Leita í fréttum mbl.is

Einn áhrifamesti stjórnmálafræðingur í heiminum í dag með fyrirlestur í HÍ

Í tilkynningu segir:

"Föstudaginn 8. mars, kl. 12:00-13:15 í Öskju 132:

Skuldakreppan: Stórveldi og smáríki innan Evrópusambandsins

Fundurinn er hluti af fundaröð Alþjóðamálastofnunar Evrópusamræður 2012-2013

Skuldakreppan í Evrópu hefur ekki einungis haft áhrif á efnahagsmál heldur einnig hið pólitíska svið. Smáríki álfunnar hafa brugðist við með því að leggja áherslu á nána samvinnu stofnana og byggja viðbrögð sín á siðferðilegum sjónarmiðum með það að markmiði að verja þá verst settu í samfélögunum. Stærri ríkin reyna hins vegar að bæta stöðu sína með því að vinna saman í stofnunum sem eru í raun gjaldþrota og hjálpa þannig þeim sterku. Í náinni framtíð munu þessar gjörólíku nálganir hafa veruleg áhrif á evrópsk stjórnmál og samskipti ríkja í heiminum.

Peter J. Katzenstein er einn áhrifamesti stjórnmálafræðingur í heiminum í dag og helsti kenningarsmiður í smáríkjafræðum. Hann fæddist í Þýskalandi en flutti til Bandaríkjanna og lauk doktorsgráðu við Harvard. Í dag er hann Walter S. Carpenter Jr. prófessor í alþjóðafræðum við Cornell háskóla. Hann er jafnframt gestafræðimaður við Princeton Institute of Advanced Study og Stanford Centre for Advanced Study in the Behavioral Sciences og var forseti the American Political  Science Association 2008-2009.  

Þátttakandi í umræðum og fundarstjóri er dr. Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands heldur tíu málstofur um Evrópusamrunann og Ísland í vetur. Stofnunin hlaut styrki frá Evrópustofu og úr Jean Monnet sjóði ESB til að stuðla að upplýstri umræðu um Evrópumál á Íslandi."  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB heldur áfram áróðri sínum fyrir inngöngu Íslands í ESB.Nú skal dreginn fram maður sem fer um og dregur í efa tilveru smáríkja.Öllu skal til tjaldað í áróðri ESB.Nú er það þýskur kani.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 1.3.2013 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband