Leita í fréttum mbl.is

Smá upprifjun

ESBEitt sem er svo skemmtilegt við okkur manneskjurnar er að við getum rifjað upp hluti, notað minnið með virkum hætti. Þá er t.d. hægt að rifja þetta upp til gamans:

"Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hvetja til þess í grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að ákvörðun um inngöngu verði undir þjóðaratkvæði."

Svo segir: "Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hvetja til þess...að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að ákvörðun um inngöngu verði borin undir þjóðaratkvæði."

Þetta stóð s.s. í Morgunblaðinu þann 13. desember 2008.

Í fréttinni segir ennfremur  að...."sú ákvörðunin megi þó ekki eingöngu snúast um gjaldmiðilsmál heldur þurfi að kanna málið frá öllum hliðum."

Þá kemur einnig fram að þeir Illugi og Bjarni ...."telji hins vegar að til lengri tíma muni krónan reynast Íslendingum fjötur um fót og að þær aðstæður sem skapast hafi kalli á að ráðist verði í aðildarviðræður og að í kjölfar þess taki þjóðin ákvörðun um málið."

En Bjarna var ekki stætt á þessari skoðun, sérstaklega í ljósi þess að ákveðnum stað er ákveðinn maður í ákveðnum stól, með ákveðnar skoðanir í þessu máli. Og þær bara passa alls ekki við skoðun Bjarna á þessum tíma. Og því fór kannski sem fór?

Ps. Annars er sjálf frétt MBL ákaflega hroðvirknislega unnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er annað sem er ekki síður skemmtilegt við mannskeppnuna, flesta. Þegar fólk sér að það hefur tekið ranga ákvörðun, snýr það til baka. Það kallast skynsemi.

Hvort Bjarni og Illugi teljist til þeirra sem slíkt hafa til að bera, á eftir að koma í ljós. Mun sjást eftir næstu kosningar.

Gunnar Heiðarsson, 23.11.2012 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband