Leita í fréttum mbl.is

Eyjan: Evran er betri vörn gegn verðtryggingu en fiff Framsóknar

EyjanEyjan skrifar: "Veikleiki krónunnar er alltaf að koma betur og betur í ljós og fólk vill einfaldlega ekki klippa endanlega á möguleikann á að taka upp evruna. Fólk vill verðtrygginguna feiga og er að gera sér grein fyrir að besta leiðin til að fyrirkoma henni eru ekki fiff Framsóknar heldur að taka upp evruna. Fólk vill fá samning á borðið til að geta ákveðið sjálft hvort það þjóni hagsmunum þess og Íslands að vera innan eða utan ESB. Það vill sjálft fá að velja, en ekki láta flokksklíkur taka ákvörðun fyrir sig.”

Þetta segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þegar hann var inntur viðbragða við skoðanakönnun sem birtist í gær, sem sýnir að 61 prósent vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þetta er mikil aukning frá fyrri könnun.

Össur segir þessa aukningu á milli kannana ekki koma sér á óvart, nema að því leyti hversu mikill stuðningur er við að klára viðræðurnar á meðal fylgismanna Vinstri grænna."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

Verst að aðildarferlið er hálf lamað. 4 ár liðin og ekki farið að snerta á þeim köflum sem skipta okkur mestu máli. Það gæti því verið löng bið eftir evrunni og góðærinu sem hún á að skapa. Það er ábyrgðarleysi í meira lagi að ætla að stóla á evruna til að bjarga hér öllu. Þau plön fría menn ekki frá því að bjóða upp á góða hagstjórn þessi ár sem eiga eftir að líða áður en möguleiki býðst á evrusamstarfi.

Svo þætti mér gaman Evrópusamtökin gætu svarað spurningunni um hvað við erum að semja við ESB?

Þið getið lesið um það hér:

http://pesu.blog.is/blog/pesu/entry/1288669/

Pétur Harðarson, 19.3.2013 kl. 12:25

2 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Sem betur fer verður aðildarferlið stöðvað eftir komandi kosningar. Nýlegar fréttir, nú frá Kýpur, benda til þess að evruvandinn sé enn umfangsmeiri en menn gerðu sér grein fyrir.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 19.3.2013 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband