Leita í fréttum mbl.is

Dr. Jón Ormur Halldórsson um öxla Evrópu í FRBL

Dr. Jón Ormur Halldórsson skrifar mjög áhugaverđa hugleiđingu um Evrópumálin í Fréttablađiđ ţann 24.1 undir fyrirsögninni Öxlar Evrópu. Grein hans hefst svona:

"Aldrei hafa jafnólíkar ţjóđir bundist jafn nánum böndum og Ţýskaland og Frakkland. Í vikunni halda menn upp á fimmtíu ára afmćli vináttusáttmála ţjóđanna tveggja sem kenndur er viđ Elysée-höllina í París. Ţađ segir sögu um nánd ţessa sambands ađ ríkisstjórnir landanna halda sameiginlega ríkisstjórnarfundi tvisvar á ári og á milli embćttismanna og ráđherra ţeirra er formlegt, stöđugt og oft náiđ samráđ. Menn kenna samstarfiđ ýmist viđ öxul eđa mótor og hvort tveggja er lýsandi.

Samvinnuferliđ í Evrópu hefur mjög hvílt á ţessu afar sérstaka sambandi. Vilji ríkjanna til nánara samstarfs hefur líka veriđ einn af sterkustu kröftunum í ađ knýja áfram evrópska samvinnu. Samstarfiđ hefur stundum veriđ erfiđara en sögur um Mitterand, Kohl, d’Esteing og Schmidt gefa til kynna. Árangurinn er hins vegar ótvírćđur og heimssögulegur. Og nú standa menn á krossgötum."

Í greininni víkur Jón síđan ađ Póllandi og auknum áhrifum ţess (landiđ gekk í ESB 2004):

"Eitt til viđbótar skiptir síđan máli fyrir framhaldiđ. Ţađ er efnahagslegur uppgangur, stóraukinn pólitískur ţroski og vaxandi sjálfsöryggi Póllands. Af sögulegum ástćđum vilja Ţjóđverjar sem allra nánast samstarf viđ Pólland. Árangur Pólverja í efnahagsmálum og vaxandi áhugi ţar í landi fyrir fullri ţátttöku í nánu samstarfi Evrópuríkja hefur stórlega aukiđ vćgi Pólverja í evrópskum stjórnmálum. Ţađ mun vaxa enn frekar á nćstu árum, sérstaklega ef Pólland tekur upp evru. Tímabundnir erfiđleikar sem eru fram undan í pólskum efnahagsmálum breyta ţessu ekki. Náiđ samstarf á milli Berlínar og Varsjár er einn helsti lykillinn ađ nýju pólitísku jafnvćgi í ESB. Frakkar eiga tćpast betra svar viđ ţessu en enn nánara samband viđ Berlín. Vonda svariđ, alvöru bandalag Miđjarđarhafsţjóđa gegn meintu ofríki hinna efnuđu og sparsömu norđanmanna, er ekki fýsilegur kostur fyrir neinn. Bandalag Frakka viđ Breta mun af augljósum ástćđum takmarkast viđ aukna hernađarsamvinnu. Hún er raunar orđin mjög eftirtektarverđ, en á ţessu sviđi eru Ţjóđverjar síđur til í tuskiđ vegna annarra viđhorfa til beitingar valds í ţágu utanríkispólitískra markmiđa."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ţađ er ekki nýtt ađ Frakkland og ţau ríki sem nú mynda Ţýskaland hafi samvinnu.Napoleon hafđi góđa samvinnu viđ Prússland og Ţýsku ríkin.Ţau stóđu međ honum í innrásinni í Rússland međal annars 1812.Nýja Evrópuríkiđ byggist á samvinnu ţassara ţjóđa.Hinar ţjóđirnar skulu hlýđa.Nei viđ ESB.

Sigurgeir Jónsson, 24.1.2013 kl. 11:43

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ţetta sjá Bretar.Nelson hefđi séđ ţetta.Nei viđ ESB.

Sigurgeir Jónsson, 24.1.2013 kl. 11:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband