Leita í fréttum mbl.is

Pawel Bartoszek: Óþarfi að láta eins og fáviti!

Pawel BartoszekPawel Bartoszek, skrifar grein í FRBL þann 1.3 og víkur í seinni hluta hennar að nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins og afstöðu fundarins til ESB og aðildarviðræðna. 

"Sjálfstæðisflokkurinn hafði fyrir helgina þá stefnu að pása aðildarviðræðurnar og kjósa svo um framhaldið. Eftir helgina hefur hann þá stefnu að hætta við og kjósa ekkert sérstaklega um framhaldið.

Þar með var vikið frá ákveðinni sátt frá 2011 svo þeir sem að henni stóðu, til dæmis Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hljóta nú vera óbundnir af henni.

En gott og vel, auðvitað getur stjórnmálaflokkur haft afdráttarlausa stefnu í ESB-málum. En eitt er að fara meðal fólks og útskýra að meirihluti Sjálfstæðismanna vilji sjá Ísland utan ESB og annað er að reyna að réttlæta þá þvælu að menn vilji loka húsnæði Evrópusambandsins vegna þess að Evrópusambandið dreifi þar bæklingum um sjálft sig. Kommon. Það þarf enginn að elska Brussel. Það er samt óþarfi að láta eins og fáviti.

Evrópuumræðan á landsfundinum var reyndar mjög athyglisverð. Það var til dæmis merkilegt að sjá að þegar Evrópumálin voru rædd í Laugardalshöllinni þá töluðu formaður Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformaður gegn því að horfið yrði frá þeirri sátt sem náðst hafði fyrir tveimur árum. En salurinn fylgdi öðrum formanni, sem stóð út við hliðarvegg og fylgdist með meðan gamlir undirmenn hans fluttu málstað sinn í ræðupúltinu.

Þannig má segja að á landsfundi hafi myndast ágreiningur milli hinnar hálffimmtugu kjörnu forystu Sjálfstæðisflokksins og hinnar hálfsjötugu fyrrum forystu hans. Auðvitað mega allir mæta á fund og rétta upp hönd. En engu að síður: Björn Bjarnason, Davíð Oddson og Tómas Ingi Olrich þurfa ekki lengur að halda Sjálfstæðisflokknum saman. Þeir þurfa heldur ekki að mynda ríkisstjórn að kosningum liðnum. Engu að síður fara þeir gegn forystu flokksins, sem mun vonandi þurfa að gera hvort tveggja. Það er athyglisvert, svo ekki sé minna sagt. En ég ætla ekki að vorkenna forystum. Forystur verða bara að bíta frá sér. Það að vera í forystu snýst um það að leiða, en ekki bara um það að vera fyrstur."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Evrópustofa rekur áróður fyrir því að Ísland gangi í ESB. Það hefur enginn andmælt því að það eru afskipti af innanríkismálum Íslands.Pawel telur það fávitahátt að andmæla afskiptum af innanríkismálum Íslands.Það eitt lýsir að einhverju leyti vitsmunum hans sjálfs.En Evrópustofa lokar að sjálfsögðu innan ekki svo langs tíma þegar það verður viðurkennt af beggja hálfu, það er Íslands og ESB, að ekki þjóni neinum tilgangi að halda viðræðunum áfram, þær leiði einfaldlega ekki til neinnar niðurstöðu.Svo kanski er það rétt hjá Pawel að ekki hefði þurft að álykta um Evrópustofu.Og hann hefur stutt Sjálfstæðisflokkinn, en ekki ESB flokkana, VG og Samfylkingu.Svo hann lýtur ekki út fyrir að vera fáviti.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 1.3.2013 kl. 17:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef einhver er fáviti í þessu dæmi þá er það þessi Pawel að mínu mati. Alla vega rangur maður á röngum stað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2013 kl. 19:52

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er víst alltaf óvinsælt að vera "fáviti" innanum þá "alvitru" og "lýðræðissinnuðu"! 

Því miður hafa ekki allir aðgang að innsta búri auðvaldsstjórnarinnar og þeirra fjölmiðlum.

Það er hrokafullt og óréttlátt að ásaka ólíka hópa samfélagsins, eins og t.d. óupplýstan, grunnskólasvikinn og fjölmiðlasvikinn almenning um að vera fávitar!

Stjórnsýslu-verjendur, skólakerfið og "uppeldis(ó)fræðingar" kerfisins vinna markvisst gegn því að einstaklingar nýti sína skynjun, hæfileikastyrk og mannréttinda-möguleika! (Stjórnkerfis-heilaþvottur)!

Það vantar fleiri Waldorf-skóla á Íslandi, til að bjarga börnunum okkar frá algjörum heilaþvotti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.3.2013 kl. 22:09

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sigurgeir Jónsson, hvaða dæmi eru um að Evrópustofa reki áróður fyrir inngöngu okkar í ESB? — svona Evrópustofur eru í yfir 130 löndum þar sem ESB hefur sjaldnast nokkurn vilja til að þau lönd gangi í ESB. Allt efni ESB er þýtt á 25 tungumál og á ESB þinginu eru bæði andstæðingar og stuðningsmennn Sambandsins en fyrst og fremst er þar einhver harðasta staðreyndarýni og gagnrýnai á allt sem frá samtökunum kemur. Ekkert efni í veröldinni er jafn vandlega yfirlesið og þarf að standast eins harðar kröfur um áreiðanleika — einfaldlega vegna þess samtök í 27 heslstu ríkjum ESB yfirfara það allt og liggja á öxlum þeirra sem semja efnið.

Ef hægt er að gera hlutlaust upplýsingaefni um eitthvað þá er það efni sem Evrópustofa miðla frá sér hlutlaust upplýsingaefni — þó svo það varpi stundum ljósi á að Heimssýn og öfga þjóðernsissinnar fari með lýgi og ósannindi um ESB og starfsemi þess.

— EN ef þú veist betur bentu þá á skýrt dæmi og gögn um það sem sýna „áróður“ frá Evrópustofu sem ekki er einföld miðlun á traustustu og réttustu upplýsingum um mál sem skipta máli.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.3.2013 kl. 05:10

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þeir sem efast um áróður Evrópustofu eiga að fara þangað og tala við starfsfólk.Og lesa það efni sem frá henni kemur.Og fara á þá fundi sem Evrópustofa boðar til, eða eru haldnir í samstarfi við hana.Í öllu því sem kemur frá Evrópustofu er hvergi að finna neitt sem rýrt getur orðstýr ESB,eða á eitthvað sem hægt er að túlka á þann veg að ekki borgi sig fyrir Ísland að ganga í ESB. EF starfshættir ESB og Evrópustofu eru ekki áróður fyrir ESB, þá er engan áróður fyrir neinu að finna hér í heimi.Enda hefur starfsfólk Evrópustofu hvergi neitað því að tilvist Evrópustofu sé ekki sá að gera veg ESB sem mestan.Tigangurinn helgar meðalið.Tilvist Evrópustofu var og er sá einn, að troða Íslandi inn í ESB.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 2.3.2013 kl. 08:12

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og alltal um öfgaþjóðrenissinna fer ESB sinnum illa.Það er ekki svo langt síðan að því ríki sem nú ræður ESB, var stjórnað af öfgabrjálæðingi sem kenndi sig við þjóðerni, og vildi sameina Evrópu með valdi, og tókst það næstum.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 2.3.2013 kl. 08:18

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Esb er möppuófreskja, risastór.Möppu ófreskjur er líka að finna á íslandi,þótt minni séu en ESB.Þær eru á vegum íslenska ríkisins.Innan þeirra þrífast möppudýrin.Og fitna.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 2.3.2013 kl. 08:34

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Pawel Bartoszek hlýtur að vera á launum hjá ESB, ef ekki, þá er maðurinn stór skrýtinn og ekki marktækur.

Það er auð séð að ESB er að horfa upp á lokun Evrópustofu og sem þeim finnst jafnvel ennþá verra er að aðlögun að ESB verður stöðvuð ef (S) og (F) komast í Ríkisstjórn.

Sigmundur Davíð Forsetisráðherra verður fljótur að loka á ESB.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 2.3.2013 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband