Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn um glansmyndir og fleira í Fréttablaðinu

Þorsteinn PálssonÞorsteinn Pálsson, fyrrum ráðherra og einn samningamanna gagnvart ESB skrifaði vikulegan pistil um þjóðmál í Fréttablaðið þann 10.nóvember og kom þar inn á efnhagsmálin og Evrópumálin. Í pistlinum segir Þorsteinn að dregin sé upp glansmynd af ástandi mála hér á landi. Þorsteinn segir:

"Stjórnarandstaðan gagnrýnir að sönnu einstakar efnahagsákvarðanir. Eigi að síður er þverstæðan sú að hún hjálpar til við að draga upp falsmyndina með því að sýna Ísland sem fyrirmynd annarra rétt eins og ríkisstjórnin. Það er gert til að styrkja þá staðhæfingu að landið standi mun betur að vígi en önnur Evrópuríki fyrir þá sök að eiga sinn eigin verðlausa gjaldmiðil.

Kjarni málsins er sá að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan þora að segja það sem satt er og rétt að þjóðin lifir enn um efni fram. Verðmætasköpun þjóðarbúsins stendur ekki undir skuldbindingum þess. Að einhverju leyti þurfum við að velta skuldavandanum á undan okkur. Hitt er allsendis óvíst hvort það reynist unnt í þeim mæli sem þörf er á.

Veruleikinn er sá að Ísland er í hópi þeirra ríkja á innri markaði Evrópusambandsins sem verst standa. Ísland er til að mynda skuldugra en Grikkland. Ísland hefur eitt ríkja á innri markaðnum neyðst til að setja gjaldeyrishöft sem enginn kann lausn á. Þrátt fyrir hrun krónunnar hefur ekki tekist að auka útflutning að marki. Það hefur sumum evruríkjum þó tekist eins og Írum. Þá á Ísland eins og önnur helstu kreppuríkin við kerfisleg vandamál að stríða."

(Leturbreyting, ES-bloggið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þorsteinn þegir eins og Viðskiptaráðið um að Ísland fær ekki inngöngu í ESB nema aflétta gjaldeyrishöftunum.Hann hlýtur að vita að með afnámi haftanna með allar erlendar skuldir á herðunum og gjaldeyrisskort þá hrynur það, sem eftir er af krónunni, sem orsakar eitt allsherjarhrun á Íslandi.Er það það sem Þorsteinn og ESB vilja til að fá Ísland til að ganga á hnjánum inn í ESB.Er maðurinn svo forhertur í sinni ESB trú að hann vilji það.En hann lýgur engu um að skuldir Íslands eru meiri en Seðlabankinn og ríkisstjórnin vilja viðurkenna.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 11.11.2012 kl. 22:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

SKULDIR ÍSLENSKRA HEIMILA SEM HLUTFALL AF RÁÐSTÖFUNARTEKJUM TVÖFALT MEIRI EN SPÆNSKRA HEIMILA.

20.8.2009:


"Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót [í árslok 2008] en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%.

Skuldaaukning heimila hefur átt sér stað í flestum hagkerfum undanfarin ár en afar mismunandi er hversu skuldsett heimili í einstökum löndum eru.

Skuldir íslenskra heimila eru
hins vegar miklar og hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum hátt í samanburði við önnur þróuð hagkerfi.

Þannig er þetta hlutfall að meðaltali 134% í Bandaríkjunum, 180% á Írlandi og 140% á Spáni, svo einhver lönd séu nefnd."

"Hærra skuldahlutfall gerir heimilin viðkvæmari fyrir breytingum í gengi, verðbólgu, vöxtum og tekjum."

Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila

Þorsteinn Briem, 11.11.2012 kl. 23:19

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar verður bundið við gengi evrunnar í ERM II MEÐ AÐSTOÐ Seðlabanka Evrópu og um tveimur árum síðar verður tekin hér upp evra í stað krónunnar.

Laun hér á Íslandi verða þá greidd í evrum og verð á vörum og þjónustu verður að sjálfsögðu einnig í evrum.

Íslendingar fá þá lán á MUN LÆGRI VÖXTUM en áður og VERÐBÓLGAN hér á Íslandi verður MUN MINNI en hún hefur verið.

Skuldum verður breytt úr krónum í evrur og að sjálfsögðu þarf áfram að greiða af þeim.

Einstaklingar og fyrirtæki hér á Íslandi skulda nú gríðarlegar fjárhæðir.

