íslensku krónunnar verður bundið við gengi evrunnar í ERM II MEÐ AÐSTOÐ Seðlabanka Evrópu og um tveimur árum síðar verður tekin hér upp evra í stað krónunnar.
Laun hér á Íslandi verða þá greidd í evrum og verð á vörum og þjónustu verður að sjálfsögðu einnig í evrum.
Íslendingar fá þá lán á MUN LÆGRI VÖXTUM en áður og VERÐBÓLGAN hér á Íslandi verður MUN MINNI en hún hefur verið.
Skuldum verður breytt úr krónum í evrur og að sjálfsögðu þarf áfram að greiða af þeim.
Einstaklingar og fyrirtæki hér á Íslandi skulda nú gríðarlegar fjárhæðir.
Bankar hér munu lána einstaklingum í samræmi við tekjur þeirra í evrum og menn fá ekkert frekar lán í evrum en íslenskum krónum.
Hins vegar verður mun auðveldara fyrir Íslendinga að greiða af lánum í evrum EF þeir hafa einnig tekjur í evrum.
Þorsteinn Briem, 11.11.2012 kl. 16:45
10.9.2012:
Leysir engan vanda að banna hér verðtryggingu - Blátt bann bjargar engum
Þorsteinn Briem, 11.11.2012 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.