Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðismenn með tilllögu: Köstum krónunni

Tíu íslenskar krónur (með loðnu)!Í frétt á visir.is segir þetta: "Samkvæmt drögum að tillögum um efnahags- og viðskiptamál, fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer 21. til 24. febrúar, verður afnám gjaldeyrishafta gert að forgangsmáli, og það með upptöku alþjóðlegrar myntar, og þar með yrði krónan aflögð, henni kastað eins og það er stundum nefnt. Einkum er horft til þess að skoða upptöku Bandaríkjadals og Kanadadals, að því er segir í tillögunum, sem birtar voru á vefsvæði Sjálfstæðisflokksins í morgun.

Orðrétt segir í tillögunum: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framatíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á alheimsmarkaði. Nú, fimm árum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á „til bráðabirgða" og engin trúverðug lausn hefur verið sett fram um afnám þeirra, er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu um að kannaðir verði til þrautar allir möguleikar fyrir Ísland í gjaldeyrismálum. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Til þess að svo megi vera telur landsfundur rétt að hafist verði handa við undirbúning um að taka í notkun alþjóðlega mynt á Íslandi í stað íslensku krónunnar. Alþjóðlegar myntir sem til greina gætu komið fyrir Ísland eru meðal annars Bandaríkjadalur, evra, Sterlingspund, norsk króna og Kanadadollar. Landsfundur telur eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn kanni sérstaklega þau kjör og valkosti sem bjóðast við upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals."

Hér er tillagan á vef Sjálfstæðisflokksins. Í rækilegri úttekt Seðlabanka Íslands sem kom út á síðasta ári voru aðeins tveir möguleikar í stöðunni: Króna eða Evra. Nú, fyrst þessi tillaga Sjálfstæðismanna er komin fram, hvað er þá eftir?

Þess má einnig geta að bæði Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður flokksins og Kristján Þór Júlíusson, þingmaður, hafa sagt að vandamál fylgi krónunni. Illugi lét ummæli sín falla í þættinum Sprengisandi.

Mánudaginn 30.janúar var gengisvísitalan komin í tæp 235 stig, Evran í 174 krónur og dollarinn í tæpar 130!

Seðlabanki Íslands gaf það út árið 2009 að Evran ætti að vera á genginu 160 krónur árið 2012.

Leturbreyting: ES-bloggið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það eru vandamál með vegna fjármálabraskara. Það er ekki almenningur sem er að heimta annan gjaldmiðil og ef það væri ekki vegna braskara þá væri krónan í lagi. Það að þurfa að gangast undir lög og reglur hjá ESB er dálítið langsótt í þessum efnum. Ég mæli eindregið USD þar sem við verslum mest við þá og það að fara út í Kanada dollar þá erum við að skapa millilið af óþörfu. Viljum við það.  Gerum eins og Kínamenn þeir selja aðeins gegn USD.  

Valdimar Samúelsson, 30.1.2013 kl. 14:42

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já gerum einsog alvöru vestræn líðræðisríki... gerum einsog kínverjar 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2013 kl. 18:45

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

þetta er tillaga til Landsfundar og ég læt BB sjá um útskýringar á málinu hér fer það sem Magnús Halldórsson skrifaði um það sem BB sagði um þetta:

"Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki vera tímabært að skipta um mynt hér á landi, þ.e. að kasta krónunni og taka upp alþjóðlega mynt. Hann segir brýnna að ná fyrst tökum á ríkisfjármálunum, eyða fjárlagahallanum og koma á meiri stöðugleika í efnahagslífinu. „Ég tel að það sé alveg sjálfsagt mál að ræða um framtíð gjaldmiðilsins, en ég tel það alls ekki tímabært að við Íslendingar hefjum undirbúning að því að skipta um gjaldmiðil [...] Ég tel sjálfur að landsfundur muni ekki samþykkja þessar tillögur, en það er sjálfsagt mál að taka um þetta umræðu."

Þarf eitthvað að bæta við þetta?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 31.1.2013 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband