Leita í fréttum mbl.is

Árni Finnsson, Evrópumaður ársins: "Evrópusambandsríkin eru klárlega þau iðnríki sem mesta ábyrgð taka í loftslagsmálum"

Smugan_lógóSmugan segir frá: "Skuldbindingar Íslands og Evrópusambandsins á grundvelli Kyoto-bókunarinnar eru stórt framfaramál að mati Árna Finnssonar formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands: ,,Að Ísland fengi aðild að loftslagsstefnu ESB lá fyrir á Kaupmannahafnarráðstefnunni 2009 en í Doha var hún loks innsigluð,” segir hann. ,,Evrópusambandsríkin eru klárlega þau iðnríki sem mesta ábyrgð taka í loftslagsmálum og frá og með Doha er Ísland hluti þess ríkjasambands hvað þann málaflokk varðar. Þessi nýja staða mun skerpa á skuldbindingum Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni og setja loftslagsstefnu Íslands mun skýrari ramma. Tímabil sérstöðupólitíkur og undanþága fyrir Ísland eru liðin tíð."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fyrsti umhverfisráherra heimsins var í ríkisstjórn Adolfs Hitlers.Engan þarf því að undra að öfgafólk í umhverfisvernd aðhyllist aðild Íslands að ESB.Öfgaumhverfisfólk innan ESB heldur því blákalt fram að íslenski þorskstofninn sé að þurkast út.Sömuleiðis að Grásleppan íslenska sé ofveidd vegna þess að hún sé ekki í kvóta.Samtök þessa fóks bannar verslunum að selja íslenskar fiskafurðir.Það er slæmt að ekki skuli vera hægt að draga það fólk og þau samtök sem berjast gegn Íslandi,  til saka.Evrópumaðurinn er skammaryrði þegar kemur að hagsmunum Íslands.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 10.12.2012 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband