Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson með öflugan pistil á Eyjunni

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson, Eyjubloggari, skrifaði kröftugan pistil um efnahagsmál á Eyjuna og hefst pistillinn svona: "

"Það eru ekki nema 2-3 áratugir síðan allar innistæður íslenskra sparifjáreigenda í bönkum og lífeyrissjóðum brunnu upp á verðbólgubáli. Þar lagðist á eitt, lélegur gjaldmiðill og sveiflukennd, ómarkviss peningastjórnun, sem er ekki trúverðug, enda erlendir fjárfestar tregir til þátttöku í rekstri á íslandi. Upptaka evru eða tenging krónunnar við Evruna með vikmörkum og baktryggingu Seðlabanka ESB eins og Danir og Færeyingar hafa gert mun gera okkur kleift að ná langþráðum stöðugleika.

Seðlabankinn áætlar að með upptöku evru sparist 5 til 15 milljarðar króna á ári í beinan viðskiptakostnað. Þá getur sjálfstæð mynt ein og sér virkað sem viðskiptahindrun. Beinn viðskiptakostnaður vegna sérstaks gjaldmiðils er kostnaður sem fylgir því að skipta úr einum gjaldmiðli yfir í annan, það er þegar evrur eru keyptar fyrir krónur og öfugt. Þessi kostnaður lendir bæði á fjármálafyrirtækjum sem eiga viðskipti sem erlendan gjaldeyri fyrir innlendan og einnig hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem þurfa að kaupa eða selja erlendan gjaldeyri til að greiða fyrir tiltekin viðskipti.

Einnig verður að benda á þann sparnað sem hlýst af því að þurfa ekki að halda úti stórum gjaldeyrisforða til að styðja við smáa mynt. Vaxtakostnaður vegna gjaldeyrisvarasjóðsins Íslands er um 33 milljarðar króna á ári og eins hærri vaxtakostnaðar vegna þeirra lánakjara sem Íslandi býðst með sinn ótrúverðuga gjaldmiðil.

Lækkun vaxta mun hafa gríðarleg áhrif á greiðslubyrði einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Sem dæmi má nefna að samkvæmt nýlegum útreikningum Alþýðusambands Íslands getur árlegur sparnaður fyrir íslensk heimili numið um 15 milljörðum króna fyrir hverja prósentu í lægri vöxtum.

Óstöðugur gjaldmiðill veldur því að vextir hér á landi eru um 5% hærri en í nágrannalöndum okkar, þetta kostar heimilin og fyrirtækin í landinu gríðarlega mikið, eða með öðrum orðum íslensk heimili eru að greiða árlega 75 milljarða í vexti umfram það sem hér væri ef við værum með „eðlilegan“ gjaldmiðil."
(Leturbreyting, ES-bloggið)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Guðmundur Gunnarsson er en við sama heygarðshornið.Reynir stöðugt að ljúga því að fólki að Ísland geti tekið upp evru á morgun þótt fyrir liggi að það getur fyrst orðið eftir 10-15 ár, þótt við gengjum strax í kvöld í ESB.Hann vill ekkert gera, allra síst að nýta náttúruuaðlindir landsins.Öfgaumhverfisstefna er hans mottó.Guðmundur á að hafa manndóm í sér að þegja eftir að fjölmargir fyrri umbjóðendur hans hafa flúið land vegna verkefnaskorts á sviði sem spannar raforku við nýjar virkjanir.Þetta er samt einn af dýrlingum ESB sinna á Íslandi.Maður sem er í sama flokki og öfgaumhverfissinninn Eva Joly.

Sigurgeir Jónsson, 17.2.2013 kl. 20:57

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Svo reynir Guðmundur ofan á allt annað að ljúga því upp að Færeyingar séu með samning við Seðlabanka Evrópu um baktryggingu færeysku krónunnar.Færeyska krónan er tryggð af Seðlabanka Danmerkur, enda eru Færeyjar í skilningi alþjóðalaga hluti af danska ríkinu.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 17.2.2013 kl. 21:08

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og Færeyska krónan er ekki evra.Það er alveg klárt.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 17.2.2013 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband