Leita í fréttum mbl.is

Óðinn í Viðskiptablaðinu um (meðal annars) gjaldmiðilsmál

Pistlahöfundurinn "Óðinn" á Viðskiptablaðinu skrifar þann 21.11 pistil um peningastefnu, fasteignabólur og fleira. Í pistlinum er að finna nokkra áhugaverða punkta um gjaldmiðillsmál, kíkjum á nokkra:

"Með gjaldeyrishöftunum er Ísland ekki lengur hluti af alþjóðlegri verkaskiptingu og öll fjárfesting og viðskipti eiga sér stað í gjaldmiðli sem er ekki skiptanlegur í alþjóðlegar myntir. Viðskiptaákvarðanir á Íslandi taka mið af arðsemi í íslenskum krónum en ekki framboði og eftirspurn á heimsmarkaði. Hagkerfið leitar því smám saman jafnvægis sem byggist á óskhyggju valdsmanna en fjarlægist efnahagslegan raunveruleika."

"Sjálfsblekkingin er þó ekki ný af nálinni í íslenskri hagstjórn heldur er hún eðli þeirrar peningamálastefnu sem hefur verið rekin stærstan hluta þess tíma sem við höfum haft sjálfstæða peningastefnu. Talsmenn fljótandi gengis halda því fram að Ísland geti unnið á móti hagsveiflum með því að láta gengið sveiflast eftir því hvernig árar í hagkerfinu. Reynslan hefur að vísu verið sú að sveiflur krónunnar hafa magnað upp hagsveiflur fremur en að milda þær, en ímyndum okkur að þetta væri hægt. Væri þetta þá jafn æskilegt og talsmenn fljótandi gjaldmiðils segja? Svarið er nei því hagkerfið er ekki ein eining heldur mörg mismunandi fyrirtæki. Með því að gengið sveiflast eftir meðaltalinu eða sterkustu atvinnugreininni þá bjagast hlutfallslegt verð í hagkerfinu í stað þess að þau fyrirtæki sem illa árar hjá lagi sig að breyttum kringumstæðum."

"Afleiðingin af fljótandi gengi og losaratökum í ríkisfjármálum hefur verið langvarandi verðbólga. Ef fyrsti áratugur þessarar aldar er skoðaður sést að peningamagn í umferð jókst langt umfram hagvöxt, hins vegar tókst að fela verðbólguna með því að gengi gjaldmiðilsins var spennt upp með háum vöxtum. Hátt gengi gjaldmiðilsins lækkaði innflutt vöruverð og kom þannig í veg fyrir að almenningur áttaði sig á því að það var verið að rýra verðgildi peninga hans."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ráðgáta afhverju íslendingar vilja halda í þessa krónu sína. Alveg stórmerkileg tilhneyging. Að vilja hafa svona allt í vitleysu í peningamálum. Algjörlega hrein ráðgáta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.11.2012 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband