Leita í fréttum mbl.is

Allt í góðu í smáríkinu Möltu

Teitur AtlasonTeitur Atlason, DV-bloggari, setti færslu inn þann 14.3, sem hefst svona: "

Þessi litla frétt slapp í gegnum ritskoðunina á Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum. Þar er sagt frá þingkosningunum á Möltu en þar vann Verkamannaflokkurinn sigur á Þjóðernisflokknum sem hefur stýrt landinu lengi. Nú veit ég ekki mikið um pólitíkina á Möltu og ætla í sjálfu sér ekki að hafa skoðun á niðurstöðunni. Það sem var athyglisvert var lokamálsgreinin í fréttinni þar sem segir:

„Þessi litla eyja sker sig úr meðal landa Evrópusambandsins en á Möltu er lágt hlutfall atvinnuleysis, þokkalegur hagvöxtur og fjármál ríkisins þykja traust. Atvinnuleysishlutfallið er 6% samkvæmt nýjustu mælingum og á síðasta ári mældist hagvöxtur landsins 1,5%."

Sumsé. Hér er smáríki í Evrópusambandinu sem er með evru sem gjaldmiðil sem gengur bara mætavel. Ekkert eldhaf og engin stórveldi að stela auðlindunum. Bara opið hagkerfi, virk evrópusamvinna og stöðugt efnahagsumhverfi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband