Leita í fréttum mbl.is

Bomba í verðtryggingarmálum?

MBLMBL.is skrifar: "Það er álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að sé heildarkostnaður við lántöku ekki tilgreindur geti það brotið í bága við neytendalöggjöf sambandsins.

Er sú afstaða talin geta haft víðtækar afleiðingar fyrir verðtryggð lán á Íslandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Þetta álit kemur fram í svari Mariu Lissowska, sérfræðings innan framkvæmdastjórnarinnar, við fyrirspurn dr. Mariu Elviru Mendez-Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Háskóla Íslands."

Nú hafa tveir þingmenn Sjálfsætðisflokksins (og miklir andstæðingar ESB) krafist fundar vegna þessa álits og í annarri frétt MBL.is segir: "Guðlaugur Þór Þórðarson og Pétur H. Blöndal, þingmenn Sjálfstæðisflokks íefnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir fundi í nefndinni til að fara yfir álit framkvæmdastjórnar ESB á verðtryggðum lánum.

„Það er mjög mikilvægt að það liggi fyrir sem allra fyrst hvaða afleiðingar þetta álit hefur í för með sér,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum. Óskaði er jafnframt eftir að dr. Mariu Elviru Mendez-Pinedo, Arnar Kristinsson og sérfræðinga ráðuneytisins á þessu sviði komi fyrir nefndina."

Er hér á ferðinni bomba í verðtryggingarmálum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, bomba fyrir þá, sem eru með verðtryggð bílalán. Margir þeirra (orðnir bíllausir og "enn skuldugir") eiga eflaust bakkröfur í bílalánafyrirtæki bankanna (Lýsingu og hvað þau nú heita).

Annars er verðtryggingarmálunum er þannig komið í reynd (eins og komið er í ljós), að lántökukostnaður við verðtryggð lán þarf að liggja fyrir við undirritun lánasamninga (þetta eru þó fremur litlar fjárhæðir), en íbúðalán mega hins vegar vera verðtryggð, skv. ESB/EES-neytendalánareglum, en bílalán mega ekki vera verðtryggð.

Þetta er alveg í samræmi við það, sem ég hef álitið um þetta, með upplýsingar frá Carli Eiríkssyni verkfr. í höndunum, enda sýndist mér strax, að menn væru að teygja túlkunina nokkuð langt að kalla íbúðalán "neytendalán".

Önnur lausn þarf því að bjóðast þeim, sem eru með verðtryggð íbúðalán, og sú bezta virðist mér enn vera sú að láta bankana reikna niður höfuðstól slíkra bankalána, t.d. um 30%, það er sanngirniskrafa vegna 25-50% afsláttar nýju bankanna á kaupum þeirra á íbúðalánapökkum gömlu bankanna.

Svo væri sanngjarnt, að ríkið hjálpaði lántekendum fyrirkreppulána hjá Íbúðalánasjóði að fá einhvern afslátt líka.

Þetta hefði hver skynsöm ríkistjórn getað gert, en haldið þið að límsetufólkið í Jóhönnustjórninni geti bifað sjálfu sér til til þess á síðustu metrunum á valdaferlinum?

Jón Valur Jensson, 17.2.2013 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband