Leita í fréttum mbl.is

Hér drýpur smjör af hverju strái!

Kind (vinaleg)Það er náttúrlega engum blöðum um það að fletta að framámenn bænda búa í hinni bestu af veröld. Allavegana ef marka má grein á leiðarasíðu nýjasta Bændablaðsins, sem hefst með þessum orðum:

"Maður spyr sig, býr nokkur þjóð betur? Því er meira en lítið undarlegt að hér á landi hafi minnihlutahópur náð því í krafti ríkisstjórnarsetu síðustu fjögur árin að leiða baráttu fyrir því að öllum þessum verðmætum verði komið undir stjórn Evrópusambandsins. Þó að fólk sem er blindað af glimmerglysinu í Brussel sjái ekki þá gríðarlegu möguleika sem Íslendingar eiga við að búa hafa útlendingar komið auga á það."

Síðar segir þetta: "Frægar eru deilurnar við kínverska kaupsýslumanninn út af kaupum og síðan mögulegri leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverjar hafa fyrir löngu séð möguleikana sem hér er að hafa. Þeir horfa þar líka til þess að geta nýtt Ísland sem bækistöð fyrir afar umfangsmikla námuvinnslu sem er í uppsiglingu á Grænlandi. Nú hefur Howard Graham Buffet, elsti sonur hins heimsþekkta stóreigna manns Warren Buffet, sem af mörgum er talinn farsælasti fjárfestir 21. aldarinnar, einnig uppgötvað stórkostlega möguleika Íslands."  (Okkur líður öllum betur!)

Og höfundur pistilisins heldur áfram: "Í það minnsta var það ekki áhuginn á fullveldisafsali Íslands til ESB sem rak hann til að skrölta á einkaþotu sinni hingað til lands í síðustu viku. Hann sér möguleikana í kornrækt hér á landi og hefur hug á að fjárfesta í landi og það engum smábleðlum. Hann skilur vel hugtakið fæðuöryggi og veit að korn mun stíga hratt í verði á komandi misserum. Þá getur eignarhald á kornökrum og gott aðgengi að orku verið eins og að hafa gullgerðarvél í bakgarðinum. Þarf virkilega útlendinga til að benda okkur á þetta."

Manni dettur í hug orðið ,,þjóðernisrómantík" með slatta af (þjóðernis)rembingi með. Grasið er ekki grænna "hinum megin" - það er grænast og best "okkar megin". Við þurfum heldur ekki að sækja vatnið yfirlækinn, vegna þess að við ERUM nánast lækurinn, eins og hann leggur sig!

Miðað við þetta hljóta íslenskir bændur að búa í einhverskonar draumaríki, þar gjaldmiðillinn er stöðugur og verðmikill, vextir og verðbólga eru með lægsta móti og engin er hún verðtryggingin!

Hér drýpur smjör af hverju strái og ekki einu sinni Norðmenn fá minnstu klípu af því. Því besta smjör í heimi tilheyrir okkur - og engum öðrum! Já, næstum íslenska súrefnið er miklu, miklu betra en annað súrefni! Því það er okkar.

Og fæðuöryggið er náttúrlega eitthvað sem Ísland á heimsmet í! Það bara liggur í augum uppi!

Hið ríkisrekna(?) Bændablað sér rautt yfir ESB, en á sama tíma er Evrópa sennilega mikilvægasti markaður fyrir þessa ESB-andsnúnu menn. Evrópa kaupir nánast allt af íslenskum bændum sem hægt er, meira að segja typpin af blessuðum karlkindunum!

En varla heitir það "tækifæri" ! Það hlýtur að vera eitthvað skelfilegt!

Ps. Eru ársreikningar Bændablaðsins á netinu? (Sjá athyglisverða grein sem tengist þessu).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

MATVÆLAÖRYGGI BJARTS Í SUMARHÚSUM NÚ OG ÞÁ.

Meirihlutinn af
fatnaði og matvörum sem seldur er í verslunum hérlendis er erlendur.

Þar að auki eru erlend aðföng notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.

Erlend aðföng í landbúnaði hérlendis
eru til að mynda dráttarvélar, alls kyns aðrar búvélar, varahlutir, tilbúinn áburður, heyrúlluplast, illgresis- og skordýraeitur, kjarnfóður og olía.

"Íslensk" fiskiskip eru langflest smíðuð í öðrum löndum Evrópska efnhagssvæðisins og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.

Og áður en vélvæðing hófst í landbúnaði hérlendis keyptu "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar INNFLUTTA ljái, lampaolíu, áfengi, kaffi, tóbak, sykur og hveiti.

Og hvaða hráefni er notað í "íslenskar" pönnukökur?!

Kexverksmiðjan Frón
notaði eitt þúsund tonn af hveiti og sykri í framleiðslu sína árið 2000 en formaður Framsóknarflokksins heldur náttúrlega að það hafi allt verið ræktað hérlendis og "Bjartur í Sumarhúsum" hafi slegið grasið með berum höndunum!

Leggist allir flutningar af hingað til Íslands leggst því allur 
"íslenskur" landbúnaður einnig af!

Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 19:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandsríkjunum og þar af leiðandi yrði hægt að STÓRAUKA útflutning héðan frá Íslandi á FULLUNNUM landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandsríkjanna.

Á móti kemur að innflutningur á landbúnaðarvörum þaðan myndi aukast eitthvað hérlendis.

Tollar falla einnig niður á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum og því yrði hægt að STÓRAUKA sölu þangað á FULLUNNUM íslenskum sjávarfurðum.

Og AUKIN sala héðan á FULLUNNUM sjávarfurðum þýðir að sjálfsögðu AUKNA ATVINNU hérlendis, en EKKI minni, með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 19:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.

Og með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla hér niður allir tollar á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.


En geymsluþol nýmjólkur er of lítið til að það borgi sig að flytja hana hingað með skipum þúsundir kílómetra frá öðrum Evrópulöndum og of dýrt yrði að flytja mjólkina með flugvélum.

Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna árið 2009 og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.


Flutt voru út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Og flutt voru hér út 1.589 lifandi hross, þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 20:01

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bændablaðið er ríkisrekið.

Fréttablaðið og næstum öll restin af fjölmiðlaflórunni er ESB-rekin.

ESB-jafnaðar-friðarbandalagið þekkir að sjálfsögðu muninn á jafnrétti og ó-jafnréttlæti. Alþýðubarátta ESB er óaðfinnanleg. Mannréttindi koma í fyrsta sæti og viðskiptahagsmunir klíkufyrirtækja í annað sæti.

Er þetta ekki alveg augljóst?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.11.2012 kl. 20:56

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anna Sigríður Guðmundsdóttir,

MEGNIÐ
af þeim peningum, sem ÞÚ OG AÐRIR sem búa hér á Íslandi lifa á, kemur frá Evrópusambandsríkjunum.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.


Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 21:43

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Öll mannréttinda- og neytendavernd HEFUR KOMIÐ FRÁ EVRÓPU; óumbeðin og í óþökk íslenskra yfirvalda; allt frá mannvirðingarákvæðum í stjórnarskránni frá 1874 og að þessum nýjustu mannréttindadómum."

Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 21:49

7 Smámynd: Elle_

Enginn þjóðernishroki var í skrifum Bændablaðsins sem þið hæðið.  Hví eruð þið í þessum rangnefndu ´Evrópu´-samtökum sífellt að ráðast á bændur?   Ættuð þið ekki frekar að vera að ráðast á ólýðræðis-sambandið í nýlenduveldasvæði álfunnar Evrópu og Samfylkingu fyrir að vilja troða fullvalda ríki þangað inn?

Elle_, 18.11.2012 kl. 22:49

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steini. Ég veit ekki hvort mér finnst hriplek og ólögleg bankastefna Evrópu-seðlabankans vera einhver mannréttindi fyrir bankarænda einstaklinga í Evrópu og á Íslandi.

Mér finnst nú eitthvað vanta inn í þá mannréttinda-jafnréttis-heildarmynd ESB-friðarbandalagsins.

En kannski er ég bara svo vitlaus, að skilja ekki þessi sjálfsögðu banka/lífeyrissjóðs-eignaupptöku-réttindi EES og ESB. Það er þá orðinn sorglega þungur baggi fyrir mig að bera, að ég skuli bæði vera lygari og heimskingi.

En sem betur fer eru ekki allir jafn miklir lygarar og heimskingjar, eins og ég er að sumra mati þekkt fyrir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.11.2012 kl. 23:21

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Elle,

Þingkosningar í Evrópusambandsríkjunum eru LÝÐRÆÐISLEGAR KOSNINGAR.

Þingmeirihlutinn styðst því við MEIRIHLUTA KJÓSENDA.

Þú og þínir líkar stundið hins vegar LÝÐSKRUM og þið sýnið stöðugt heimsku ykkar og fáráðlingshátt.

Og þú ert VESALINGUR, sem felur þig hér á bak við dulnefni.

Hagur okkar Íslendinga batnaði mikið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp þeirri aðild?!

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Það er nú allt fullveldið!

Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 23:34

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."

Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 23:39

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 23:45

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Miðað við jafnraunviriðistekjur PPP á íbúa þá þá hafa þær dregist saman á Islandi miðað við EU 15 um 1,0% á ári eða 30% alls.

Lögsaga miðstýringa EU fellur að grunngeira Prime Borgríkjanna, tryggir þeim orku og hráefni frá hinum blokkum, heldu framfærslu kostnaði millisétta í lámarki með að Commission Brussel setur verðþök á alt það sem er  vale adding  sem selst almennt á common market 90% íbúa. 10% heimilanna með 22% af heildartekjum heimila að fornu fari spyri ekki hvað neyslan kostar heldur kaupir það hún telur best: smá tollar eru engin hindrun á private market hollustu og munaðar.  EU er stéttskipt í aðalatriðum, greindarlega IQ og meðalgreindar eiga það sameiginlegt að hafa ekki greind til skilja þá yfirgreindu 5% jarðarinnar þegar þeir vilja ekki láta sauðina skilja sig.

Yfirgreindir leiða hæfan meirihluta EU framkvæmdavaldsins, lagalegt svigrúm þeirra er ærið í dag. Þeir láta  aldrei meðalgreinda hafa áhrif á sína greind. Ég þekki mitt fólk frá fyrstu hendi.  Löggjafin í EU  ber ekki upp tilögur um lög , regur og tilskipanir, hann ræður því að forminu til hvort breytingar eru samþykktar. Stjórnaskráin gengur ekki útfrá því að Framvæmdavaldið þurfi að semja við þingmenn. Commission hefur fjámálgeiran að mestu undir sér og stýrir úthlutun  verkefna og styrkja. Neikvæð ríki eru illa liðinn.   
Nefndir eru að forminu til valdalausar og útnefndar til Brussell, á gagnrýni þeirra er hlustað samkvæmt stjórnarskrá.

Commission gerir markmið hæfs meirihluta að veruleika, hefur til þess tól og tæki, hæfustu stofnanir og einstaklinga sér til handar.

Ég get trúað að valdlausi nefnda geirinn verði skorinn niður í kostnaði í framtíðinni.    
EU er mjög til fyrirmyndar og hentar ríkjum sem hugsa eins í toppi.      
Rýni er mjög gott orð yfir lestur nútíma Íslendinga  sem allir eru lesblindir á snobb málýskur yfirstétta EU. Hér er kennd rökrétt setningafræði, orsifjafræði eða rethoric í öll sínu veldi.  Nauðsynleg forsenda til skila yfirstéttar texta á ensku, þýsku og Frönsku til dæmis.

Júlíus Björnsson, 19.11.2012 kl. 04:56

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Júlíus Björnsson,

Þú skilur greinilega ekki sjálfan þig.

Þorsteinn Briem, 19.11.2012 kl. 05:37

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.11.2012 kl. 12:50

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bretar eu að skilja við Ebéið ha,ha ha,þið fáið hundinn,við pundin.

Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2012 kl. 13:55

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.10.2011:

"Tillaga um þjóðaratkvæði um samband Bretlands og ESB var kolfelld á breska þinginu í kvöld með 483 atkvæðum gegn 111.

William Hague
, utanríkisráðherra Breta,  sagði í samtali við The Guardian að um væri að ræða "ranga spurningu á röngum tíma".

Talsmaður David Cameron sagði í kvöld að það væri best fyrir hagsmuni Bretlands að vera í Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 19.11.2012 kl. 15:32

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC).

When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice."

Þorsteinn Briem, 19.11.2012 kl. 15:40

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The only member state to hold a national referendum on withdrawal was the United Kingdom in 1975, when 67.2% of those voting voted to remain in the Community."

Withdrawal from the European Union

Þorsteinn Briem, 19.11.2012 kl. 15:42

19 Smámynd: Elle_

Vertu vesalingur sjálfur, litli hrotti.

Elle_, 19.11.2012 kl. 19:48

20 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Elle, Ertu svona mikið á móti staðreyndum að þú bölvar þeim í sand og ösku. Staðreyndin er að þú þekkir ekki og hefur ekki kynnt þér Evrópusambandið. Ég efast um að þú munir nokkru sinni gera það. Þér þykir þúfan sem þú situr á vera alltof þægileg.

 Anna Sigríður Guðmundsdóttir: Bankar voru ekki og eru ekki ennþá á ábyrgð Evrópusambandsins eða Seðlabanka Evrópu (ECB). Bankar í aðildarríkjum voru og eru ennþá á ábyrgð viðkomandi ríkja. 

Seðlabanki Evrópu hefur það hlutverk að halda evrunni stöðugri og verðbólgu niðri. Það á ekki að breytas. Þó svo að eftirlitshlutverk ECB verði aukið og ný eftirlitsstofnun verði stofnuð til þess að fylgjast með starfsemi banka innan ESB.

Sáttmáli um grunnréttindi Evrópusambandsins hefur núna tekið gildi. Sá sáttmáli verndar mannréttindi innan ESB og réttindi borgarana. Þessi sáttmáli gildir í öllum aðildarríkjum ESB nema annað komi fram.

Sérlausn frá þessum sáttmála hafa eftirtalin ESB ríki fengið. Tékkland, Pólland og Bretland.

http://en.wikipedia.org/wiki/Charter_of_Fundamental_Rights_of_the_European_Union

http://en.wikipedia.org/wiki/Opt-outs_in_the_European_Union

Enn og aftur sannast að ESB andstæðingar hafa ekki kynnt sér málið og vita ekkert hvað þeir tala um.

Jón Frímann Jónsson, 20.11.2012 kl. 05:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband