Leita í fréttum mbl.is

Kýpur neitađi neyđarláni - en enn unniđ ađ lausn

Ţingiđ á Kýpur sagđi nei viđ láni frá ESB og ASG, sem landiđ bađ sjálft um í júní á síđasta ári. Ţetta vegna skilyrđanna sem sett eru af hálfu lánveitendanna (sem enn standa viđ bođ sitt um ađ lána Kýpur).

Á Kýpur er fjármálageirinn um sjö sinnum stćrri en ţjóđarframleiđslan og minnir ástandiđ ţví verulega á ţađ sem uppi var hér á landi fyrir hruniđ 2008.

Rússar og rússnesk fyrirtćki eiga gríđarlega fjármuni á Kýpur, sem međ virkum hćtti hefur lokkađ til sín allt ţetta fjármagn. Taliđ er ađ allt ađ 5000 milljörđum ÍSK sé í eigu Rússa, eđa um ţriđjungur allra innistćđna á Kýpur. Kýpur er einn stćrsti fjárfestingarađilinn í Rússlandi í gegnum fyrirtćki skráđ ţar, en sem eru í eigu rússneskra ađila.

Kýpur hefur haft ţađ orđspor á sér ađ vera skatta og peningaparadís og ţađ er ekkert leyndarmál ađ hluti ţess fjármagns sem er í kýpverska kerfinu er "óhreint".

Fjármálaráđherra Ţýskalands, Wolfgang Schäuble sagđi í viđtali viđ ţýsku ZDF-stöđina ađ Kýpur hefđi beđiđ um ađstođ og ţar ţyrfti ađ gera raunhćfa áćtlun fyrir Kýpur ađ koma aftur inn á alţjóđlega fjármálamarkađi.

Íbúar Kýpur eru um 1 milljón.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ţyskaland mun ekki bjarga Kýpur.ESB ekki heldur.En Kýpverjar eru orđnir ţrćlar ESB.Kanski verđur Kýpur sameinuđ undir fána Tyrklands.Fólk í norđurhluta eyjarinnar mun ekki hafa ţađ verra í framtíđinni en fólk í suđurhlutanum.Nei viđ ESB.

Sigurgeir Jónsson, 20.3.2013 kl. 15:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband