Leita í fréttum mbl.is

Carl Bildt í heimsókn

C-Bildt-lopCarld Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, var hér í heimsókn fyrr í vikunni og hélt m.a. fyrirlestur fyrir fullu Norrænu húsi þriðjudaginn 19.mars. RÚV ræddi við hann að þessu tilefni og hlusta má á viðtalið hér. Í frétt Fréttablaðsins segir:

"Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, telur að það gæti orðið erfitt fyrir Íslendinga að fá aðildarviðræður við Evrópusambandið teknar upp að nýju yrði þeim slitið á þessum tímapunkti. Hann segir enga hefð fyrir slíku. Bildt tekur undir þau rök Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að Ísland gegni mikilvægu hlutverki í tilliti til norðurslóðamála.

„Það hefðbundna er að þegar aðildarviðræður eru teknar upp, þá er þeim lokið – það fæst niðurstaða sem er lögð í dóm fólksins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vaninn. Ég held að við höfum engin dæmi um annað. Ég held að það yrði erfitt að halda áfram síðar, því þá gæti verið komin upp sú staða innan ESB að menn spyrðu sig að því hvort Íslendingar viti hvað þeir eru að gera. Ég held að það gæti gerst," segir Bildt."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband