20.3.2013 | 08:54
Tvær góðar greinar í FRBL
Bendum á tvær áhugaverðar greinar í FRB, sú fyrri er eftir Sr. Þóri Stephensen, sem segir m.a.: "Alþingi ákvað að fara í viðræður við ESB með þá von að ná fram ásættanlegum samningi. Þær hafa gengið vel en nú hefur stærsta stjórnmálaafl í landinu krafist þess að viðræðunum verði slitið. Þar með er í raun farið gegn þingræðinu en flokksræði Sjálfstæðismanna á að koma í staðinn. Hvernig rímar þetta við hugsjónir um frjálsa hugsun, málfrelsi og lýðræði? Krafan um umræðuslitin og það sem henni fylgir lyktar mjög af gömlum einræðishugmyndum og er því mikil vansæmd fyrir samfélag okkar.
Hvað er það sem á að stöðva? Tilraun stjórnvalda til að sjá hvort þarna sé að finna kannski bestu leiðina til að koma íslensku samfélagi á nýja braut, sem leiði til sömu lífsgæða og þær þjóðir njóta sem við berum okkur saman við. Ég lít svo á að þar sé forysta Sjálfstæðisflokksins að bregðast sinni helgustu skyldu, að leita þeirra leiða sem eru þjóðinni til heilla. Það vekur grundvallarspurningu: Við hvað er flokkurinn hræddur?
Enginn veit að óreyndu hvernig hugsanlegur samningur gæti litið út. Þetta er bara tilraun en vissulega mikil von þar að baki. En þetta þarf að koma í ljós til þess að við vitum öll hvort við viljum inngöngu í ESB eða ekki. Um hitt þarf ekki að deila að þar á þjóðin sjálf síðasta orðið. Þess vegna er áhættan í raun engin en ávinningurinn gæti orðið mikill.
ESB-andstæðingarnir eru fleiri og klifa margir á því að þarna sé ekkert um að semja", við verðum aldrei nema smápeð á taflborði ESB, áhrifalaus með öllu. Þeir tala þar gegn betri vitund, eru að reyna að blekkja okkur hin og þar með að dæma sjálfa sig óhæfa til þingsetu í umboði almennings."
Þá síðari skrifar Freyja Steingrímsdóttir, sem situr í stjórn Ungra Evrópusinna: "Aðildarviðræðurnar virka þannig að hvor aðili fyrir sig, ESB og Ísland, hefur sín samningsmarkmið í sérhverjum samningskafla. Af hálfu umsóknarríkis geta þau samningsmarkmið snúist um að njóta sveigjanleika um aðlögunina sem á sér stað eða fá fram ákveðnar sérlausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum í viðkomandi ríkjum. Af hálfu ESB snúast samningsmarkmiðin meðal annars um að fullvíst sé að umsóknarríkið geti staðið við þær skuldbindingar sem felast í aðild og að jafnræðis sé gætt milli aðildarríkja þegar kemur að innleiðingu sameiginlegrar löggjafar.
Hvert einasta umsóknarríki í síðustu stækkunarlotu ESB hefur haft sín sérhagsmunamál sem samningamenn hafa lagt mikið upp úr að fá sérlausnir um í aðildarviðræðunum. Í þessu samhengi er gott að líta til Möltu, smáríkis með eingöngu 450 þúsund íbúum. Maltverjar náðu góðum samningi við sambandið. Malta fékk yfir sjötíu sérlausnir og margar þeirra voru varanlegar. Þetta voru ekki veigalítil mál sem samið var um heldur snerust þau til að mynda um kaup erlendra ríkisborgara á landi í Möltu, flæði vinnuafls til landsins og 25 sjómílna efnahagslögsögu fyrir innlenda sjómenn. Samninganefnd Möltu lagði mikla áherslu á smæðina og bar það árangur í samningaviðræðunum. Þess má geta að Maltverjar deildu hart um aðild á sínum tíma og skiptust svo að segja í tvö jafnstóra hópa, með og á móti aðild. Í dag er mikill meirihluti Maltverja hlynntur aðild og deilur heyra fortíðinni til."
http://visir.is/vidraedur-um-adlogun/article/2013703199979
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.