Bankar hér munu lána einstaklingum í samræmi við tekjur þeirra í evrum og menn fá ekkert frekar lán í evrum en íslenskum krónum.

Hins vegar verður mun auðveldara fyrir Íslendinga að greiða af lánum í evrum EF þeir hafa einnig tekjur í evrum.

Þorsteinn Briem, 11.11.2012 kl. 23:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afgangur á vöruskiptum við útlönd nam hér á Íslandi um 97 milljörðum króna árið 2011, um 120 milljörðum króna árið 2010 og um 90 milljörðum króna árið 2009, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Þorsteinn Briem, 11.11.2012 kl. 23:58

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Heildarskuldir þjóðarbúsins í hlutfalli við landsframleiðslu eru miklar samanborið við önnur lönd.

Heimili og fyrirtæki hafa lengi verið meðal þeirra skuldsettustu á meðal þróaðra landa.

Skuldir ríkissjóðs námu í ágúst
[2012] um 85% af vergri landsframleiðslu og þar af námu erlendar skuldir um 414 milljörðum króna, eða um 28% af heildarskuldum."

Seðlabanki Íslands - Fjármálastöðugleiki 2012 - 2

Þorsteinn Briem, 12.11.2012 kl. 07:16

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Talandi um glansmyndir... þær eru fleiri í ranni ESB sinna en nokkurntíma þeirra sem vilja halda Íslandi á lofti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 17:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni hækkað um 119,29%.

Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Þorsteinn Briem, 12.11.2012 kl. 17:46

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 41,23% og gagnvart breska sterlingspundinu um 28,36%.

Þorsteinn Briem, 12.11.2012 kl. 17:53

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hefur HÆKKAÐ um 10,71% frá 7. ágúst síðastliðnum en breska sterlingspundsins um 10,12%, norsku krónunnar 11,67%, sænsku krónunnar 7,49%, svissneska frankans 10,34%, Bandaríkjadollars 8,17%, Kanadadollars 8,19% og japansks jens 6,73%.

Þorsteinn Briem, 12.11.2012 kl. 18:06

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér er glansmynd par exelance.:

The European Union has brought great advantages

to all Europeans – stability, prosperity, democracy,

human rights, fundamental freedoms, and the rule

of law. These are not just abstract principles.

They have improved the quality of life for millions

of people. The benefits of the single market for

consumers in the EU are obvious: economic growth

and job creation, safer consumer goods, lower

prices, and greater choice in crucial sectors like

telecommunications, banking and air travel, to name

but a few.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 18:23

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar lifum fyrst og fremst á útflutningi til Evrópusambandsríkjanna, sem greiða hæsta verðið fyrir okkar vörur.

Og ÞÚSUNDIR Íslendinga hafa starfað þar undanfarna áratugi.

Annars hefði atvinnuleysið verið mun meira hérlendis.

Hvað þá ef enginn útflutningur væri hér til Evrópusambandsríkjanna.

Verð á matvælum er mun lægra í Evrópusambandsríkjunum en hér á Íslandi.

Og vextir mun lægri en hérlendis.

Frjálslyndi flokkurinn hefur ekkert fylgi og hefur ekkert að segja í íslenskum stjórnmálum.

Ísafjarðarskotta er jafn steindauð og hún hefur alltaf verið.

Þorsteinn Briem, 12.11.2012 kl. 18:49

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.11.2012 (í dag):

"Íslendingar þekkja vel gjaldeyrishöft, enda voru þau við lýði hérlendis allt frá árinu 1931 til 1960 og voru ekki að fullu afnuminn fyrr en íslenska krónan var sett á flot í mars árið 2001.

Segja má að höftin hafi þó að mestu verið afnumin með stofnun gjaldeyrismarkaðar árið 1993 og EES-samningnum, sem tók gildi árið 1994 með tilkomu fjórfrelsisins, sem kveður meðal annars á um frjálst flæði fjármagns.

Íslendingar hafa því einungis verið með haftalausa krónu í rúm sjö ár síðustu 80 árin.

7,4 prósenta ársverðbólga var hér að meðaltali frá því að krónan var sett á flot í mars 2001 og þar til að sú tilraun endaði með banka- og gjaldeyriskreppu innan við átta árum seinna, sem getur vart talist góður árangur.


28. nóvember 2008 voru fyrstu lög um gjaldeyrishöft sett á Alþingi og kostnaður Íslendinga vegna haftanna hefur frá þeim tíma stöðugt aukist."

Þorsteinn Briem, 12.11.2012 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband