Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn Pálsson: Lokað í báða enda

Þorsteinn PálssonÞorsteinn Pálsson, ritaði að venju helgarpistil í Fréttablaðið og það kom ekki á óvart að hann fjallaði að þessu sinni um Sjálfstæðisflokkinn:

"Fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins benti flest til að afstaðan til Evrópu yrði þrengd. Hitt kom á óvart að VG skyldi samþykkja að ljúka aðildarviðræðunum og verða þannig opnara fyrir þróun vestrænnar samvinnu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af haft forystu um ný skref Íslands í pólitísku og efnahagslegu samstarfi vestrænna lýðræðisríkja. Nú er hann í besta falli málsvari óbreytts ástands. Engar línur voru lagðar á landsfundi hans hvernig tryggja ætti stöðu Íslands í þeim miklu breytingum sem eru að verða í alþjóðlegri efnahagssamvinnu, meðal annars á milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Landsfundurinn gekk svo langt að hafna tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna, sem hann á hinn bóginn sagði að væri forsenda þess að halda þeim áfram. Á fundinum endurómaði það viðhorf Morgunblaðsins að fremur ætti að tefla stöðunni á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins í tvísýnu en að fallast á nýjar reglur um eftirlit með fjármálastofnunum. Þær eru þó sérstaklega mikilvægar hagsmunum fyrirtækja og neytenda sem vilja eiga jafnan og óskertan aðgang að alþjóðlegum fjármálamarkaði.

Ekki er unnt að segja að hugsjónir VG lúti að frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. En öndvert við Sjálfstæðisflokkinn ætlar VG ekki fyrir fram að loka einum af helstu möguleikunum á að losa Ísland úr kvínni sem það er nú einangrað í.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill en hafnaði um leið þeim kosti sem raunhæfastur er í staðinn. Einu sinni var sagt um Framsóknarflokkinn að hann væri opinn í báða enda. Að því er peningamálin varðar sýnist Sjálfstæðisflokkurinn nú vera lokaður í báða enda."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þorsteinn hefur ekki komið með neinar tillögur varðandi efnahagsmál önnur en að taka upp evru.Samt á hann að vita og veit að hún verður ekki tekinn upp fyrr en eftir 10-15 ár þótt gengið verði að öllum kröfum ESB varðandi inngöngu í ESB.Hann hefur ekkert sagt um hvað eigi að gera á meðan,þótt allt sé að fara til fjandans.Hann gat ekkert heldur sagt hvað ætti að gera í efnahagsmálum 1988.Honum var þá sparkað í beinni útsendingu, en var greinilega ekki sparkað nógu langt.´Við tók Steingrímur Hermannsson sem kom á þjóðarsáttinni.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.3.2013 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband