Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstćđismenn međ tilllögu: Köstum krónunni

Tíu íslenskar krónur (međ lođnu)!Í frétt á visir.is segir ţetta: "Samkvćmt drögum ađ tillögum um efnahags- og viđskiptamál, fyrir landsfund Sjálfstćđisflokksins, sem fram fer 21. til 24. febrúar, verđur afnám gjaldeyrishafta gert ađ forgangsmáli, og ţađ međ upptöku alţjóđlegrar myntar, og ţar međ yrđi krónan aflögđ, henni kastađ eins og ţađ er stundum nefnt. Einkum er horft til ţess ađ skođa upptöku Bandaríkjadals og Kanadadals, ađ ţví er segir í tillögunum, sem birtar voru á vefsvćđi Sjálfstćđisflokksins í morgun.

Orđrétt segir í tillögunum: „Íslenska krónan í höftum getur ekki veriđ framatíđargjaldmiđill ţjóđarinnar ef stefnt er ađ ţví ađ Íslendingar eigi kost á ţví ađ taka ţátt í alţjóđlegri samkeppni og afla ţjóđinni tekna á alheimsmarkađi. Nú, fimm árum eftir ađ gjaldeyrishöft voru sett á „til bráđabirgđa" og engin trúverđug lausn hefur veriđ sett fram um afnám ţeirra, er nauđsynlegt ađ Sjálfstćđisflokkurinn taki forystu um ađ kannađir verđi til ţrautar allir möguleikar fyrir Ísland í gjaldeyrismálum. Landsfundur telur ađ Sjálfstćđisflokknum beri skylda til ţess ađ setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Til ţess ađ svo megi vera telur landsfundur rétt ađ hafist verđi handa viđ undirbúning um ađ taka í notkun alţjóđlega mynt á Íslandi í stađ íslensku krónunnar. Alţjóđlegar myntir sem til greina gćtu komiđ fyrir Ísland eru međal annars Bandaríkjadalur, evra, Sterlingspund, norsk króna og Kanadadollar. Landsfundur telur eđlilegt ađ Sjálfstćđisflokkurinn kanni sérstaklega ţau kjör og valkosti sem bjóđast viđ upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals."

Hér er tillagan á vef Sjálfstćđisflokksins. Í rćkilegri úttekt Seđlabanka Íslands sem kom út á síđasta ári voru ađeins tveir möguleikar í stöđunni: Króna eđa Evra. Nú, fyrst ţessi tillaga Sjálfstćđismanna er komin fram, hvađ er ţá eftir?

Ţess má einnig geta ađ bćđi Illugi Gunnarsson, ţingflokksformađur flokksins og Kristján Ţór Júlíusson, ţingmađur, hafa sagt ađ vandamál fylgi krónunni. Illugi lét ummćli sín falla í ţćttinum Sprengisandi.

Mánudaginn 30.janúar var gengisvísitalan komin í tćp 235 stig, Evran í 174 krónur og dollarinn í tćpar 130!

Seđlabanki Íslands gaf ţađ út áriđ 2009 ađ Evran ćtti ađ vera á genginu 160 krónur áriđ 2012.

Leturbreyting: ES-bloggiđ.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţađ eru vandamál međ vegna fjármálabraskara. Ţađ er ekki almenningur sem er ađ heimta annan gjaldmiđil og ef ţađ vćri ekki vegna braskara ţá vćri krónan í lagi. Ţađ ađ ţurfa ađ gangast undir lög og reglur hjá ESB er dálítiđ langsótt í ţessum efnum. Ég mćli eindregiđ USD ţar sem viđ verslum mest viđ ţá og ţađ ađ fara út í Kanada dollar ţá erum viđ ađ skapa milliliđ af óţörfu. Viljum viđ ţađ.  Gerum eins og Kínamenn ţeir selja ađeins gegn USD.  

Valdimar Samúelsson, 30.1.2013 kl. 14:42

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já gerum einsog alvöru vestrćn líđrćđisríki... gerum einsog kínverjar 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2013 kl. 18:45

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

ţetta er tillaga til Landsfundar og ég lćt BB sjá um útskýringar á málinu hér fer ţađ sem Magnús Halldórsson skrifađi um ţađ sem BB sagđi um ţetta:

"Bjarni Benediktsson, formađur Sjálfstćđisflokksins, segir ţađ ekki vera tímabćrt ađ skipta um mynt hér á landi, ţ.e. ađ kasta krónunni og taka upp alţjóđlega mynt. Hann segir brýnna ađ ná fyrst tökum á ríkisfjármálunum, eyđa fjárlagahallanum og koma á meiri stöđugleika í efnahagslífinu. „Ég tel ađ ţađ sé alveg sjálfsagt mál ađ rćđa um framtíđ gjaldmiđilsins, en ég tel ţađ alls ekki tímabćrt ađ viđ Íslendingar hefjum undirbúning ađ ţví ađ skipta um gjaldmiđil [...] Ég tel sjálfur ađ landsfundur muni ekki samţykkja ţessar tillögur, en ţađ er sjálfsagt mál ađ taka um ţetta umrćđu."

Ţarf eitthvađ ađ bćta viđ ţetta?

Kveđja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 31.1.2013 kl. 01:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband