Leita í fréttum mbl.is

Opnar Bjarni dyrnar aftur?

bjarniben_991582.jpgÞegar bílstjóri keyri inn í skafl, er nauðsynlegt að skipta í bakkgírinn og reyna að bakka úr viðkomandi skafli. Það er ekki beint gáfulegt að reyna að keyra áfram í gegnum skaflinn.

Svo virðist vera sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé einmitt að gera það eftir "landsfund hinna lokuðu dyra" sem ákvað um daginn að hætta beri aðildarviðræðum við ESB.

Varaformaðurinn, Hanna Birna Kristjánsdóttir, reyndi í Silfri Egils að gera lítið úr þessari stefnubreytingu frá þarsíðasta landsfundi: "Við skiptum bara um eitt orð," voru skilaboð Hönnu Birnu.

En orð eru öflug, já er t.d. all annað en nei, loka er allt annað en opna.

Sjálfstæðisflokkurinn er í mikilli vörn þessa dagana, enda ekki á hverjum degi sem landsbyggðar og bændaflokkurinn Framsókn er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í skoðanakönnunum. Fylgi flokksins í kosningum hefur einnig verið gríðarlegt. Í kosningum árið 1963 fékk flokkurinn t.d. 41.4% og var þá undir stjórn frænda núverandi formanns og alnafna, Bjarna Benediktssonar, sem var einn farsælasti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins.

Flokkurinnhefur í gegnum tíðina stært sig af því að vera flokkur allra stétta ("stétt með stétt"), með breiða skírskotun og að þar innanborðs rúmist allar skoðanir.

En er það þannig lengur, þegar alþjóðasinnuðum og víðsýnum flokksmeðlimum, fólki sem er tilbúið að kanna möguleika, í stað þess að skella á þá hurðum, er nánast "sýndur fingurinn"? Er þetta til marks um umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoðunum?

Á Eyjunni segir þetta: "Sjálfstæðismenn vilja ekki ganga í Evrópusambandið, en það er sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort það eigi að halda samningaviðræðum við ESB áfram. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á mjög fjölmennum kosningafundi á Hótel Nordica í gær, en um er að ræða nokkra stefnubreytingu frá því sem Sjálfstæðisflokkurinn ákvað á landsfundi fyrir nokkrum vikum.

Þá var samþykkt að hætta þegar viðræðum um aðild og að Evrópustofu yrði lokað, þar sem starfsemi hennar væri frekleg afskipti af innanlandsmálum. Var sú ákvörðun landsfundar harðlega gagnrýnd og því haldið fram að harðlínuöflin hefðu haft betur og ýmsir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB innan flokksins gætu nú ekki hugsað sér að kjósa flokkinn. Hefur Eyjan heimildir fyrir því að Bjarni hafi komið með þetta útspil um evrópumálin til að lægja þær óánægjuraddir og reyna með því að laða stuðningsmenn aðildar til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn, en hann hefur farið halloka í skoðanakönnunum að undanförnu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband