Leita í fréttum mbl.is

Þórarinn G. Pétursson: Spurningin um krónuna

Þórarinn G. PéturssonÞórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans skrifaði grein í Fréttablaðið laugardaginn 2.mars og hefur hún vakið mikla athygli. Í henni setur Þórarinn fram sína sýn á gjaldmiðilsmálin, en greinin ber yfirskriftina Spurningin um krónuna. Við skulum kíkja á nokkra punkta úr henni:

...krafan um að hemja verðbólgu og draga úr hagsveiflum hávær.

...enda gæti öguð hagstjórn orðið ein mesta búbót fyrir íslensk heimili og fyrirtæki ef vel tekst til í þessum efnum.

...Bætt hagstjórn mun hins vegar ekki leysa öll þau vandamál sem tengjast sjálfstæðum gjaldmiðli á litlu myntsvæði. Enn verður það áleitin spurning hvort heppilegt sé fyrir land með jafn lítinn þjóðarbúskap og Ísland að hafa eigin gjaldmiðil.

...beinn kostnaður af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum gæti numið um 5-15 ma.kr. á hverju ári eða allt að rúmlega tíunda hluta vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs.

...Rannsóknir sem birtar eru í skýrslu bankans gefa þannig til kynna að álag á innlenda raunvexti gæti lækkað um 1½ prósentu við það að verða hluti af stærra myntsvæði.

...Sveiflur í gengi krónunnar virðast hins vegar vera meiri en skýra má með breytingum í efnahagslegum skilyrðum þjóðarbúsins og virðast að stórum hluta sjálfsprottnar, eins og rakið er í skýrslu bankans. Slíkar sveiflur eru til þess fallnar að kynda undir óstöðugleika í stað þess að auðvelda aðlögun þjóðarbúsins að efnahagsskellum.

...Nýleg skýrsla McKinseys bendir einmitt á tiltölulega lágt framleiðnistig sem einn helsta dragbít efnahagsframfara hér á landi.

...Aðrar rannsóknir benda til þess að eigin gjaldmiðill geti virkað sem hindrun á innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar. Þær sýna t.d. að í kjölfar upptöku evrunnar hafi bein erlend fjárfesting á milli evruríkjanna aukist um 30%, samrunum fyrirtækja þvert á landamæri evrusvæðisins fjölgað og fleiri alþjóðleg fyrirtæki valið að nota evrusvæðið sem starfsstöð sína. Aðild að stærra myntsvæði virðist einnig leiða til aukinna viðskipta við önnur lönd.

...Krónan virðist því lítt hafa dugað til að sinna því sveiflujöfnunarhlutverki sem keypt er dýru verði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þórarinn er ESB sinni.Það eru honum trúarbrögð að ganga í ESB,rétt eins og flestra ESB sinna, og taka upp evru.En Þórarinn segir ekki hvað það sé langt í að Ísland geti tekið upp evru,jafnvel þótt "viðræðurnar" verði settar á fullt, gengið að öllu sem ESB segir og allt samþykkt í þjóðaratkvæði.Flestrir hafa talið að það séu í það minnsta 10-15 ár.Hefur þessi aðalhagfræðingur Seðlabankans sagt eitthvað um að eitthvað verði að gera á meðan Nei.Það hefur hann ekki gert.Hann á að halda sig við þá vinnu sem hann var ráðinn til.Ekki skipta sér af stjórnmálum.En vitanlega væri skynsamlegast að hann tæki pokann sinn,eftir að hann hefur komið upp um ráðleysi sitt.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.3.2013 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband