Leita í fréttum mbl.is

Annað hrun?

Friðrik Jónsson, Eyjubloggari, skrifar pistil um möguleikann á öðru hruni: "Annar efnahagsskellur er líkast til óumflýjanlegur, því allt hangir þetta saman: Verðtrygging, snjóhengja, ósjálfbært lífeyriskerfi, ósjálfbært peningamagn í umferð, gjaldeyrishöft o.s.frv. Því þarf róttækar – og harkalegar – aðgerðir,“ segir hagfræðingurinn Friðrik Jónsson sem segir að verðtrygging geti varla átt við þegar kerfishrun verður.

Friðrik, sem starfar fyrir Alþjóðabankann í Washington, skrifar vangaveltur um verðtrygginguna á Eyjubloggi sínu. Að hans mati hefur verðtryggingin bæði kosti og galla og þótt afnám hennar sé engin allsherjarlausn við þeim vanda sem við er að eiga verður að losna við hana.

Friðrik segir að verðtryggingin hafi veri þolanleg á meðan fjármálakerfið var meira og minna allt á hendi ríkisins. Eftir einkavæðingu bankanna hafi hins vegar komið upp sú staða að hagvæmt varð fyrir leikendur fjármálakerfisins að beita áhrifum sínum með þeim hætti að hafa áhrif á þróun verðlags.

"Græðgin fyrst, og panikkið síðan, drap krónuna og opinberaði stóra veikleikan í kerfinu að verðtrygging, ekki frekar en ótakmörkuð innistæðutrygging, getur varla átt við þegar verður kerfishrun."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það verður annað hrun ef ESB ríkisstjórn Evrópusamtakanna verður áfram við stjórn landsins.Það er alveg á hreinu.Nei við ESB.Nei við Icesave.

Sigurgeir Jónsson, 1.2.2013 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband