Leita í fréttum mbl.is

Össur skrifar og skrifar: Nú um heimsókm Carls Bildts

Össur SkarphéðinssonHver greinin á fætur annarri eftir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, birtist í fjölmiðlum um þessar mundir og er það vel. Í FRBL þann 20.3 skrifar Össur m.a.:

"Tvennt stendur upp úr nýafstaðinni Íslandsheimsókn Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Í fyrsta lagi sagði Bildt okkur að Svíar væru á einu máli um að aðild þeirra að Evrópusambandinu hefði verið þeim til hagsbóta. Óumdeilt er að aðild hefur styrkt sænskt efnahagslíf. Útflutningshagkerfið Svíþjóð hefur traustan aðgang að Evrópu og öðrum mörkuðum sem ESB hefur samið um og er að semja um fríverslun við, þ. á m. við Bandaríkin. Evrópa snýst um samkeppnishæfni og fríverslun í heimi sem breytist hratt. Þannig tryggjum við velferð og atvinnu.

Auðvitað er velgengni Svíþjóðar ekki einungis ESB að þakka, sagði Bildt. En án aðildar hefði brekkan verið brattari, urðin grýttari. Á fundi í troðfullu Norræna húsinu með Sjálfstæðum Evrópumönnum færði hann sterk rök fyrir því hversu vel evran hentaði Svíum. Sænsk fyrirtæki vilja stöðugleika en ekki gengissveiflur. Skammtímafjármagn sem flætt hefur til Svíþjóðar er skammgóður vermir og getur aukið óstöðugleika með ófyrirsjáanlegum afleiðingum."

Hér einnig frétt frá Stöð tvö um heimsókn Bildts


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gamli Þjóðviljaritstjórinn heldur greinilega að hann sé en ritsstjóri.En það voru fáir sem lásu Þjóðviljann og enfærri tóku nokkurt mark á því sem skrifað var í hann.Gamli kommadindillinn hefur alltaf snúist í hringi.Og mun gera.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 20.3.2013 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband